10.10.2009 | 14:35
Verkafólk, rísið upp.
Og hendið þessum Leppum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út í hafsauga.
Fólk, sem hefur enga dómgreind, en lætur sína lærðu reiknimeistara mata sig eins og ómálga smábörn, er ekki hæft að leiða samtök verkafólks á ögurtímum.
Hverjir munu borga ICEsave reikninginn???
Hagfræðingarnir???'
Nei, þeir mun alltaf fá sitt kaup í vinnu hjá kúgurunum.
Það er verkafólk, sem mun borga fyrir ICEsave, með blóði sínum, með svita sínum, með tárum sínum.
Blóð mun renna þegar fólk fær ekki nauðsynlega heilsugæslu vegna ICEsave greiðslnanna.
Sviti mun fljóta þegar fólk þarf að vinna myrkranna á milli fyrir erlenda auðhringa, því allt sem heitir nútíma hagkerfi mun hrynja þegar samfélagið þarf að borga þessa blóðpeninga úr landi.
Tár munu falla þegar börnin okkar munu kveðja okkur á bryggjunni með þeim orðum að þau vilji lifa sem frjálst fólk, ekki barðir þrælar. Þrælslundin, sem þið sýnið ykkar reiknimeisturum og yfirboðum þeirra, er ekki í genum þjóðarinnar. Börnin okkar munu ekki kyngja skuldaþrælkuninni.
Og hvernig dettur ykkur það í hug í eina mínútu að gengið muni styrkjast þegar 40-60 milljarðar fara úr landi í beinhörðum gjaldeyri vegna þess að þið höfðu ekki manndóm til að krefjast réttar ykkar, heldur lufsuðust niður eins og heybrækur þegar reiknimeistarar ykkar komu og töluðu gegn því sem þið vitið innst inni að er rangt.
Og hvar er ykkar manndómur og framtíðarsýn? Er ekkert annað í okkur spunnið en það en að þurfa að þiggja með húfu í hendi og beygt höfuð, þá náð sem erlendir auðhringar bjóða okkur. Okkar eina bjargráð sé að vinna á verkssmiðjugólfi þeirra? Ef þið trúið þessu, af hverju flytjið þið ekki til landa þar sem þið getið fengið vinnu í þessum verksmiðjum, en hættið að beita samtökum ykkar til að fá þær til landsins.
Vitið þið ekki að stóriðjustefnan hefur skuldsett þjóðina út á ystu nöf, orkufyrirtækin okkar eru komin upp á náð og miskunn erlendra lánadrottna, og aðeins tímaspursmál hvenær þeir hirða þau. Þá er ykkar svar að skuldsetja þau ennþá meira, og um leið krefjist þið þess af Alþingismönnum okkar að þeir samþykki kröfur bretanna svo útilokað sé að þjóðin nái sér nokkurn tíman út úr skuldpyttinum sem auðmennirnir okkar komu henni í.
Og ICEsave krafan er engu réttbærari samkvæmt alþjóðalögum en landkröfur Hitlers á hendur Tékkum á sínum tíma, enda vinnubrögðin þau sömu, ólögleg kúgun og yfirgangur. Og eins og hjá Tékkunum, þá eru það innlendir Leppar sem eyðileggja varnir landsins gegn henni.
Þessi ályktun ykkar er mesti smánarblettur íslenskrar verkalýðsbaráttu í 100 ára sögu hennar.
Hristið því af ykkur doðann og rísið upp. Rekið Leppana af höndum ykkar.
Gleymið því ekki að það tekur 5 mínútur fyrir íslensk stjórnvöld að semja neyðarlög sem lækka vextina niður í 3 % og það tekur eina mínútu að hrinda þeim í framkvæmd.
Eina skilyrðið er að ríkisstjórnin sé skipuð íslensku fólki, ekki Leppum erlendra kúgunarafla. Og það er ykkar að tryggja að svo verði.
Það er ekki flókið að vinna þjóðina út úr þessari kreppu, það þarf að stjórna af skynsemi, án þess að setja þjóðina í óafturkræfa skuldahlekki.
En verði það gert, þá er það ykkar umbjóðendur sem mun þjást.
Kveðja að austan.
Stefnir í skelfilegri stöðu segir Starfsgreinasambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 36
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5620
- Frá upphafi: 1399559
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 4793
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.