Stjórnin er dauð.

Aðeins á eftir að tilkynna dánardægur hennar.

Þetta er orðið eins og í Rússlandi í gamla daga, styrkir menn stóðu á bak við leiðtogana og hjálpuðu þeim að veifa höndunum í október göngunni.  Síðan var farið með þá heim og skipt um blóð í þeim svo þeir sýndu lífsmark næsta dag.

Eins er það með þessa stjórn.  Hún þarf stöðuga blóðgjöf.  Reglulega eru gefnar út yfirlýsingar um jákvæðan og góðan vilja allra sem að henni standa um að hún starfi áfram.  Stundum eru stuðningsyfirlýsingarnar margar á dag.  Það þurfti líka oft að taka það fram í Prövdu í gamla daga að Brezhnev væri á lífi.  Og það var rétt að því marki þar til honum var leyft að deyja.

Eins er það með þessa stjórn, það er öllum fyrir bestu að henni sé leyft að deyja, en hjari ekki óstarfhæf, hvorki þessa heims eða annars.

Stjórnin dó endanlega þegar Jóhanna Sigurðardóttir gaf út þá yfirlýsingu að hér eftir yrði það ekki liðið að einstakir ráðherrar töluðu gegn þeim málum sem stjórnin legði fram á þingi.  Og þegar hún legði fram mál, þá væri tími hinnar lýðræðislegu umræðu liðinn, stjórnarandstaðan mætti tala en stjórnarliðar styddu málið þegjandi og gegn sannfæringu sinni sannfæringu.

En Jóhanna er ekki að starfa með Framsóknarflokknum.  Það þarf gífurlegan styrk til að koma þessum böndum á VinstriGræna.  Kannski hefði Steingrími J Sigfússyni tekist að vinna þá glímu, en Jóhanna gaf honum ekki tækifæri til þess.  Yfirlýsing hennar kom of snemma og hún kom opinberlega.  Jóhanna sagði það opinberlega sem aðeins Steingrímur J þurfti að vita í tveggja manna tali.

Í stjórnmálum eru svona vinnubrögð viðhöfð þegar þú hefur gefið samstarf við fólk upp á bátinn og allar þínar gjörðir miðast við að styrkja þína eigin stöðu og flokks þíns, óháð því hvernig það kemur við samstarfsflokkinn.

Svona vinnubrögð eru viðhöfð þegar stjórnin er lifandi dauð.

Og hvernig brást Steingrímur Joð við????   Hvernig brugðust VinstriGrænir við??????

Það má örugglega finna trúgjarnan fjölmiðlung sem trúir því leikriti sem leikið er núna á fjölum stjórnarleikhússins.  Sem trúir alvöru svip Steingríms Joð þegar hann segir að stjórnin haldi sínu striki.  Sem trúir því eitt einasta augnablik að Steingrímur Joð fórni flokki sínum til að vera maðurinn sem framfylgir stefnu Samfylkingarinnar í óþökk sinna eiginstuðningsmanna.

En þú þarft að vera ákaflega trúgjarn til að sjá ekki merki atburðarsmiða á þeirri atburðarrás sem hefur verið síðustu daga.

Afsögn Ögmundar, sífelldar ögranir gagnvart stóriðjudraumi Samfylkingarinnar og sífelldar yfirlýsingar út og suður sem enda allar á einn veg, "þú ræður ekki Jóhanna".

Því VinstriGrænir lýsa aðeins yfir stuðningi við sjálfa stjórnina, ekki stefnu hennar, hvað þá forystu Jóhönnu.  Og stjórn um stjórn en ekki málefni, lifir ekki á þessum ólgutímum, þó slíkt skrípi gæti þrifist á öðrum tímum.

Guðfríður Lilja talaði gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í viðtali á Morgunútvarpinu og hún sagði líka annað.  "Ég skoða ICEsave málið þegar það verður lagt fram á þinginu".

Jóhanna Sigurðardóttir sagðist ekki leggja ICEsave fram á Alþingi ef það nyti ekki fyrirfram stuðnings þingmanna ríkisstjórnarflokkanna.

Málið er í hnút.  Og þann Gordíonshnút þarf að leysa.

Alexander mikli hjó hnútinn með sverði en Ringo Star sagði bara "Beatles are dead".

Hvað gerir Jóhanna?????

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Búið að lægja ólguna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu ekki áhyggjur, Jóhanna og Steingrímur munu leysa þetta mál með sínum flokkum. En mér sýnist á öllu að skrýmsladeild Sjallana hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum að ekki tókst að sprengja ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkur má ekki komast í stjórn á meðan hrunið er rannsakað og hreinsað til í þjóðfélaginu.

Ína (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóhanna.

Ég hef ekki áhyggjur.  Stjórnin er dauð.  Farið hefur fé betra en vandfundinn meiri ófögnuður en Leppar Alþjóðagjaldeyrisjóðsins.

Og af tvennu illu, þá vil ég Hrunið frekar órannsakað en núverandi stjórnarstefnu.  En það er ákaflega mikil einföldun að halda að það þurfi Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjósins til að rannsaka Hrunið.

Hrunið og orsakir þess blasa öllum við.  Venjuleg leikskóladeild færi létt með að rannsaka það.

Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar brást, en vörn hennar í dag byggist á því að skella skuldinni á einstaklinga og gjörðir þeirra, í stað þess að gjörðir þeirra voru innibyggð í kerfið, og afleiðingarnar óumflýjanlegar.  Og eftir þeirri kenningu vinna Lepparnir og endurreisa síðan hið gamla kerfið græðgi og misskiptingar eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Og það í boði íslenskra vinstrimanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ína átti þetta nú að vera

kveðja, sami.

Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 10:22

4 identicon

Jóhanna og co. munu ekki leysa neitt.  Ekki neitt.   Jóhanna og allur óhæfi flokkurinn ætti að víkja núna strax.  Og talar ekki þarna að ofan manneskja sem vill endilega að þjóðin sé pínd með Icesave-nauðunginni?:  Og sagði þetta: "Íslendingar eru algjörir tréhausar ef þeir halda að við getum bara sleppt því að borga.": http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/957853/

ElleE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:29

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég hafði gaman að sjá niðurlag þeirrar rökdeilu sem þú ert að vísa í.  Og ég finn mikið til  með þessu fólki, minnir mig dálítið á þá sem ganga fyrir björg er leiðtoginn segir svo.  

En ábyrgð Jóns Baldvins er mikil á þessu máli, hann hefur blekkt þúsundir manna til að trúa því að hann sé landráðamaður og Evrópa, samfélag ribbalda.

Og hann kann ekki að skammast sín blessaður.

En Ögmundur er minn maður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 1412809

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 386
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband