Slíttu þá stjórninni Álfheiður.

Stjórnarstefnan er í grundvallaratriðum röng.

Hávaxtastefnan sýgur ekki bara blóðpeninga úr atvinnulífinu, hún mergsýgur velferðina.  

Þú heldur ekki upp velferðarkerfi með peningum sem þú borgar frá þér í vexti að óþörfu.

En þessir vextir eru aðeins forsmekkur þess sem verður ef þú hlustar ekki á flokksbróðurinn þinn, Ögmund.  ICEsave skuldin og öll óþarfa lánin, sem þið ætlið að taka að láni svo féspámenn og fjárúlfar geti fíflað krónuna og almenning í enn eitt skiptið, mun mergsjúga ríkissjóð.

Ef þetta eru blóðpeningar þá munu þau vaxtagjöld ríða velferðarkerfinu að fullu, vextir dauðans munu þeir kallast af fórnarlömbum sínum.  Almenningi sem þið eruð að svíkja.

Og þegar næsta ríkisstjórn getur ekki endurgreitt þessi lán, þá er stutt í þvingaða einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þar sem þeir einu mun fá sem efni hafa.  Svoleiðis eru bara kaupin á eyrinni ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er kaupmaðurinn.  

Og erlendir auðhringar mun eignast auðlyndir okkar.  Þannig eru líka viðskipti kaupmannsins á eyrinni.  Eins og Þorvaldur Gylfason benti réttilega á, af hverju ætti hann að sýna okkur meiri miskunn en öðrum fórnarlömbum hans????

Vegna þess að við erum hvít????

Eru þessi kaupmaður ekki bara fantur, er hann líka rasisti???

Ég myndi treysta varlega á það Álfheiður.

Ögmundur gekk ekki af vitinu.  Hann gekk hins vegar úr stjórn sem var gengin af vitinu.

Og Ögmundur veit sínu viti.

Kveðja að austan. 

 


mbl.is Segir vaxtagjöldin blóðpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eins og Þorvaldur Gylfason benti réttilega á, af hverju ætti hann að sýna okkur meiri miskunn en öðrum fórnarlömbum hans????"  Já, kannski voru þeir allir asnar eftir allt, Ómar???  (Eins og þú spurðir Guðjón Smilie).  Hvílík röksemdafærsla hjá honum lærðum manninum.

ElleE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ekki veit ég hvað á að kalla þá sem sjá aðeins gæsku í stuðningi IFM.  Þorvaldur var þó hreinskiptinn og viðurkenndi mannhatrið.

En stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið ómennsk frá því að falsspámenn Friedmans (Þorvaldur er einn af þeim, þó hann þykist vera krati) yfirtóku sjóðinn á níunda áratugnum.

Og ég skal rökstyðja hvað ég við með orðinu ómennsk.

Í sögubókum er okkur kennt að Pólverjar hafi tapað hlutfallslega flestum mannslífum í seinna stríði, talið er að 4. hver Pólverji hafi látist á tímabilinu 1939-1945.  Og þetta fólk dó fæst í beinum stríðsaðgerðum eða vegna þess að einhver hafi komið með byssu og aflífað það.  Það var harkaleg stefna hernámsliðsins sem dró svona marga til dauða úr hungri og vosbúð, fólk veslaðist upp og dó vegna þrælkunar og arðráns.  Stjórnarstefnan var ómennsk, það var hún sem drap fólkið.

Milljónir manna hafa dáið vegna stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ekki vegna þess að starfsmenn sjóðsins hafa gengið um skjótandi, heldur vegna þess að þeir hafa eyðilagt grunnstoðir þeirra samfélaga sem þeir hafa þóst verið að hjálpa, grunnstoðir sem þurfti að styrkja með hinni erlendu aðstoð, ekki veikja eða eyðileggja.  Aðgangur að heilsugæslu og menntun, aðgangur að vatni og rafmagni, þessi aðgangur hefur verið einkavæddur og verðlagður á hærri verðum en svo að fátækt fólk hafi efni á.  Síðan má benda á beinan matarskort í löndum eins og Indónesíu þar sem fátækt fólk hafði ekki lengur efni á lágmarks dagsskammti fæðu, eftir gjaldmiðilshrunið þar á sínum tíma.

Afleiðing þessarar stefnu er að fátækt fólk deyr ótímabærum dauða, stefna sjóðsins er ómennsk, því hún gerir slæmt verra og byggir upp hag auðmanna en almenningur má éta það sem úti frýs.  Og það er oft kalt út í frostinu.

Vissulega starfa þessi ómenni í skjóli vestrænna ríkja og það eru við Vesturlandabúar sem eru sekir því það eru við sem slepptum falsspámönnum Friedmans lausum.  Og því þurfum við að horfast í augun á þessari sekt, viðurkenna hana og biðjast afsökunar.  

Og bæta úr, læra að aðstoða í stað þess að skemma og eyðileggja.  

Á Íslandi gæti fyrsta skrefið í þá átt verið það að við segjum satt og rétt um eðli og starfs þessa sjóðs, og krefjumst breytinga á vinnubrögðum hans.  Ekki bara gagnvart okkur, heldur líka gagnvart öðrum sem þurfa svo sannarlega á aðstoð að halda, en fá aðeins sjokkþerapíu Ómenna.  

Það er þörf á þessum breytingum, því það er uppgjör framundan í heiminum, og það er alveg óþarfi að það verði blóðugt.

Harmur okkar er brot af heimsins harmi sagði skáldið, og hafði rétt fyrir sér eins og venjulega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 09:19

3 identicon

Já, IMF er ómennskur hryllingur, arðrænir lönd og gerir fátæk og pínir heilu þjóðirnar.   Og rænir það ekki bara arði landsins, heldur andlegum heill og allri sjálfsvirðingu.   Og þetta vill Evru-flokks-skrípið hjálpa þeim við.  Við munum koma ómenningunum burt, Ómar.   Það þarf að vera forgangsverkefni.  

ElleE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Já, þeir eiga orðið fáa vini í dag.  Og þeim fer fækkandi.

Ruv þurfti að draga Friðrik í fréttatímann til að tala um gæsku IFM.  Og að borga ICEsave auðvitað.  Ætli hann hafi ekki í leiðinni útskýrt af hverju hann hafði ekki græna glóru um yfirvofandi bankahrun, svona einu og hálfu korteri fyrir Hrun.

En firringin á Ruv, er algjör.  Þetta fólk getur ekki verið þessa heims.  Ef þetta eru ekki uppvakningar, þá eru þetta umskiptingar.  

Hver er með svo ógeðslegt innræti í dag að hann vilji börnum sínum og öldruðum foreldrum það illt, að IFM og bretum sé leyft að ræna velferðinni.

Svona hegðun er ekki mennsk, nema þá að þeim hafi kannski verið mútað, þá er hún af ætt ómenna, en þeir kuu víst vera mennskir, það er þessa heims.

Fjármálaráðuneytið er víst búið að hækka vaxtamat sitt fyrir næsta ár um 100 milljarða, og við réðum ekki við þá 90 milljarða sem áætlaðir voru, hvað þá 190 milljarða (eða þar um bil, er ekki með Moggann við höndina).  Þetta þurfum við fyrst að greiða áður en frekari lánalínur opnast.  En hvaða heilvita fjármálastofnun lánar veruleikafirrtri þjóð sem ætlar sér að fara með allan sinn gjaldeyri (nettó) í vexti og afborganir, verður restin greidd með grjóti????

Algjör veruleikafirring.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 507
  • Sl. sólarhring: 1102
  • Sl. viku: 5715
  • Frá upphafi: 1328528

Annað

  • Innlit í dag: 428
  • Innlit sl. viku: 5100
  • Gestir í dag: 407
  • IP-tölur í dag: 400

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband