Þetta er rétt hjá Lilju.

Það verður engin sátt í samfélaginu fyrr en allir fái tækifæri til mannsæmandi lífs.  Ekki þrælalífs fyrir banka og fjármálastofnanir.

En Árni Páll opnaði fyrir almennri lausn, og það er vel.  Hún dugar ekki eins og Lilja bendir réttilega á.

Næsta stjórn, hvort sem það verður þjóðstjórn eða stjórn D B og Vg, verður mynduð um þessa lausn.  Lausn í anda tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna.   Það verður öxullinn í stefnu þeirrar stjórnar.

Og þá verður loksins hægt að byggja upp, því engin uppbygging verður möguleg án almenns stuðnings þjóðarinnar.

Og gjaldþrota fjölskyldur styðja ekki eitt eða neitt, nema kannski hefndina.

Ef við viljum ekki sjá "Bræður munu berjast", þá segjum við bless við heimskuna.

Bless við ICEsave, bless við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og björgum fólkinu í landinu.  

Og sjá, fjármálafyrirtækin munu líka bjargast því þau þrífast ekki án fólks, fólks sem er viljugt til að skipta við þau, og fólks sem er viljugt að borga af lánunum sínum.

Næsta stjórn verður um heilbrigða skynsemi. 

Þar mun Lilja Mósesdóttir gegna stóru hlutverki.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ekki nógu langt gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Þarna er kannski leiðtoginn okkar komin. Lilja er ósnortin af spillingu fyrri stjórna og hefur ríka réttlætiskend, nokkuð sem er venjulega barið úr hagfræðinemum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Lilja er hörkuhagfræðingur og við værum ekki að feisa mikinn hörmungarvetur ef á hana hefði verið hlustað strax í haust.  Eins væri staðan miklu betri ef Vinstri stjórn okkar hefði mótað efnahagstillögur sínar eftir hugmyndum Lilju, í stað þess að hlíta Óráðum IFM.

Og Lilja á skilyrðislaust að stjórna viðskiptaráðuneytinu, með frítt umboð til að móta gjaldeyrisstefnuna og leikreglur nýju bankanna.

En hún er ekki leiðtogatýpa.  Ef svo er þá væri Steingrímur fyrrverandi, ekki núverandi ógæfumaður.

Ég veit ekki með Ögmund en hann hefur verið langheilsteyptastur allra stjórnmálamann Íslands í mörg ár.  Og hefur haft glettilega oft rétt fyrir sér.

Í dag er hann minn maður en það þarf vissulega fleiri til svo hægt sé að tala um hreyfingu að baki hans.  En ég myndi marsera, sé ekki annan betri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband