Erum við í miðjum draumi?????

Jóhanna segir  "Ef við viljum ekki einangrast sem þjóð og loka öllum samskiptaleiðum við alþjóðasamfélagið þá er okkur nauðugur einn kostur að leiða Icesave-málið til lykta". 

Í samningunum um EES eru skýr ákvæði hvað á að gera ef til ágreinings kemur um framkvæmd einstakra aðildarríkja á tilskipunum ESB.  Allar EES þjóðir hafa skuldbundið sig að fara eftir þeim ákvæðum og það þarf ekki að taka það fram að eftir þeim ákvæðum hefur ekki verið farið.  Allir samningar sem Ísland gerir til að leiða málið til lykta, eru ólöglegir ef ekki farið eftir þessum skýru ákvæðum EES samningsins.  Samt fullyrðir Jóhanna að hið svokallaða "alþjóðasamfélagið" muni "loka öllum samskiptaleiðum".  Svona lýsing á hinu svokallaða "alþjóðasamfélagi", sem kemur fram í orðum Jóhönnu, er aðeins viðhöfð í einu öðru ríki í dag, og það er í Norður Kóreu, og er þar notuð til að réttlæta einangrun landsins og kúgun landsmanna.

Jóhanna segir "Ef við fáum ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða vinaþjóðum og fjármagn á næstunni til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, afnám gjaldeyrishafta frestast, gengi haldast veikt, vaxtalækkun tefjast, botninn detta úr lánshæfismati ríkisins sem hafa mun í för með sér mun dýrari endurfjármögnun lána".

Þetta er hagfræði þess gáfumennis sem iljar sig upp á köldum vetrardegi með því að pissa í skóinn sinn.  Það er ekki hægt að hafa áhrif á gengi með lántökum nema þá til skamms tíma, allt þar til að gjaldeyris er þörf til að endurgreiða lánið.  Og þá fellur gengið aftur og hin nýja jafnvægisstaða er mun lægri en áður en til lántökunnar kom.  Eins er það með þá skottulækningu að styrkja gengi með hávaxtastefnu, ef erlent lánfé streymir inn, þá eykst álag á vaxtagreiðslur til útlanda, sem aftur lækkar gegnið, og svo ættu allir að vita hvað gerist ef styggð kemur á spáfé, þá fer það á einni nóttu. 

Lærðu menn ekkert af mistökum fyrri hávaxtastefnu.

Það er aðeins ein varanleg leið til að styrkja gengið, og það er að flytja meira út en inn.  Til dæmis ættu öllu skynsömu fólki að vera ljóst, að hinar gífurlegar afborganir ICEsave lánsins, mun veikja gengið, því það verður ekki greitt til baka með íslenskum krónum.  Það hefði verið  trúlegra hjá Jóhönnu ef hún hefði lagt til þann orkusparnað, sem fælist í því að fólk tæki í hár sitt og færi þannig á milli staða eins og barón nokkur í Þýskalandi sagðist gert hafa með góðum árangri. 

Það eiga alltaf jú að vera viss takmörk á Öfugmælum ráðamanna.

Jóhanna segir "Það er þetta mat og hagsmunir fólksins í landinu sem ræður minni afstöðu".  Ef svo er þá er hún í litlum tengslum við fólkið í landinu.  Almenningur hefur ekki beðið neitt annað en að lög séu virt og alþjóðasamningar haldnir.

En féspámenn og aðrir þeir sem hafa þurft að gera hlé á sinni ábatasömu iðju að fífla bæði krónu og almenning, þeir eru harðir á að öll skynsemi mæli með ICEsave samningnum.  Svo og nokkrir aðrir úr ráðgjafastéttum (eins og háskólaprófessorar) sem hafa þegið laun fyrir að styðja þessa menn.  Dýrir jeppar, dýr hús og Armani borgast ekki af launum venjulegra ríkisstarfsmanna.

En þetta fólk er ekki almenningur og þetta fólk veit að ICEsave reikningurinn lendir ekki á þeirra herðum.  Það mun alltaf fljóta ofaná eins og korktappinn.

Og það vill að við borgum.

Og notar til þess fulltrúa sína úr röðum stjórnmálastéttarinnar.

En að öðru leyti þá er skelfilegt að hlusta á Jóhönnu hengja bjargræði þjóðarinnar á Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Hún sem jafnaðar og félaghyggjumanneskja ætti að vita betur.  Hún veit að lán sjóðsins eru aðeins til 5 ára, og íslenska ríkið er ekki í stakk búið til að endurgreiða krónu af því láni eftir 5 ár.  Það mun reyndar ekki heldur eiga krónu til að greiða af ICEsave. 

En hvað gerist ef við eigum ekki krónu upp í þessi lán???  Jú, bretarnir mega ganga að eigum ríkisins ef vilji Jóhönnu nær fram að ganga, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurfjármagnar ekki nema ríkið selji eigur sínar og einkavæði almannaþjónustu.

Hingað til hefur þetta verið kallað Nýfrjálshyggja, en það er svo skrítið að Frjálshyggjufélag Íslands berst gegn þessum ráðahag, en Jafnaðarmenn Íslands vilja hann ólmir.

Að hlusta á Jóhönnu er eins og að vakna upp við dimma martröð og fatta að maður er fastur í henni, og í henni hefur allt snúist á hvolf.  Mýs elta ketti, rottur menn, og frjálshyggjufólk reynir að vernda börnin mín.

Ég hélt að þetta væri alltaf öfugt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vill óráðsíu og græðgi burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já Jóhanna er ekki með þessum orðum að skapa sér velvild. Fólkið í landinu vill ekki borga fyrir þessa stór þjófóttu menn sem komu okkur í þennan vanda..... vill ekki fá lán frá AGS né ganga í ESB. Ef við fáum að berjast fyrir réttlæti en ekki kúgun þá er ég til að vera með en með þessum aumingjaskap að ætla að láta kúga sig þá er mér nóg boðið. Kveðja að norðan.

Sigurður Haraldsson, 5.10.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir kveðjuna Sigurður.

Ég held að kjarni þess sem við blasir er sá að þjóðin er klofin í herðar niður.  Það er ekki bara að fólk sé ekki tilbúið að berjast með núverandi stjórnvöldum, það er tilbúið að berjast gegn þeim.

Og þeir sem það upplifa, eru ekki flokkshestar D og B, heldur venjulegt fólk sem er nóg boðið.

Það er ótrúlegt að landsfeður okkar skulu ekki sjá það ginningargap sem hefur myndast á stofugólfinu miðju á þjóðarheimilinu.  

Þetta er a.m.k. ekki stjórnviska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 284
  • Sl. sólarhring: 818
  • Sl. viku: 6015
  • Frá upphafi: 1399183

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 5097
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband