Óskiljanlegt að Guðfríður skuli ennþá styðja stjórnina.

Manneskjan var að lýsa Landráðum.

Ábyrgð upp á 1.000 milljarða átti að samþykkjast án þess að sjálf ríkisstjórn Íslands hafði kynnt sér málið.  Og svo mætti þetta fólk út og suður og bullaði um eitthvað sem það hafði aldrei séð.

Hvað er að þessu liði????

Og síðan var sú krafa gerð til alþingismanna að þeir samþykktu ríkisábyrgðina þegjandi og hljóðalaust án þess að hafa kynnt sér það hvað þeir væru að samþykkja.

Hvað er að þessu þjóðfélagi????

Erum við skríparíki?????

Allstaðar, líka á Mars, væru lögreglu og dómsyfirvöld búin að handtaka þetta fólk og ákæra fyrir brot á lögum um landráð.  Það skiptir engu máli hvað annað má segja um þennan samning, svona vinnubrögð eru landráð.  

Þetta algjöra gáleysi og þessi algjöra vanhæfni í máli sem varðar efnahagslegt sjálfstæði Íslands, og er hreint brot á því ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar skattheimtu án lögmæts tilefnis (ICEsave er ólögleg þvingun), eru vinnubrögð sem í besta falli flokkast undir glæp af gáleysi.  

Í besta falli er um landráð að gáleysi, og það eru landráð engu að síður.

Og þetta fólk á allt að sitja inni þar til réttað er í máli þeirra.

Eða þá Guðfríður Lilja, fyrir ærumeiðingar af grófustu gerð, ef hún fer með rangt mál.

Við öðlumst aldrei tiltrú umheimsins ef við látum svona vinnubrögð óátalin.  

Ef þetta verður enn ein fréttaklausan falin innan um fundatilkynningar kvennafélaga í Morgunblaðinu, þá hefur blaðið glatað þeim tilgangi sem því var markað fyrir 90 árum síðan, og sá tilgangur var að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar.

Og ef fréttastofa Ruv kemst upp með að hundsa þessa frétt, þá er þetta ærulaust fólk sem tekur hagsmuni erlendra stórvelda fram yfir almannahag.

Því svona er bara ekki gert.  Vissulega grunaði mann þetta en taldi þetta rætna lygi um ríkisstjórn vora, þetta er of ótrúlegt til að vera satt,  þetta getur ekki verið satt.

En ef þetta er satt, þá eiga fleiri að víkja en ríkisstjórnin.  Þeir talsmenn launþegasamtakanna sem töluðu um hráskinnsleik Alþingis þegar reynt var að berja í alvarlegustu brestina, þeir eiga að víkja, og flytja úr landi, skömm þeirra er það mikil.

Og núverandi stjórnendur Ruv eiga að víkja fyrir að láta smánina viðgangast.  Reyndar skal ég viðurkenna að snöfurmannleg viðbrögð í kjölfar þessarar uppljóstrunar, gæti fengið mig til að skipta um skoðun.  Æra er jú alltaf endurheimtanleg.

Og Guðfríður Lilja, ég trúi þér.

En orð þín hafa afleiðingar.

Axlaðu þær.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Góður pistill og réttur eins og austmanninum er von og vísa.

Því miður hefur fréttastofa Rúv tekið grímulausa afstöðu með stjórnarflokkunum í Icesave og ESB málunum svo ekkert þarf að koma á óvart úr þeirri áttinni, og ekki fer bloggheimur á límingunum vegna þessa eins og vegna væntalegrar hlutdrægni  Moggablaðsins vegna nýs ritstjóra.  Þar er hættan stórkostlegri og sér í lagi fyrir þá sem lesa hann ekki og hafað sagt upp áskrift sem sennilega var aldrei til staðar.  En það er nú önnur og skemmtilegri saga.

 Magnús Thoroddsen fyrrum forseti Hæstaréttar sagði fyrst eftir að samningnum var lekið frá Hollandi "Að stjórnvöld væru hænufet frá landráði" með innihaldið og afgreiðsluna á honum.

 Að undanförnu hafa ráðherrar og þingmenn fullyrt og að aldrei hafi staðið til að samþykkja samninginn óséðan, og hvað þá að þingheimur og almenningur hafi ekki átt að fá að kynna sér hann.  Einhverra hluti vegna þá reyna fjölmiðlar ekki að reka þetta óheiðarlega lygarugl öfugt ofaní þá, sem etv. gæti stafað að því að allir fjölmiðlar eru í gjörgæslu stjórnvalda í gegnum ríkisbankanna?

Hvar er umjöllun um þegar Össur og Steingrímur J. hentu á milli sína ábyrgðinni á að hafað stungið undir stól, stórkostlega þýðingarmikilli skýrslu þekktrar breskrar lögfræðistofnunar, sem sagði rétt þjóðarinnar vera óumdeilanlegan í Icesave málinu.  Össur hafði pantað úttektina en reyndi samt að segja að skýrslan hafi borist óumbeðin.  En þeim félögum brást bogalistin, því að Svavar samningamaður hafði nýtt sér í samningsgerðinn kafla úr henni sem voru stjórnvöldum hugnanlegri.  Einnig mun belgísk lögfræðistofnun, hafa gert alvarlega athugasemd þegar stjórnvöld hefðu misnotað skýrslu þeirra og látið í það skína að þeirra mat væri að réttur okkar væri enginn í málinu, á meðan skýrslan segir í raun það þveröfuga.

Hver er ábyrgð ráðuneyta á glötuðum (földum) gögnum sem þeir áttu að vita að vantaði og gerðu ekkert í að finna eða verða sér aftur út um frá höfundum?  Ber ekki ráherra ráðuneytisins endanlega ábyrgð og yfirvöldum skillt að láta fara fram rannsókn á atburðum eins og þessum?

Hvað með öll gýfuryrði í ræðu sem riti sem ráherrar og stjórnaraðila þar sem þeir hrópa yfir þjóðina og heimsbyggðina alla ábyrgð þjóðarinnar á óþverrareikningnum, er td. óþverraleg framganga Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra í ræðupúlti Alþingis í Icesave umræðunni afar minnisstæð. 

X. kafla almennra hegningarlaga (lög 40:1940) er fjallað um landráð. 

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
...

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.

...

91.gr.  Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

-Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.

- Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

....

Margar spurningar vakna hvort landslög hafa verið þverbrotin af stjórnvöldum í meðferð Icesave-samningsóskapnaðarins?

Sunnlensk haustkveðja.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Til að byrja með, takk kærlega fyrir tilvitnanir í landráðalögin.  Það er gott að fá þetta svona á einn stað, þetta var út um allt í minnispunktum mínum.

Já, ég átti ekki von á að þessi orð Guðríðar kveiktu storma strax.  Okkar ágætu fjölmiðlamenn eru því miður lítt hæfir til sinna starfa sökum, ja, ég veit ekki vegna hvers.  Þeir hafa allavega ekki náð að tækla Hrunið og endalaust látið atburðarsmiði spila með sig. 

Þetta var eins og þegar Samfylkingarmakkari fíflaði Kastljós fyrir kosningarnar 2007, og náði að stöðva uppsveiflu Framsóknarflokksins, og koma Samfylkingunni í oddastöðu.  Þetta snýst alltaf um skilning hvaða hæfni rekur fjölmiðlafólk áfram, og Helgi Seljan hefur alltaf verið "svag" fyrir ruslatunnufóðri.  En þar innanborðs er ekki nokkur sála sem kveikir á aðalatriðum mála.  Þessi uppljóstrun Guðfríðar er grundvallaráfall fyrir ríkisstjórnina, því ekki er það bara hin algjöra vanhæfni  sem hún kemur upp um, heldur afhjúpar hún beinar lygar ráðamanna eins og þú bendir réttilega á hér að framan.

Ekki veit ég hvort Davíð hætti í teiknimyndasögunum og fari að sinna starfi sínu, en hitt veit ég, að þessi uppljóstrun Guðfríðar verður endalaust fóður fyrir atburðasmiði Framsóknar og íhaldsins.  Þeir geta ekki klúðrað þessu, eina spurningin er hvort flokkarnir séu dauðhræddir um að sprengja stjórnina of snemma.  En þessi ummæli Guðfríðar eru kjörið tækifæri fyrir Davíð að gera Morgunblaðið aftur að geranda, í stað þess að vera endursegjandi atburðarrásar eins og blaðið varð undir stjórn Ólafs.  Ef Davíð grípur ekki þetta tækifæri, þá er hann beygður maður, jafnvel brotinn,fastur í hártogunum og gjammi.

Og því trúi ég ekki fyrr en ég sé það 15 sinnum í röð.

En þessi atburðarrás eyðilagði kenningu mína um að Steingrímur sjálfur væri yfirstýrimeistari þeirrar atburðarrásar sem hófst í síðustu viku og miðar að því að krossfesta Samfylkinguna sem föðurlandssvikara í ICEsave deilunni, ekki nema þá að hann sé fjandanum lúmskari, sem hann reyndar er.  En þessi orð Guðfríðar höggva líka nærri Steingrími, svona við fyrstu sýn.  Er svona hrikaleg valdabarátta hjá VinstriGrænum?????

Veit ekki en morgundagurinn verður fróðlegur.  Það er titringur í loftinu.

Kveðja til ykkar í sunnlensku veðurblíðuna, úr garranum fyrir austan,

Ómar.

Ómar Geirsson, 4.10.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband