4.10.2009 | 15:59
Náhirðirinn sem varð einn af hetju byltingarinnar.
Þorvaldur Gylfason varaði við mörgu í aðdraganda Hrunsins. Hann varaði einarðlega við hávaxtastefnunni meðal annars og hann varaði við spillingu, sem til dæmis grasseraði í kjölfar þess þegar örfáum mönnum voru afhentar auðlyndir sjávars til að gambla með.
Og hann varð einn af hetjum Hrunsins.
En Íslendingar mega læra af sögu byltinga, mörgum þeirra var stolið af mönnum sem náðu hæstu hæðum með beinskeyttri gagnrýni á því sem þurfti að bylta, en reyndin var sú að það var aðeins ein ástæða fyrir því að þeir voru ekki í sama bás og hin gömlu yfirvöld, þeir höfðu aldrei haft tækifæri til að gera það sem hafði verið gert svo lengi. Slæm var rússneska keisarastjórnin, en það sem tók við var glæpur gegn mannkyni, Garcia náði að láta kjósa sig sem forseta Perú vegna gagnrýni sinnar á spillingu, reyndist svo sjálfur vera sá spilltasti, allt þar til hann Fujimori tók við og sló hans fyrra met. Og hann Fujimori lofaði óspilltri stjórn.
Þorvaldur Gylfason er sami náhirðir og þessir tveir heiðursmenn sem ég nefndi hér að framan. Hans lausn til dæmis á spillingu gömlu ráðamanna okkar, er sú að í stað þess að læra af henni og bæta úr, þá eigi þjóðin vegna aumingjaskapar síns (eins og hann rökstyður svo hnyttilega) að sækja um skjól í Brussel, mestu spillingarborg Evrópu í dag. Og hans lausn á vaxtaheimskunni sem átti stærsta hlutann af óförum þjóðarinnar, er ný hávaxtastefna, bara stjórnuð af útlendingum í þetta skipti. Þá er það, sem hann gagnrýndi svo harkalega, orðið gott mál, enda þjónar það vel draum hans um afsal íslensks sjálfstæðis.
Það er öllum ljóst hvað stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er búin að gera þjóðinni í dag Hún hefur stórskaðað efnahagslífið, og hún hefur valdið venjulegu fólki ómældum þjáningum. Þetta sjá allir nema þeir sem hafa annarlegra hagsmuna að gæta (lesist Samfylkingin) og svo jú íslensku Náhirðunum, hagfræðidvergunum við Háskóla Íslands.
Þorvaldur er þó skynsamari en kollegi hans Þórólfur, hann reynir ekki að verja Óráðin með þeim rökum að þau hafi eitthvað gott í för með sér, efnahagslega. Nei við þurfum að undirgangast þessa tyftun gapastokksins, eins og fallna konan á átjándu öld, svo við öðlumst aftur tiltrú samfélagsins eftir velheppnaða refsingu og iðrun.
Þetta snýst um trúverðugleika sagði Þorvaldur. Já, þetta snýst um trúðverðugleika, svo aðrar þjóðir fái trú á okkur.
Og harmleikur íslensku þjóðarinnar að það finnast svo trúgjörn fífl, að þau haldi að tilvera þjóða og velsæld sé komin undir trúverðugleika þess að rústa efnahagnum með Óráðum.
Hvernig rifu þjóðir Skandinavíu sig upp úr þeirri fátækt og örbirgð sem allur almenningur bjó við um aldamótin nítjánhundruð????? Þegar var komið vel fram á tuttugustu öldina, svona kringum 1970, þá var hvergi betra fyrir venjulegt fólk en að eiga þar heima.
Samt hafði orðið trúverðugleiki ekki verið fundinn upp, það orðskrípi kom með falsspámönnum Friedmans.
Nei, þjóðir Skandinavíu rifu sig upp úr fátæktinni með því að byggja á sínu í atvinnumálum, og það sem þær höfðu var nýtt af dugnaði og áræðni. Og skynsemi. Og þær höfðu vit á að byggja upp almenna velferð, almenna menntun og almenna heilsugæslu. Og þær urðu ríkar, og eru það enn í dag.
Við Íslendingar gerðum margt það sama og okkur farnaðist vel þrátt fyrir smæð þjóðfélagsins. Það var ekki fyrr en trúboð falsspámannanna var boðið velkomið til landsins að þjóðin tók dýfu, og vissulega er sú dýfa alvarleg. En það er ekki leiðin út úr dýfunni að veðja enn frekar á falsspámennina. Það er ekki gáfulegt að rústa því sem gerði okkur rík, vegna þess að falsspámennirnir boða okkur fagnaðarerindi "trúverðugleika".
Og við eigum ekki að hlusta á Náhirði þeirra. Ráð þeirra eru siðblind, afleiðingar þeirra hörmulegar fyrir almenning þessa lands.
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
Óhyggilegt að afþakka aðstoð AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Ómar, æfinlega !
Þakka þér; þessa góðu grein, sem oftar og fyrri.
Þorvaldur; er jú, einn þeirra krata, sem sjá einungis hjálpræðið, frá Brussel Nazistunum, og því er hugur hans, svo mikilli formyrkvun haldinn.
Og; nefnum ekki, snillinginn Þórólf, kollega hans, Ómar minn.
Náhirðar orðtakið; þú fyrirgefur, finnst mér aftur á móti, svolítil vanvirða, við hina gengnu, Ómar minn. Vona; að þér mislíki ei, sú skoðun mín, svo mjög.
En; samherjar einir, munum við verða, unz yfir líkur, gegn Myrkraöflunum, Ómar, svo sannarlega.
Með; hinum beztu kveðjum, sem æfinlega, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:48
Sæll.
Það hefur alltaf vafist fyrir mér, hvernig í ósköpunum jafn skarpur maður og Þorvaldur hefur aldrei áttað sig á og varað við þætti Jóns Ásgeirs, Baugsmafíunnar og hættunni fylgjandi hans umsvifum, hvorki fyrir eða eftir hrun, í einhverjum af hans pistlum í Fréttablaðinu sem eru að nálgast 400. Að vísu einn pistlahöfunda Fréttablaðsins sem þyggur laun fyrir vikuleg skrif frá fyrirtæki auðrónans.
Þorvaldur Gylfason skrifar:
- Þorvaldur Gylfason, prófessor skrifar pistil í Fréttablaðið 7. júlí 2005.
Sunnlensk kveðja.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:19
Blessaður Óskar.
Skil punkt þinn um Náhirðinn. En þessi nafngift fer í taugarnar á mér þegar kratarnir opna munninn um Davíð og hans menn, og tala um leið um Náhirða. Mér finnst persónulega að margt megi segja um Styrmi Gunnarsson, en Náhirðir er hann ekki.
Og því fékk ég þá flugu í höfuð að nota sömu samlíkingu um kratana, því það eru jú þeir sem ýta undir hina fyrri.
Og ég er að ergja og ergja og ergja.
En ég viðurkenni að öll uppnefni eru í eðli sínum röng i rökræðum en hvort þau eiga heima í áróðursbloggi eins og mínu, það er alltaf spurning. Ádeilan þarf athygli og sett fram til að stuða, og svo er það spurning um mína hæfni til að ná í gegnum andúðina, fá umræðu og sérstaklega umhugsun.
En ég hafði aldrei hugsað út í þá hlið sem þú bentir á, að ég væri að móðga þá sem ættu ekki samlíkinguna skilið, og ég tek hana til greina.
Og baráttukveðjur til ykkar í Árnesþinginu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2009 kl. 18:45
Blessaður Guðmundur.
Þorvaldur er bæði skarpur og skemmtilegur.
En í dag er hann stórhættulegur þjóð sinni.
Og það þarf einhver að hafa þor til að sprengja goðsögnina.
Hann er einn helsti uppklappari IFM á Íslandi, og það er hlustað á hann vegna þess að hann passar sig á því að tala illa um Davíð og íhaldið, þá kvakar Andstaðan.
En mér er slétt sama um Davíð og íhaldið. Ef þeir tvíburarnir hafa eitthvað gott til málanna að leggja, þá þigg ég það.
Það er framtíðin sem skiptir máli, og öllu máli þegar illskuöfl nota fornan fjandskap til að leggja þjóð sína í bönd.
Því segi ég bara, svei attan með þetta lið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2009 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.