Harmleikur Íslands í hnotskurn.

"Svigrúm ríkissjóðs til útgjalda markast m.a. af því að ríkissjóður þarf á næsta ári að greiða 100 milljarða í vexti af síhækkandi skuldum."

Þegar hæstu vextir í heimi eru greiddir af kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá er það eina sem er tryggt, fjármagnseigendur fá sitt.

En almenningur má éta það sem úti frýs.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar

Var að horfa á steingrím Fjármálaráðherre í kastljósinu hjá Helga. Ég segi nú bara eins og misheppnaður Forsætisráðherra sagði fyrir ekki svo löngu.

Guð blessi Ísland.

Es. Héðan í frá verða allir kratar og kratavinir (vg) skrifaðir með smáum upphafsstaf, hún Guðrún Ýr kennari minn í barnaskóla sagði að það væri óvirðing við fólk að gleyma að hafa stóran staf í upphafi nafns.

Umrenningur, 1.10.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Já, það er eitthvað sem ekki er að ganga upp í þjóðfélaginu.  Og stjórnarandstæðingurinn Steingrímur Joð vissi mætavel hvað betur mátti fara.  En á hann var ekki hlustað, ekki ennþá dag í dag.

Og á meðan fitnar púki heimskunnar á hörmungum þjóðarinnar. 

Það er ekkert af erfiðum  ákvörðunum, þær mega bara ekki vera rangar.  

Og lausnirnar eru til, til dæmis gæti Lilja Mósesdóttir farið langt með að móta skynsamar efnahagstillögur, en á hana er ekki hlustað.

Hún veit of mikið hvað hún er að segja.  Það fitnar enginn auðmaður ef hennar tillögur ganga eftir, og þjóðin héldi jafnvel sjálfstæði sínu, en endaði ekki sem nýlenda alþjóðlegs auðmagns.  

Þetta er sorglegt allt saman, en ég læt mér nægja að pönkast á bretunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Til að geta borgað þessa 100 milljarða í vexti þá verðum við að skera velferðakerfið okkar niður um annað eins. Er þetta aðeins byrjunin því á komandi árum verður það enn meira. Er þetta þess virði? Er ekki að koma tími til að við grípum til......

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.10.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Umrenningur

Það fór skelfingarhrollur um mig þegar ég heyrði jóhönnu sig tala um að ráðherrar ættu að tala einum rómi í Icesafe málinu, mynti mig allsvakalega á upphafsmann sameinaðar Evrópu "Ein volk, ein reich, ein fuhrer". 

Íslandi allt.

Umrenningur, 1.10.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Arinbjörn, eitthvað þarf að gera, en mér finnst vanta töluvert upp á þá sýn sem menn hafa, ef þeir ná að losna við núverandi heimsku úr stjórnarráðinu.  Við megum ekki gleyma því, að stjórnin er ekki að gera neitt annað en flestir efnahagssérfræðingar eru að mæla með.  

Sjáðu til dæmis byltinguna í VR, til hvers að henda þeim gamla til að fá mann í stólinn sem lætur það út úr sér að það megi ekki lækka vexti, því þá geti verðbólgan farið af stað.  Það er ekki nóg að biðja um breytingarnar breytinganna vegna.  Og þetta sífellda tal um kerfisbreytingar, það er ekki kerfið sem er að fara svona illa með okkur, heldur er það fólkið í kerfinu, og hugmyndafræði þess.

Nýtt kerfi en gamla hugmyndafræðin, sama niðurstaða.  

Baráttan um betri heim snýst ekki um kerfi, eða kerfisútfærslur, þó vissulega er sumt betra en annað.  

Baráttan um betri heim snýst um fólk og hugsjónir þess.  Eða eins og ég orðaði það einu sinni við þig, þá björgum við ekki Íslandi nema við uppgötvum sem þjóð gildi mannúðar og mennsku.  Síðan á mannúðin og mennskan að ráða sérfræðingana í vinnu við að útfæra hana, og allan tímann á erindisbréfið að vera skýrt um hvað við viljum og hvert við viljum stefna.

En á meðan við höfum ekki þessa skýru Sýn, þá þurfum við að verjast helstu tilræðum auðmagnsins gegn þjóð okkar.  Treysta á að eitthvað skynsamlegt komi út úr ólgunni.  

En ég er kannski búinn að vera argur í dag, ég viðurkenni það.   En samt get ég fullyrt að ég myndi taka heykvísl mína (líklegast yrði ég að fá hana lánaða) og arka af stað, ef ég sæi hreyfingu sem legði áherslu á framtíðina, en ekki fortíðina.  Svei mér þá, ég held að ég myndi gera það, það er það minnsta sem við gömlu mennirnir getum gert fyrir framtíðina.

En ég er samt þannig gerður, að ég vill lemja á hugmyndum, ekki fólki, og ég trúi því innilega að það sé gott fólk í öllum flokkum, þó það viti sjálft mismikið af því, og við búum í góðu landi, innan um gott fólk.

Það vildi ekki neinn að þetta færi svona, og það er mín trú að það eigi að fyrirgefa öllum sem iðrast, og síðan á að lemja á öllum þeim sem vilja leggja hlekki á þjóðina sem heild, eða hluta hennar.  Það eru hinir raunverulegu óvinir dagsins í dag.  En ég mun ekki erfa það við neinn, ef hann iðrast og vill fá að vera memm í að byggja upp betri heim.

Það eitt skiptir máli.

Og svo kannski að hafa efni á góðri Whiskí flösku endrum og eins.

Kannski ætti ég bara að flytja til Skotlands, og þá get ég tekið þátt í uppreisninni gegn Brown.  Það eru hvort sem er svo fáir sem vilja það hér á landi.

En, fjandinn hafi það, þjóðin á eitthvað betra skilið en núverandi ástand.

Kveðja, Ómar

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Umrenningur, það er mjög auðvelt að villast af réttri braut.  Vald spillir, og oft er það best geymt í íláti undir spillingarefni. 

Þetta er sorglegur endir hjá Jóhönnu.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 1.10.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband