Rétt viðhorf Sigmundur.

Það á að þakka fyrir það sem vel er gert.  Og fagna öllum skrefum í réttlætisátt.

Og málefnaleg stjórnarandstaða á síðan að fylgja eftir réttlætinu og láta ekki staðar numið fyrr en bæði gengistryggðu lánin og verðtryggðu lánin verði færð til fyrsta mars 2008.  Það er táknræn dagsetning því í mars 2008 hófst hið siðlausa áhlaup fjárúlfa á krónuna með þegjandi samþykki stjórnvalda.

En þið framsóknarmenn verðið að líta í eigin barm þegar þið gagnrýnið ríkisstjórnina.  Þið samþykktuð þann hrylling að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

Það sem þið kallið aðgerðarleysi í málefnum heimilanna og fyrirtækja, er einmitt þungamiðja efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Það er ekkert flóknara en það.  

Og ef þið hafið eitthvað á móti aðgerðarleysinu, þá skulið þið álykta gegn réttum aðila.  Og krefjast þess að hann hypji sig úr landi.  Hinn valkosturinn er að dásama verk sjóðsins eins og ykkar fyrrverandi formaður er svo óþrjótandi að gera á síðum Fréttablaðsins.

Það er ekki bæði sleppt og haldið.  

Gerið upp hug ykkar með hverjum þið standið.

Alþjóðlegu auðmagni og Leppum þeirra eða þjóð ykkar.

Ykkar er valið.

Kveðja að austan.


mbl.is Fagna almennum aðgerðum stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband