Já, hann Davíð.

Gærdagurinn var absúrd.  Ég trúði því ekki að útgefendur Moggans hefðu kjark til að ráða Davíð Oddsson sem ritstjóra.  Burt séð frá hæfni, ekki hæfni, þá er maðurinn það umdeildur eftir Hrunið að áhættan var of mikil, svona peningalega séð.

Og þegar eitthvað er absúrd, þá bloggar maður absúrd.  Ég prófaði að láta hálfkæring ráða för í gær, og athugaði hvort einhver myndi nenna að lesa.  Yfir sex hundruð flettingar sýndu mér fram á að á ólgutímum, þá les fólk næstum því allt.  Ekki vísindaleg tilraun, en gaf mér samt vísbendingar.

Nú eru ólgutímar, og Morgunblaðið þarf lestur.  Burt séð frá því hvort Ólafur var góður maður eða ei (mér fannst hann hafa hjartað í lagi), þá var hann ekki lesinn.  Ég persónulega man ekki eftir því að nokkur maður hafi vitnað í skrif hans, á annan hátt en þann, að hann var stimplaður við Evrópuumræðu Samfylkingarinnar.  Sjálfstæði í efnistökum var ekkert, í þeirri merkingu, að Morgunblaðið kom ekki með nýja fleti um eitt eða neitt.  Það var kerfisflokkur sem studdi ríkjandi umræðu  stjórnvalda.  Ef Ástþór hefði verið forsætisráðherra, þá hefðu sögur af jólasveinum prýtt forsíður blaðsins.

Og svona blað fer á hausinn.  Og deigla dagsins í dag öskrar á umfjöllun, ekki kópíeringu á orðum ráðamanna.  Davíð Oddsson er stjórnarandstaða, hann er á móti ríkisstjórninni, ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Og hann er umdeildur.  

Er það gott eða slæmt???   Margir óttast bjagaða umfjöllun.  Gott og vel.  Það les engin blað sem er bjagað í fréttaflutningi, nema náttúrlega fólk fái það ókeypis inn um bréfalúguna.  Verður blaðið með skoðanir??'  Vonandi og vonandi skoðanir sem fólk getur tekið afstöðu til.  Vonandi er enginn svo áhrifagjarn að hann láti mata sig á einhverju sem hann er á móti.  En vel rökstuddar skoðanir  kalla á afstöðu.  Fólk getur verið sammála, eða ósammála, en það veit af hverju.  Slíkt er einkenni góðs ritstjóra, að hann kallar á skoðanaskipti, ekki að hann kalli á að allir séu sammála.  Slíkt er ekki allavega af ætt lýðræðislegrar umræðu.

Verður Davíð góður ritstjóri???  Um það mun tíminn skera úr um.

Á fólk að segja upp Morgunblaðinu því það tengir Davíð við eitthvað sem það mislíkar???  Auðvita er það mat hvers og eins, en hvað kemur í staðinn??  Enginn fjölmiðill sem er vettvangur umræðunnar???  Er þá núverandi eigendum ekki gefið full mikið vald yfir umræðu dagsins.  Umdeild ritstjóraráðning verður til þess að landsmenn missa sinn vettvang til skoðanaskipta.

Á fólk að hætta að blogga á Moggavefnum???  Sama svar, hver og einn gerir það upp við sig.  En styrkur lýðræðisins er sá að fólk hefur haft vettvang til að láta ljós skoðanir sínar á fréttaflutning líðandi stundar.  Mikill er máttur Davíðs ef fólk vill fórna sínu valdi til að hafa áhrif á umræðuna án þess að fá eitthvað annað í staðinn. 

Því staðreynd málsins er sá, hvort sem Morgunblaðið er málgagn Sjálfstæðisflokksins eður ei, þá tókst stjórnendum blaðsins að skapa vettvang fyrir óháða umræðu, og slíkt er nauðsynlegt í öllum lýðræðisþjóðfélögum.  Þannig séð skiptir engu hvað sagt er í ritstjórnagreinum blaðsins, svona á meðan fólk veit hvaða hagsmuna ritstjórarnir eru að verja.  Aðeins leynd um eigendur og hagsmuni þeirra er skaðleg.   Og slíku er ekki til að dreifa hjá Morgunblaðinu í dag.

Hvert er þá málið???

Davíð Oddsson var gerandi í aðdraganda Hrunsins.  Gott og vel.  Rífst ekki um það.  En er betra að hafa litlausan ritstjóra sem hefur það fyrir aðaláhugamál að leggja drápsklyfjar breta á börnin okkar?????

Hvað er það sem skiptir máli í dag????

Í mínum huga er svarið mjög einfalt.  Hrunið er raunveruleiki, en afleiðingar þess er eitthvað sem við getum öll haft áhrif á.  Og við eigum að reyna að hafa áhrif á gjörðir stjórnvalda.  Ég dæmi nýja ritstjóra eftir því hvernig þeir standa sig við halda fram málstað þjóðarinnar gegn ásælni auðmanna og græðgipúka.  Eftir því hvernig þeir standa vörð um sjálfstæði landsins, bæði efnahagslega og  stjórnarfarslega, gegn þeim illu öflum sem ætla að knésetja okkur fyrir fullt og allt. 

Eftir ICesave glæpinn, verður ekkert Ísland, einhver hjálenda ESB mun skrimta hér út í ballarhafi, en sjálfstæði landsins og velmegun mun verða fyrir bí.  Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að gera bæði heimili landsins og fyrirtæki gjaldþrota.  Og nýtur til þess fullan stuðning íslenskra vinstrimanna.  Þessir sömu menn báru kannski ekki mikla ábyrgð á Hruninu sem slíku, en þeir bera fulla ábyrgð á þeim þrælahlekkjum sem smíðaðir voru í Brussel og lagðir verða á þjóð okkar.  Þeir bera fulla ábyrgð á þeirri heimsku sem ríkir í núverandi stjórnarstefnu, heimsku frjálshyggju og mannfyrirlitningar.  Þeir bera fulla ábyrgð á yfirvofandi gjaldþroti heimilanna, gjaldþroti sem frjálshyggjupostular Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja svo mikilvæga ef á að beygja þessa þjóð.  Og þeir bera fulla ábyrgð á þeirri sundrungu sem núna ríkir.  Þetta er fólkið sem kaus deilur fram yfir sátt.

Hvað sem verður sagt um Davíð Oddsson, þá er hann ekki gerandi í núverandi hörmungum.  Og það eru þær hörmungar sem ógna framtíð barna okkar.  

En hann hefur vit til að vega að heimskunni, kjósi hann að taka málstað þjóðar sinnar.  Það eitt skiptir máli.

Því fagna ég ráðningu hans.  Það er tími til kominn að augu fólks opnist gagnvart þeim yfirvofandi hörmungum sem núverandi ráðamenn eru að leiða yfir þjóð okkar.  

Það er framtíð barna okkar sem skiptir máli.  Ekkert annað.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ágætis umfjöllun Ómar. Ég er sérstaklega sammála eftirfarandi málsgrein þinni:

 

Í mínum huga er svarið mjög einfalt.  Hrunið er raunveruleiki, en afleiðingar þess er eitthvað sem við getum öll haft áhrif á.  Og við eigum að reyna að hafa áhrif á gjörðir stjórnvalda.  Ég dæmi nýja ritstjóra eftir því hvernig þeir standa sig við halda fram málstað þjóðarinnar gegn ásælni auðmanna og græðgipúka.  Eftir því hvernig þeir standa vörð um sjálfstæði landsins, bæði efnahagslega og  stjórnarfarslega, gegn þeim illu öflum sem ætla að knésetja okkur fyrir fullt og allt.

 

Ég orðaði nýlega afstöðu mína til Davíðs á eftirfarndi hátt:

 

Það er rétt að Davíð gaf eftir fyrir kröfum Sossanna í Viðeyjarstjórninni, um inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið (EES). Sú innganga varðaði leiðina að Icesave-reikningunum. Þetta voru alvarleg mistök, en erfitt var að sjá þau fyrir.

 

Davíð tók einnig þátt í að festra “torgreindu peningastefnuna” í sessi 2001. Allir Alþingismenn voru því samþykkir. Alvarleg mistök ? Já vissulega.

 

Sem seðlabankastjóri gerði Davíð vafalaust mistök, en bankastjórarnir voru 3 og allar ákvarðanir teknar samhljóða. Ég held því fram að mistök Seðlabankans hafi fyrst og fremst verið afleiðing “torgreindu peningastefnunnar”, fremur en einstakar gerðir bankans.

 Núna þurfum við á Davíð að halda í baráttunni gegn áformum Sossanna um undirgefni við Evrópsku nýlenduveldin. Mistök Davíðs í fotíðinni eru mér ekki áhyggjuefni. Það sem skiptir máli er frammistaða hans í baráttunni fyrir fullveldi landsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mæltu manna heilastur Ómar.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.9.2009 kl. 16:25

3 identicon

DAVÍÐ ODDSSON ER BÖLVALDUR ÞJÓÐARINNAR NO 1.

Númi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Loftur.

Já, við nálgumst vissulega málin frá mismunandi forsendum, en í dag er aðeins eitt mál sem á að ræðast, og það er framtíðin, og hvernig á að vera hægt að verjast þeim ógnum sem á okkur dynja.

Já, Davíð er vopn í þeirri baráttu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2009 kl. 18:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Já, það er gott að fleiri nálgist málin út frá þeim sjónarhorni sem ég geri.  Ég veit að margir í Andstöðunni, fólk sem ég hef átt mikinn samhljóm með, er ekki sammála mér.  

En hvað um það, það er ögurstund og ég vil ekki að við drukknum öll undir ógnarfargi IFM, og Leppa þeirra.  Í mínum huga er allir, og þá meina ég allir, velkomnir í baráttuna.  Ég tel líka að eftir að sigur vinnst, þá setjist vígmóðir menn niður og geri upp fortíðina;

Og læri af henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2009 kl. 18:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Númi og takk fyrir innlitið.

Vissulega er það sjónarmið, að Davíð sé það stór að standa undir þessum titli þínum.  Veit það ekki, hef aldrei hugsað málið út frá persónulegum forsendum.

Í mínum huga er bölvaldur þjóðarinnar númer eitt tvö og milljón, og um leið aðalbölvaldur mannkyns í dag, siðleysi þeirra stefnu sem falsspámennirnir frá Chicago breiddu um heimsbyggðina.  Og græðgiöfl og græðgipúkar gerðu að sínum trúarbrögðum. 

Okkar harmur er aðeins brot af heimsins harmi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 52
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 5543
  • Frá upphafi: 1327367

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 4952
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband