24.9.2009 | 13:52
Lærum af Rómverjum hinum fornu.
Þeir kunnu mjög að glíma við skuldsetta einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
Aðalatriðið er að láta ekki fólk daga upp í iðjuleysi.
Eins skiptir miklu máli að eignir fjáreiganda rýrni ekki. Þeir mega ekki við því eftir öll áföllin á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði.
Greiðsluvilji!!! Hvað er nú það???
Rómverjar vissu alveg hvernig átti að viðhalda honum.
Því legg ég til að ASÍ komi út úr skápnum og styðji í alvöru sína umbjóðendur. Fyrsta skref til þess er að ráða atvinnulausan Samfylkingarsagnfræðing og láta hann þróa greiðslukerfi út frá fornum Rómverskum lögum.
Klassík er klassík, og aldrei eins mikil þörf eins og núna að forn fræði séu í hávegum höfð.
Svo má samtvinna tillögur ASÍ við greiðsluloforð Samfylkingarinnar til ESB, algjör óþarfi að greiða í beinhörðum gjaldeyri þegar nóg er til af viljugum skuldurum.
Og þjóðfélag Félagshyggju og Auðmanna mun dafna eins og aldrei fyrr.
Áfram ASÍ.
Við vitum öll hvar hjarta ykkar slær.
Kveðja að austan.
ASÍ: Brýnt að einfalda ferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 291
- Sl. sólarhring: 797
- Sl. viku: 6022
- Frá upphafi: 1399190
Annað
- Innlit í dag: 249
- Innlit sl. viku: 5104
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.