24.9.2009 | 12:21
Látið Áróðursdeildina í friði.
ESB allt.
ICEsave allt.
Rekið Pétur Blöndal.
Hann var tvisvar staðinn að sjálfstæðri hugsun í síðasta mánuði.
Lygin fær ekki þrifist með hugsandi blaðamönnum.
Rekið þá.
Kveðja að austan.
Uppsagnir hjá Árvakri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já bölvuð varndræði með fólk sem er alltaf að hugsa
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.9.2009 kl. 13:05
Já Jakobína, við verðum að treysta að Þóra haldi sinni stöðu. Maður nennir ekki að blogga þegar allir eru sammála manni.
Ekkert ICEsave, og burt með IFM!!!!
Hverju á maður þá að vera á móti????
Landsölu??? En er hún ekki í tísku????
Ég vill áróðursdeildina á sínum stað. Þeir sem vilja landinu illt verða að fá sína umfjöllun, jákvæða eins og Samfylkingin fær svo gjarnan, lýðræðið krefst þess.
Við sjáum um málstað þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.9.2009 kl. 13:40
Ég er að pæla í að reka sjálfan mig, hugsaði óvart sjálfstætt áðan. Óþolandi!
Kv, ari
Arinbjörn Kúld, 25.9.2009 kl. 13:45
Blessaður Arinbjörn.
Þeir fóru ekki eftir mínum tilmælum, deildinni var sagt upp. Ég ber vissulega mikla og góða virðingu fyrir skörulegri fréttamennsku um Hrunið og þau spillingartengsl sem voru út um allt í þjóðfélaginu. Hef, áður sagt, það, fyrir utan Steingrím og Ögmund, þá voru fáir með hreinan skjöld.
En það er gott og gilt að gagnrýna, en sú gagnrýnislausa fréttamennska í ICEsave málinu, sem Ólafur og Þóra stóðu fyrir, er blaðinu og þjóðinni til skammar. Hliðstæður er einn helst að finna á snepli einum sem Quisling ritstýrði í Osló á sínum tíma, og jú einnig í blaði Jóns Ásgeirs, álíka sorglegu rusli, og þó sjálfur Andskotinn yrði ráðinn að Mogganum, þá er mér sama, bara ef hann leyfir þjóðinni að lesa um hina hlið ICEsave málsins.
Fólk vill oft gleyma að andstæðingar okkar til skamms tíma, eru um margt samherjar okkar í dag. Þeir sem vildu svo vel, eru hins vegar fallnir fyrir björg Nýfrjálshyggju IFM, og mun ekki sleppa óbrotnir úr því falli.
Framtíðin byggist ekki á nöfnum, heldur gjörðum. Því fyrr sem við fordæmum rangar gjörðir, óháð því hver gerir þær, því fyrr eignast þess þjóð framtíð.
En hinsvegar hefði ég viljað að Morgunblaðið hefði haft þann styrk að halda úti öflugri fréttamennsku, og víðsýni til að halda i góða blaðamenn. Þó mér hafi verið meinilla við áróðursdeildina, skoðanalega séð, þá fannst mér Mogginn standa sig vel, faglega séð. Og eina ráðið sem fólk hefur til að tryggja þó það lágmark sem við gerum kröfu til, er að kaupa blaðið, og blogga á blogginu.
Þá fyrst sigrar útgerðarauðvaldið, þegar allir hætta að lesa. Þögnin er þeirra mesti styrkur, því þögnin styður það sem er, en það þarf raddir til að krefjast breytinga. Og í augnablikinu er ekki annar miðil með þá útbreiðslu og trúverðugleika, að geta leyst Morgunblaðið af hólmi.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, án ólíkra skoðana er ekkert lýðræði. Fólk þarf fyrst að byggja upp nýjan vettvang, áður en það yfirgefur þann gamla.
Sjáum hvað setur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.9.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.