2.9.2009 | 17:22
Almenningur bauð mér ekki í einkaþotu.
Það gerðu auðmenn, sagði Ólafur Ragnar núna síðdegis á Bessastöðum þegar hann útskýrði stuðning sinn við frumvarp Hrunadansara.
Ólafur hafði miklar áhyggjur af því að íslenskir auðmenn yrðu útskúfaðir úr alþjóðasamfélagi þotuliðsins. Jafnvel yrðu þeir að standa á næsta Wimbledon móti. Og þeim yrði meinað að mæta á næstu veðreiðar. Og með hverjum ætti hann að fá far??????????
Þó almúginn á Íslandi hefði áhyggjur af sínum kjörum, þá væri slíkt aðeins hjóm eitt miðað við áhyggjur auðmanna.
Og þær áhyggjur á að virða sagði Ólafur í sömu frétt. Þess vegna samþykkti hann ekki fjölmiðlalögin á sínum tíma, Jón Ásgeir hafði miklar áhyggjur af þeim. Og Fréttablaðið sagðist ekki lengur geta starfað á forsendum auðmanna ef þau yrðu samþykkt.
Og ég hlaut lof fyrir sagði Ólafur.
Ef ég hafna ICEsave samningunum þá mun Fréttablaðið snúast gegn mér. Og hver vill það spurði Ólafur???????
Það er engin þjóð án auðmanna sagði Ólafur að lokum og brosti blítt framan í ljósmyndara.
En ég spyr einnar spurningar. Hver kaus þetta frík á Bessastaði? Voru ekki Jón Ásgeir og Björgúlfur og Björgúlfur aðeins þrjú atkvæði???
Hvers á þjóðin að gjalda????
Kveðja að austan.
Þröngir flokkshagsmunir þurfa að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megi óbermið komast sem fyrst á hestbak.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 18:27
Blessaður Guðmundur.
Hann gæti kannski komið á þjóðarsátt á milli sín og reiðhesta, þannig að þeir hættu að kasta fólki af baki.
En kallinn hlýtur að hafa verið fullur þegar hann talaði um þjóðarsátt í ICEsave deilunni. Það verður aldrei sátt á meðan almenningur þarf að borga skuldir auðmanna. Ólafur staðfesti með orðum sínum hinsvegar hinn endalega klofning milli Íslendinga og landráða, hann er ekki lengur forseti minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.