Smán íslensks fjölmiðlafólks er mikil, raun algjör.

Norskir fjölmiðlamenn gerðu harða hríð að Norska fjármálaráðherranum þegar þeim var ljóst að Norðmenn tóku þátt í fjárkúgun á hendur íslenskum almenningi.  Þá brást Kastljós við með því að fá tvo þekkta leppa í ICEsave deilunni til að mæta og stoppa í götin.  Þeir lugu að þjóð sinni að við ættum skilyrðislaust að borga.

Í allri ICEsave deilunni var aðalstefið allra fjölmiðla að tína allt til sem mælti gegn málstað Íslands, en gera það tortryggilegt sem mælti málstað þjóðarinnar bót.

Hlutleysið var ekkert, fagmennskan sást annað slagið bregða fyrir eitt örskot í öflugri örrafeindasmásjá, en smánin var algjör.  Grímulaust var unnið að því að gera kjör aldraðra og öryrkja að helvíti að jörð næstu áratugina.  Því breiðu bökin er ætlað að borga þessa fjárkúgun eins og allt annað í þessu þjóðfélagi.  

Einu sinni var rifist um 900 milljónir, sem skyldu milli feigs og ófeigs í öryrkjadeilunni.  Núna mæta keyptir gáfumenn í fjölmiðla og segja að 50-70 milljarðar á ári séu eitthvað sem ríkið ráði vel við.  Og vissulega er það rétt ef þeir ætlast til þess að íslenska ríkið bregðist grunnskyldu sinni gagnvart þeim sem á velferð þurfa að halda, æsku landsins og þeim sem lögðu grunn af velferð þjóðarinnar með þrotlausu erfiði, en mun verða neitað um mannsæmandi elli svo skriffinnar og kerfiskallar, græðgipúkar og fjárbraskarar geti áfram haldið að gambla með fjöregg þjóðarinnar.  

Ég endurtek; Smán íslensks fjölmiðlafólks er algjör að hafa lapið áróður bretavina gagnrýnislaust í þjóðina.  Þetta er ærulaust fólk.

Í dag greinir Mbl.is frá því að Þýskur blaðamaður, sem engra hagsmuna á að gæta, því ekki eru það börn hans og foreldrar sem lögð verða á höggstökk niðurskurðarins, að hann hafi skrifað hvassa greina og sanna, málstað íslensks almennings til varnar.

Það er útlendingarnir sem koma íslenskri alþýðu til varnar.  Það eru fræðimenn eins og Joseph Stiglitz og Michael Hudsons, tveir menn sem hafa meiri hagfræðigreind í kollinum en allir íslensku dvergarnir í Háskóla Íslands til samans, og blaðamenn í Noregi og víðar.  Blaðamenn eins og Clemens Bomsdorf.  Þeir tala um kúgun, kúgun stórþjóða á smáþjóð.  Þeir tala um skuldbindingar sem mjög óljóst er að hin smá þjóð sé skuldbundin til að greiða.  Og þeir tala um skuldir sem hin smá  þjóð muni ekki geta greitt, skuldbindingar sem aldrei áður í sögum nútímaþjóðríkja hafi verið lögð á almenning í einu landi.  Og þeir spyrja um AF HVERJU???????

En íslensku, aumingja vitgrönnu fjölmiðlamennirnir spyrja alþingismenn hvenær ælið þið að drullast til að afgreiða hinn góða samning Svavars sem lög.  Þeir hæddust af mönnum eins og Ögmundi Jónassyni sem lagði pólitíska framtíð sína að veði til að reyna að bjarga því sem bjargað yrði, þeir hártoguðu og snéru út út málflutningi Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, sem var eini flokksformaðurinn sem í raun skyldi hina miklu ógn sem stafaði að íslensku þjóðinni.

En þeir hömpuðu orðum vitleysinga sem töluðu um "leðjuslag" á Alþingi, og þeirra sem mættu í fjölmiðla og sögðust vera landráðamenn.  Og þeir lugu því að þjóð sinni að Ísland væri skuldbundið að greiða hinar ólögmættu skuldir.  Menn komust upp með að fullyrða án þess að rökstyðja.

Ég endurtek að smán þessa fólks er mikil.  Aumara fólk hefur íslensk þjóð ekki af sér alið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ómar. Því miður er allt sem þú segir í grein þessari rétt, og af því að þú minnist á kastljós (væntanlega á RUV) þá er ekki mikils að vænta úr þeirri átt eftir krúttvæðingu þess þáttar.

Kveðja af Suðurlandi

Umrenningur, 1.9.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Umrenningur.

Já, þetta er sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.9.2009 kl. 09:47

3 identicon

Heyr heyr !!

Með sorg í hjarta get ég ekki annað en verið innilega sammála þér og skilningsleysi mitt á lélelgri málsvörn Íslendinga er algjört..

Það er eins og þjóðin sé orðin svo kúguð og þreytt að hún geti ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér. Minnir mig á apana þrjá.. heyri ekki, sé ekki, tala ekki.. og þá mun vandamálið hverfa...

Björg F (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:55

4 Smámynd: ThoR-E

Tek undir allt í þessum pistli.

ThoR-E, 1.9.2009 kl. 10:40

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Aldeilis stórfín grein hjá þér. Málið í hnotskurn og íslenskir ráðamenn allir sem einn afhjúpaðir. Sömuleiðis fréttamennirnir, sem alltaf hætta að spyrja um leið og þeir eru að nálgast kjarna málsins vegna þess að þeir sjá hann aldrei. Aldrei er kafað undir froðuna.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.9.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Afbragðs færsla!  Veki ég máls á þessum nauðungarsamningi,er oftar en ekki viðkvæðið,,Æ,ég er búin að fá upp í kok af þessu Icsave-máli,nenni ekki að ræða það,,Held samt áfram fram í rauðan dauðann.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2009 kl. 14:33

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Þetta snýst um hvort fólk sé menn eða mýs.  Það skiptir ekki öllu hvað mýsnar eru margar, heldur að til sé fólk sem sættir sig ekki við skriðdýrsháttinn gagnvart hinu erlenda valdi.  Það vill svo oft verða að þar sem eru menn, þar verður fjöldi, sagði Guðni einu sinni.  Treystum á að úr andstöðunni vaxi fjöldahreyfing sem byggi upp nýtt og réttlátt Ísland.

Annað eins hefur nú gerst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.9.2009 kl. 18:46

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er hreint frábær pistill hjá þér Ómar og hvergi orði ofaukið.

Beztu kveðjur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.9.2009 kl. 20:34

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Loftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 07:09

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður Ómar minn, við höldum áfram að berjast þó ég sé slappur í bloggfærslunum sjálfur en þó duglegur í athugasemdadálkunum. Fer vonandi að bæta úr því.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 23:05

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Arinbjörn.

Það virðist ganga illa  hjá mér að hætta þessu, ræð stundum ekki við púkann í mér.  En ég eins og aðrir er að bíða eftir storminum, hvenær skyldi hann  skella á??? 

En þá verðum við að vera tilbúnir og reyna okkar besta.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skal ekki fá að eignast landið, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 169
  • Sl. sólarhring: 914
  • Sl. viku: 5900
  • Frá upphafi: 1399068

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 4996
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband