Við hreinsum til eftir íhaldið;

Segir Steingrímur.

En venjulegt fólk sér ekki mun.  En fjárbraskarar og fjárúlfar sjá mun.

Þeir segja að núverandi stjórn standi sig vel í ICEsavedeilunni.  Og hún stendur sig vel í að taka risalán svo þeir geti haldið áfram að fífla krónuna.  Og þeir eru líka glaðir yfir að útlendingar eigi nýju bankanna.  Telja að þar myndu þeir njóta náðar sem þeir myndu annars ekki njóta ef Nýja Ísland yrði að veruleika.  

Það er einna helst að fjárbraskarar kvarta yfir því að núverandi ríkisstjórn skeri ekki nógu mikið niður í velferðinni.

Þar hafa VinstriGrænir staði sig vel þó um annað megi deila.  En hvort það sé Ögmundi einum að þakka er önnur saga.  Allavega þá virðist Þystilfjarðargoðinn leggja ýmislegt á sig til að þóknast Hrunstéttum braskara og hugmyndafræðingum þeirra.  Gömlu álitsgjafarnir í Háskóla Íslands, þeir sem verðlaunuðu Sigurjón Digra korteri fyrir Hrun fyrir ICEsave reikninga hans, eins og frægt er orðið, þeir virðast mjög ánægðir með Steingrím, en tala ekki eins vel um Ögmund.

En ef þetta er félagshyggja, þá er ég Marsbúi.  En voru ekki annars karlar frá Mars???

Kannski skýrir það mína tregðu.

Kveðja að austan.


mbl.is Stærsta áskorun í sögu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreinsa til þýðir að borga reikninginn, en ekki að taka slaginn við þennan pilsufaldakapitalisma. 

Að sýna ábyrgð er að koma henni yfir á almenning sem aldrei hefur neitt haft um þetta að segja.

Vinstri Grænir hafa breyst úr sósíalískri umhverfishreyfingu í pilsufaldakapítalista.

Ég hafði fram að hruni aldrei verið neinn sérstakur stuðningsmaður vg, aðallega vegna feminismans sem var svo mjög áberandi í flokknum. En fyrstu mánuðina eftir hrun var framganga Ögmundar og Steingríms með þeim hætti að ég hefði treyst þeim fyrir sjáaldri augna minna.

Þeir vöruðu við því að fá imf til landsins, Guðfríður Lilja talaði um það fyrir kosningar í Silfri Egils að aldrei væri jafn brýnt fyrir okkur að standa vörð um eigur almennings (orkufyrirtæki o.fl.) og núna gegn hinum ýmsu lukkuriddurum og viðskiptajöfrum sem leita ákaft að "kauptækifærum" um allan heim.

Ég kaus reyndar borgarahreyfinguna í þessum kosningum, af þeirri ástæðu einni að nýtt fólk með litla eða enga pólitíska fortíð væri nauðsynlegt lýðræðinu og þau virtust ekki algalin, en samt nógu galin til að maður splæsti atkvæðinu á þau.

Það hlítur að vera sárt fyrir alla þá sem studdu vg fyrir þessar kosningar að horfa upp á svikin þó enn fynnist fólk sem er tilbúið að verja sinn gamla flokk fram í rauðann dauðann, eins og sú sem var í kastljósinu í kvöld. Þetta hryggir mig allavega.

En baráttan er rétt að byrja og núna vitum við hverjir eru ekki í liði með okkur við að endurreisa lýðveldið. Þú og Jakobína ásamt mörgum öðrum komið blóðinu í manni til að renna hraðar.

Mbk, Toni

Toni (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Toni.

Get ekki verið meira sammála.  Mér fannst Steingrímur vera sá maður sem skynjaði best mikilvægi samstöðu og þess að gera það sem þurfti að gera, fyrstu vikurnar eftir Hrun.

Stærstu mistök Geirs Harde voru að mynda ekki þjóðstjórn sem hefði það eina markmið að vernda almenning landsins gegn þeim ósköpum sem við blasti.  Ég tel að það hefði verið hægt og þá hefðu stjórnvöld tekið slaginn við bretana og afþakkað nauðungarskilmála IFM, en að sjálfsögðu beðið um aðstoð Norðurlandanna.  Og hún hefði komið.  

Ég segi það sama um VinstriGræna, þeir áttu minn stuðning framan að sökum staðfestu sinnar og já, skynsemi.  En daginn sem Jóhanna Sig tilkynnti að minnihlutastjórn hennar og Steingríms, væri staðráðin í að fara  í einu og öllu eftir efnahagsáætlun IFM, þá fóru VinstriGrænir í óvinabókina og hafa verið þar síðan.

Jafnvel þó Móðir Theresa hefði lýst yfir stuðningi við IFM, þá hefði hún líkað farið í óvinabókina.

En hvað er til ráða.  Því miður þá er staðan ekki góð, og verður ekki góð á meðan fortíðin stjórnar  sýn manna á þann vanda sem við er að glíma.  Í dag finnst allmörgum meira máli skipta með hverjum menn héldu í den en hvað þeir leggja til málanna í dag.  Og þá getur hinn marghöfða þurs sundrungar endalaust spilað með Andstöðuna.

Fólk verður að átta sig á því að í dag er árið 0, og ef við viljum að árið 1 renni upp, þá þurfum við að standa saman.  Og vandi okkar Íslendinga er aðeins brot af heimsins harmi eða þannig.  Siðleysið yfirtók kapitalismann og hann verður að endurheimta.  Ég sé ekki hvernig heimurinn þrífst án hans, en hann er tæki, tæki til að þjóna fólki.  Ekki upphaf og endir alls, og þar með harðsvírað tæki siðleysingja til að koma heiminum á heljarþröm.  

Lausn okkar Íslendinga á núverandi vanda er að hugsa hlutina upp á nýtt.  Hætta að flækja hlutina.  Bara byrja á byrjuninni og feta síðan hina réttu slóð.  Byrjunin er að sjálfsögðu að gera fólki kleyft að lifa í landinu og slóðin felst í grænu hagkerfi, og manneskjulegu hagkerfi.  Og hafa siðferðislegan styrk til að segja að það sem er rangt, er rangt og því ekki gert.  Lífskjör og lífsgæði mega aldrei byggjast á þrælkun hins þögla meirihluta heimsins, svo dæmi sé tekið.  Og ekki arðráni á móður jörð.  Sá tími er liðinn.  Og fólk þarf að sýna umburðalyndi og láta sér líka við náungann, líka þá sem eru svartir, gulir, bláir eða skrýtnir.

Barnalegt??  Kannski en í dag er ekki val.  Hið gamla er gjaldþrota.

En á meðan fylkjum við okkur á bak við hana Jakobínu.  Baráttuþrek hennar er óþrjótandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2009 kl. 22:40

3 identicon

Vissi ekki að þú værir kominn aftur í beint í stríðið, kæri Ómar.  Hélt þú værir bara svona að kíkja inn endrum og sinnum í önnur blogg.  En þetta er bara grátlegt.  Og tek undir með ykkur báðum að ofan.  Við munum ALDREI geta sætt okkur við að vera kúguð inn í nauðung og þar með sekt glæpabanka.  Ekki kaus ég VG út í loftið og núna mun ég ekki hlusta aftur á eitt orð frá þeim flokksmönnum.  Yfirvöld okkar hafa gefið okkur á vald yfirgangsvelda og nánast játað okkur í heild sek.  Hvílík niðurlæging, hvílík ótrúleg ósvífni.   Og núna þurfum við lögvernd og vernd okkar æru.  

ElleE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:17

4 identicon

Sæll Ómar. Rekkinn var að koma heim af fylleríi úr miðbænum fyrir nokkrum mínútum síðan. Það er ekkert feymnis eða leyndarmál. Stundum er bara gaman að vera fullur Það er bara þannig, ef menn kunna á annað borð að skemmta sér. En af því að ástandið á Rekkanum er svona, fullur og allt það og nýkominn heim, þá er best að rífa ekki of mikinn kjaft. En greinin þín Ómar er frábær.Andsvarið til Toni enn betra efnislega, en þó ert þú í grunninn sammála Toni. Toni er sjálfum sér samkvæmur, beinskeyttur og rökvís að vanda. Það er að bera í bakkafullann lækinn að  hlaða ferekara hól á Jakobínu, þó verðug sé. Hún á það þó fyllilega skylið vegna sinna mörgu og frábæru baráttugreina á blogginu þar sem hún lætur ekki deigan síga fyrir Íslenska þjóð. Þetta er orðið gott, ég fer bráðum að grenja eða æla af öllu því hóli sem ég hef hlaðið á menn nú. Nú er komið nóg. Góða nótt.   

Rekkinn (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 04:06

5 identicon

Ómar; Af því að þið eruð báðir að Austan þú og Steingrímur....Hvenær byrjaði kallinn eiginlega að skipta í miðju!!! Var það fyrir löngu, eða hvað? Hann hefur ekki sagt satt orð síðan eða tekist að greiða úr neinu, er það?

Rekkinn (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 06:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, tók bara ICEsave vaktina.  Núna er henni lokið og kvöldhúm bloggsins tekur við.  Og ástæða þess að ég tók vaktina var sú að ég vildi vekja athygli á því að ICEsave, gott eða slæmt, er ekki val, það er ólöglegt og því þarf að breyta lögum og stjórnarskránni áður en Alþingismenn geta samþykkt gjörninginn.  Á vissan hátt fór það í taugarnar á mér að sá ágæti hópur Indefence talaði um um "slæman" samning en skuldbindingin væri okkar að greiða.

En svo er ekki, ekki á þann hátt að setja almenning undir þó vissulega beri íslenskum  stjórnvöldum skylda til að gera allt  sem þau geta til að sparifjáreigendur fái fé sitt til baka.  En þau geta ekki framið lögbrot til þess, annað hvort erum við réttarríki eður ei, og nauðsyn brýtur aldrei lög., nema þá á neyðartímum, og þá neyð hef ég ekki séð.

En lög gilda og þar feilreiknaði Samfylkingin sig þegar hún neyddi VinstriGræna til að styðja ófögnuðinn.  Núna er þetta spurning um manndóm íslenskra lögmanna.  Vona að hann sé til staðar.

En baráttukveðjur að austan.

Ómar.

Ómar Geirsson, 29.8.2009 kl. 09:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rekkin.

Já, það er ekki þannig að ég geti ekki verið sammála fólki, og við Toni höfum svipaða sýn á hlutina.  Andsvar mitt var bara svona spjall út í loftið, meira í ætt við það sem kom á upphafsdögum bloggs míns, áður en skammirnar tóku yfir.  

En Steingrímur er Þystilfirðingur, ekki Austfirðingur, ekki því eins blandaður heimsþjóðum eins og við Austfirðingarnir. hvort greiðslan á Steingrími hafi eitthvað með það að gera að hann telji sig betur til þess fallinn en íhaldsmenn að framfylgja úreltum ráðum Nýfrjálshyggjunnar veit ég ekki, en eitthvað gerðist og hann hætti að trúa á mátt félagshyggjunnar.

En það er aldrei slæmt að hrósa og án baráttujaxla væri lítil von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 483
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 5767
  • Frá upphafi: 1327313

Annað

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 5112
  • Gestir í dag: 385
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband