28.8.2009 | 13:58
Jæja Ögmundur. Getur þú talaðu um réttlæti eftir þetta???
Aldraðir og öryrkjar munu greiða þennan kostnað. Ásamt öllum þeim sem þurfa á aðstoð velferðarkerfisins að halda.
Þú hefur verið einarður talsmaður þessa hópa. Hvernig ætlar þú að mæta þeim núna??
Segja þeim að þú gast ekki betur????
Eða segja þeim að fátækir þurfi alltaf að þjást vegna óráðsíu auðmann????
Hvað ætlar þú að segja þeim????
Eða ætlar þú kannski að flytja úr landi og gerast skáld Noregskonunga eins og Sturla Þórðarson forðum daga???
En hvað um hinn æðri dóm???
Það sem er rétt, er rétt, og þú gerðir rangt!!!!!
Það er ekkert svar að trúa ekki á hinn æðsta dóm. Dómurinn fellur þrátt fyrir það.
Ekki segja að eitthvað hefði getað verið verra. Það er aðeins þér til tjóns. Maður er látinn svara til saka fyrir sínar eigin gjörðir, ekki annarra. Því miður.
En þú vildir vel. Það verður ekki af þér tekið.
Kveðja að austan.
Ögmundur er ekki vonsvikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Icesave er reikningurinn fyrir kúlulána og sukkveislu Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans eiga því að borga reikninginn.
Það á að skilgreina Sjálfstæðisflokkinn sem hryðjuverka og glæpasamtök og banna starfsemi hans á Íslandi.
Allar eignir FLokksins verði gerðar upptækar til að borga Icesave.
Forystumenn FLokksins verði dæmdir fyrir landráð og settir í fangelsi fyrir lífstíð.
Það ólánsfólk sem hefur verið blekkt til að kjósa FLokkinn verði sett í endurhæfingu og endurmenntun til að verða að nýtum samfélagsþegnum.
RagnarA (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:50
Böö á móti
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:59
Blessaður Ragnar.
Gaman að lifa í þínum heimi.
En þér til upplýsingar vil ég upplýsa að ég ásamt fleirum barði íhaldið burt í Búsáhaldabyltingunni.
Mér vitanlega þá er Flokkurinn í minnihluta.
Því ber hann ekki ábyrgð á núverandi stjórnarháttum. En þeir sem stjórna töldu sig einhvern tímann vera á móti ofríki auðvaldsins.
En kannski er það sagnfræði í þínum huga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.8.2009 kl. 15:00
Blessaður Gísli.
Gaman að sjá að þú ert glaður.
Þú vilt kannski skrá þig á lista með Ólafi og Kolbrúnu til að liðka fyrir núverandi samningum.
Mundu að orð án athafna eru það sem kallast prump út í loftið. Stuðmenn sungu ágætislag um þennan gjörning sem hét "Út í veður og vind".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.8.2009 kl. 15:03
Þau sögðu já:
http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY
munum icesave (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:28
Já nöfn þeirra munu lifa lengur en æra þeirra.
Smán þeirra er mikil.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.8.2009 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.