Er skógarganga ASÍ loks á enda?????

Strax eftir Hrunið var ljóst að tugþúsundir íslendinga myndu lenda í miklum greiðsluerfiðleikum og jafnvel gjaldþroti.  Mest meginn ungt fólk, á aldrinum 25-45 ára.  Fólkið sem elur upp þá sem landið eiga að erfa.

Vandinn var þekktur, þáverandi félagsmálaráðherra kvað upp um að skjaldborg yrði slegin um heimilin.  Og svo var beðið og beðið, og loks tók fíllinn jóðsótt og fæddi litla mús.  Skjaldborgin reyndist vera lítið einnota tjald, keypt í Rúmfatalagernum.

Flestir göptu í forundran, en ASÍ fagnaði ógurlega.  Þar á bæ höfðu menn meiri áhyggjur af lífeyrissjóðunum en unga fólkinu.  Og þegar ljóst var að lífeyrissjóðirnir þyrftu engar fórnir að færa, þá önduðu menn léttar. 

En vandi heimilanna hélt áfram að vaxa og vaxa, en ASÍ þagði þunnu hljóði.  Hvarflaði til dæmi ekki að forystumönnum þess að styðja raunhæfar tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eða eitthvað það annað sem til bóta horfði.  Og sjálfstæðar tillögur verkalýðsforystunnar hefðu komist fyrir í einu litlu karmellubréfi, umfangið var ekki meira en það.

Hugmyndafátæktin var svo algjör að þegar hinn svokallaði Stöðugleikasáttmáli var gerður, þá var minnst á að ríkisstjórnin þyrfti að skoða vanda heimilanna.  Enda eru orðin "skoða og skoða" einkunnarorð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.  Enda tók hún vel í að skoða hinn meinta vanda, enn einu sinni.  Og enn einu sinni fengu dyggir flokkshestar sporslur fyrir að skoða vanda sem öllum var ljóst og ítarlegar tillögur lágu fyrir um lausn á.

Hagsmunasamtök heimilanna hafði unnið þá vinnu fyrir ríkisstjórnina og var með raunhæfar tillögur til lausnar.  En samtökin voru ein í sinni baráttu, ASÍ var út í skógi að tína sveppi eða eitthvað annað sem menn finna sér til dundurs í skógarferðum sínum.

En til byggða eru þeir komnir og það er vel.  Megi athafnir fylgja orðum og þessir menn endurheimta æru sína á ný.  Það sem er liðið er liðið og það er framtíðin sem gildir.

Vonandi hafa Hagsmunasamtök heimilanna öðlast dyggan bandamann í baráttu sinni fyrir skynseminni.  Vonandi myndar ASÍ þann þrýsting á stjórnvöld sem þarf til að Ormurinn langi rumski og fari að gera eitthvað, eitthvað af viti, það er að segja.  

Nógu margt hefur verið gert af óviti, fáum til gagns, en mörgum til tjóns.

Kveðja að austan.

 


mbl.is ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þörf ádrepa.

Magnús Óskar Ingvarsson, 26.8.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús.

Hittumst hressir í netheimum á morgun þegar Ögurstund þjóðar okkar rennur upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.8.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2658
  • Frá upphafi: 1412716

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband