24.8.2009 | 14:11
Ég er landráðamaður segir Jón Baldvin.
"Alveg satt. Trúið mér". En honum gengur illa að fá fólk til að trúa sér. Allavega er ekki búið að stinga honum inn.
Absúrd greining? Kannski, en hvert er maðurinn að fara með málflutningi sínum þegar hann trekk í trekk í viðleitni sinni að ná höggi á gamla samstarfsmenn í pólitík, heldur því fram að EES samningurinn skuldbindi íslenska þjóð að greiða innlánstryggingar einkabanka. Um það sé enginn lagalegur ágreiningur.
Af öðrum ólöstuðum þá á Jón Baldvin heiðurinn af því að Ísland gerðist aðili að EES samningnum. Vandséð er hvernig slíkt hefði gerst á þeim tíma sem samningurinn var gerður ef ekki hefði til komið staðfesta og baráttukraftur Jóns.
Síðan heldur sá sami maður því fram að með undirritun EES samningsins hafi íslenskir skattgreiðendur undirgengist ótakmarkaða ábyrgð sem þeir verði að borga. Ef svo er rétt, þá er um bein landráð að ræða. Það er ekki bara íslenska stjórnarskráin sem bannar slíka gjörninga, vandfundið mun vera það land þar sem ráðamenn þjóða geta sett þjóðir sínar fyrirfram í ókleyfa skuldahamra. Slíkt bara þekkist hreinlega ekki í nútímanum þó slíkt hafi hugsanlega geta gerst á eldri tímum í löndum einvaldskonunga.
Í þessu máli skiptir engu þó eignir komi á móti hinni ótakmörkuðu ábyrgð, málið er það að slíkt þarf ekki að vera forsenda hinnar ótakmörkuðu ábyrgðar.
En svo öllu sé haldið til haga þá segist Jón Baldvin ekki vera landráður, landráðin hafi þeir framið sem leyfðu útrás bankanna út fyrir sitt heimaland. Og þeir hefðu aldrei átt að leyfa útrásina nema í formi dótturfyrirtækja svo hin ótakmarkaða ábyrgð félli á önnur lönd.
Segjum að þetta sé rétt hjá honum (sem það er að sjálfsögðu ekki), þá skiptir það ekki máli þegar hin meintu landráð eru skoðuð og metin. Málið er það ef EES samningurinn felur í sér möguleikann á ótakmarkaðri ábyrgð, þá hafa landráðin verið framin. Þó þeir sem samþykktu samninginn hafi treyst sér til að falla ekki í þær keldur sem virkjuðu hina ótakmörkuðu ábyrgð, þá er möguleikinn alltaf til staðar og þeir geta ekki ábyrgst eftirmenn sína.
Enda féll þjóðin ofaní kelduna.
Óvitinn sem féll ofaní óvarinn húsgrunn, fullan af vatni, ber ekki ábyrgðina, heldur sá sem útbjó grunninn.
Hinsvegar er það aumt yfirklór hjá Jóni, hinum meinta landráða að eigin sögn, að hann sleppi við ábyrgð vegna þess að ICEsave reikningarnir voru leyfðir í útibúi Landsbankans. Tilskipun EES um innlánsvernd er ekki um neytandavernd eins og Jón hefur iðulega haldið fram, heldur er hún liður í að samræma reglur á hinum sam-Evrópska fjármálamarkaði. Og eins og segir í tilskipuninni (sem er í anda fjórfrelsisins) að "heimilisfesti" fjármálafyrirtækja eigi ekki að skipta máli um hvar þau starfi. Krafa um að Landsbankinn hefði rekið innlánsreikninga sína í dótturfyrirtækjum er því beint brot á tilskipuninni og skýrt brot á fjórfrelsinu. Vissulega getur vitgrannur fjölmiðlamaður trúað þessari skýringu Jóns, en Jón sjálfur veit betur, eða réttara sagt á að vita betur.
Hann samdi fyrir Íslands hönd og ætti því manna best að þekkja hvernig fjórfrelsið virkar á hinum innra markaði, enda hefur Jón verið duglegur að benda á gildi þessa fjórfrelsis fyrir velmegun Íslands á síðustu árum.
En er Jón Baldvin meintur landráður???? Hann segir já en ég segi nei því ég tel og hef fært fyrir því margvísleg rök í nokkrum blogggreinum að tilskipun ESB um innlánstryggingu geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgð, enda slíkt ekki á valdi skriffinna ESB að ákveða fyrir einstök aðildarlönd.
Hvor hefur rétt fyrir sér má guð vita enda hafa þar til gerðir dómstólar ekki fjallað um þessa meintu ríkisábyrgð. Hins vegar er það ótrúlegt að Jón Baldvin skuli beita öllum sínum kröftum til að berjast gegn því að dómstólar skeri úr um hina meintu sekt hans.
Hvað óttast hann???
Að íslenska þjóðin losni við skuldahlekkina????
Hvað veldur ????
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 534
- Sl. sólarhring: 658
- Sl. viku: 6265
- Frá upphafi: 1399433
Annað
- Innlit í dag: 453
- Innlit sl. viku: 5308
- Gestir í dag: 415
- IP-tölur í dag: 408
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn Ómar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.8.2009 kl. 16:46
Takk Jakobína.
Varð að senda kallinum lokapíluna.
Sorglegt að þessi mikli mælskusnillingur skuli nota gáfur sínar til að sannfæra landsmenn um sekt í máli sem hann ber ábyrgð á.
Ég fullyrði að málið væri í allt öðrum og betri farveg hefði hann strax komið þjóð sinni til varnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.8.2009 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.