Er gaman hjá Áróðursdeildinni í dag??

Áróðursdeild Morgunblaðsins virðist skilja vanda Samfylkingarinnar í ICEsave deilunni.  Og hún leitar logandi ljósi á veraldarvefnum að finna einhverja sem styðja hina ólögmætu kúgun breta og Hollendinga gagnvart íslenskri þjóð.

Og þeim tókst að finna skrif mjög hlutlausra aðila sem höfðu áhyggjur að Ísland yrði "sniðgengið í fjármálaheiminum".

Gott og vel, ekki er hægt að bera á móti þeirri staðreynd að orðspor Íslands er stórlega laskað eftir bankarán íslenskra einstaklinga í Evrópu.  Og ekki mjög líklegt að lánastofnanir, sem töpuðu stórfé á lánveitingum sínum til íslenskra aðila, að þær opni pyngju sína aftur gagnvart íslenskum aðilum.

En hvað kemur það ICEsave deilunni við??  Hvernig bætir ríkisábyrgð íslenska ríkisins á innlánum breskra og hollenskra sparifjáreiganda skaðaðan orðstír Íslands???

Hvort finnst fólki líklegra að viðkomandi lánastofnanir telji það meira skipta að fá sem mest til baka af lánum sínum eða þá að íslenska þjóðin noti fjármuni sína til að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs????

Í mínum huga blasir svarið við.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fylgst náið með framvindu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Þetta er ósköp einfalt Ómar.

Bretar og hollendirngar eru gamlar nýlenduþjóðir sem hafa beitt kúgun í áhundruð og kunna það því best allra þjóða.  Þeir eru bara nað notfæra sér kunnáttuna.

Alli, 24.8.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Alli.

Ekki er ég að skipta mér að því hvernig aðrar þjóðir haga sér og rétt má vera að þessar þjóðir séu einhverjir sérfræðingar  í kúgun og hótunum.

Það sem ég er að benda á er sú einfalda staðreynd að fjölmiðlar landsins sjá sér hag í að útbreiða málflutning þessara heiðursþjóða, jafnvel þó það þýði að foreldrar og börn þessa fólks fái ekki nauðsynlega þjónustu velferðarkerfisins, því þú notar ekki sama peninginn tvisvar.  Það mætti halda að fjölmiðlar landsins séu undirlagðir af öfgafullum masókistum.

Og svo er það vitgrannt að láta sér detta það í hug að fjármálastofnanir hugsi um neitt annað en útlán sín.  Umræðan hjá Borgunarsinnum hefur verið þannig að ICEsave skipti öllu máli og síðan sé það sniðugt að láta nýju bankanna borga sem minnst til gömlu bankanna.  Með öðrum orðum að afskrifa lán þessara sömu lánastofnana sem fólk vill síðan biðja um lán í framtíðinni.

Það er ekki ICEsave sem skiptir máli, það eru ekki krónubréfaeigendur (spákaupmenn) sem skipta máli.  Það sem skiptir máli er að þjóðin semji um og reyni að standa í skilum með skuldir "innlenda" geira þjóðarbúsins við erlenda fjármálastofnanir.  Hvernig okkur tekst til þar mun skera úr um hvort á okkur verði litið sem óreiðumenn í framtíðinni.

Neyðarlögin til bjargar innlenda fjármálageiranum voru vissulega réttlætanleg, en ekki á þeim forsendum að þjóðin ræni aðra.  Þess vegna skiptir uppgjör gömlu bankanna svo miklu máli.  En við  þá skiptingu þarf að gæta réttlætis gagnvart öllum aðilum, líka skuldurum og það þýðir ekki að lofa að greiða meira en hægt er að standa við.  Annað kallast svik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 546
  • Sl. sólarhring: 566
  • Sl. viku: 4389
  • Frá upphafi: 1329920

Annað

  • Innlit í dag: 445
  • Innlit sl. viku: 3814
  • Gestir í dag: 398
  • IP-tölur í dag: 388

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband