DV og Kínverski kommúnistaflokkurinn eru í sama liði.

Báðir aðilar nota rökin "almennt viðurkennt" til að réttlæta kúgun og ofríki.

Kínverjar sögðu minni nágrönnum sínum að almennt er viðurkennt að þið tilheyrið Kína.  Já, en hvað um alþjóðalög og almenn mannréttindi var svarað en þá sendu Kínverjar herinn.  Þannig hafa þeir níðst á Tíbetum og þannig hafa þeir níðst á Uigurum og þannig ætluðu þeir að kúga Víetnama til hlýðni enda "almennt viðurkennt" að Víetnam tilheyrði Kína fyrir 1.000 árum síðan eða svo.  En Víetnamar kunnu betur á sína skriðdreka og Kínverjar snautuðu heim með skömmina í farangursskottinu.  Hafa ekki rætt við Víetnamana síðan um eitthvað sem er "almennt viðurkennt".

Þó er athyglisvert að Kínverjar hafa alltaf þurft að nota hervald til að fá  sína "almennu viðurkenningu" viðurkennda en lítið gagn haft af innlendum Leppum.

Evrópusambandið hefur eytt lungað af vetrinum í að smíða skuldahlekki á íslenska alþýðu.  Og rökin fyrir þeirri smíði eru ekki af ætt sanngirni eða mannréttindaákvæða, hvað þá af ætt laga og réttar.  Nei, rökin er þau að "almennt er viðurkennt" að aðildarríki tryggi greiðslugetu innlánstryggingasjóða sinna til þrautarvara eins og einn kúgarinn orðaði það í DV í fyrradag.  Sami kúgari hafði ekki fyrir því að útskýra að orð hennar og annarra væru einskis nýt í réttarríki, þar gilda lög og eftir þeim er farið.  Og ekki gat hún bent á eitt einasta tilvik þar sem framkvæmd íslenskra stjórnvalda á viðkomandi tilskipun hefði sæt athugasemdum þar til bærra yfirvalda, hvað þá að þessi sömu yfirvöld hefðu dæmt íslendinga útlæga skógarmenn sökum lagabrota sinna.

Nei, rökin voru "almennt er viðurkennt".

Einn góður maður sagði við mig einu sinni að það væri "almennt viðurkennt" að geimverur hefðu mætt á Snæfellsjökul, en vegna mistaka  í tímaútreikning þá hefðu þær komið degi fyrr en ætlað var og síðan farið því enginn var kominn til að taka á móti þeim.  Hvað segir maður við svona "almennar viðurkenningar"??  Svo sem ekki neitt á meðan þær skaða mann ekki eða valda óþægindum.  Annars leitar maður til dómstóla til að fá frið fyrir þeim.

Nema þeir sem eru hræddir við talsmenn "almennt viðurkenndra" sjónarmiða.  Til dæmis sögðu tveir töffarar í leðurjakka þetta við eina miðaldra húsmóður hér í bæ fyrir nokkrum árum síðan og hún borgaði "almennt viðurkennda" fíkniefnaskuld sonar síns.  Í öðru bæjarfélagi er talið víst að svipaðir talsmenn "almennt viðurkenndra" sjónarmiða hafi kveikt í húsi skilningslausra foreldra, svona Mini mini aðferð Kínverska kommúnistaflokksins.

En stundum eru til menn meðal fórnarlamba "almennt viðurkenndra" sjónarmiða sem eru í hjarta sínu sammála þeim og vinna jafnvel að framgangi þeirra.  Norðmenn hafa gefið þessu fólki ágætis heiti sem víða er notað í heiminum.  Stjörnublaðamaður DV notaði þessa staðhæfingu "almennt viðurkennt", sem rök þess að Davíð Oddsson væri slæmur maður, já og gjarn á bæði gleyma og misskilja.

Í hatri sínu á Davíð Oddssyni þá lítur hann algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að hann hefur engan rétt til að traðka svona á mannréttindum drengjanna minna.  Eigi hann eitthvað sökótt við Davíð, þá getur hann farið heim til hans og kýlt hann kaldann.  En að vera ekki maður til þess, heldur nota snepil sinn til að hjálpa kúgurum til að smíða skuldahlekki á þjóð sína, það er það ómerkilegasta sem til er.

Ég held að það hafi ekki verið pólitík sem olli því að Jóhann Hauksson fékk ekki fréttastjórastöðu RUV.  Maður, sem þekkir ekki muninn á "almennt viðurkenndum" og einföldum lagafyrirmælum eins og þeim að "aðildarríki eru ekki í ábyrgð", hann hefur ekkert í alvörustarf að gera.

Og það er ljótt að ljúga að þjóð sinni, þó það vilji svo til að Davíð Oddsson sé í lið með henni.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband