Skömm þessa fólks er mikil.

Það að kljúfa þjóðina í herðar niður er ekki skynsamlegasta leiðin til að ná þeim markmiðum viðkomandi þingmanna að Íslandi gerist aðili að Evrópubandalaginu. 

Reyndar er þetta heimskulegasta leið sem hægt er að fara.  Mætti halda að eindregnir andstæðingar ESB hefðu stýrt för.

En það er ekki kjarni málsins.

Þjóðarskútan er á þessari stundu illa sigin og míglek á siglingu um boðaföll illvígrar rastar.  Samfylkingin vill steyta henni upp á sker ICEsave Nauðungar sem mun að öllu óbreyttu kosta þjóðina efnahagslegt sjálfstæði sitt. Vísbendingar um það komu skýrlega í ljós í skýrslu Seðlabankans, sem birt var í gær, en bankinn þurfti að gefa sér forsendur sem aldrei standast, til að geta útskýrt hvernig Nauðungin yrði hugsanlega greidd án þess að hér yrði landauðn.  Þar að auki þurfti að falsa tölur um skuldastöðu íslenska þjóðarbúsins til að ljá lyginni trúverðugleika. 

Hefði stjórnin fallið á þessu máli sem málaliðar Framsóknar gerðu að sínu, þá hefði þjóðin siglt framhjá Nauðungarskeri ICEsave og haldist á floti, um sinn að minnsta kosti.  Og komist i höfn ef Landráðar hefðu verið útilokaðir frá stjórn landsins um alla eilífð.  

En málliðar Samfylkingarinnar í Framsóknarflokknum studdu sitt lið og viðhéldu þar með hættu Nauðungarinnar gagnvart íslenskri alþýðu.  

Skömm þeirra er mikil.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrír framsóknarmenn styðja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Siv af öllum  vissi ekki af þessari forsjáhyggjuþörf hjá henni

Jón Snæbjörnsson, 16.7.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: 365

Núna er að hefjast nýtt tímabil í sögu þjóðar, komin tími til.

365, 16.7.2009 kl. 14:34

3 identicon

Þessir þingmenn geta ekki kallast alvöru Íslendingar!

geir (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Svona er þetta, hvort sem það er nýtt tímabil eður ei.  En margir eiga eftir að þjást vegna ICEsave Nauðungarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.7.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband