Þetta er skrítið.!!

Flokksmenn Steingríms hafa áhyggjur af fullveldi Íslands ef landið sækir um aðild að ESB.  Það er ekki þannig að umsókn sé sama og samþykki. 

En þeir hafa engar áhyggjur af vilja Steingríms til að selja þjóðina til Hollendinga og breta.  Jafnvel hinn tregasti hugur getur ekki blekkt sig lengur, eftir lögfræðiálit Seðlabankans, að ICEsave Nauðungin er fullkomið afsal á fullveldi þjóðarinnar.  Og þær þjóðir munu samkvæmt Landráðasamningi Steingrím, hafa fullan rétt til að taka eigur þjóðarinnar upp í pant, til dæmis ef Landsvirkjun borgar degi of seint.

Iss segja margir og hrista hausinn.  Trúir einhver því að bandalagsþjóðir okkar muni gera slíkt??

En það er ekki málið, hverju maður trúir, málið er að þær geta það samkvæmt Nauðunginni.  Og miskunn þeirra og siðsemi hefur verið lítil hingað til.  

Bréf 12-menninganna er álíka gáfulegt og bann læknisins í USA, af heilsufarsástæðum, við síðustu sígarettunni sem hinn dauðadæmdi bað um, 10 mínútum fyrir aftöku sína.  Á því augnabliki var meintur krabbi ekki issjú í hans huga. 

Það er eins með þetta bréf, það horfir algjörlega fram hjá hinni raunverulegri ógn, sem við blasir íslenskri alþýðu, ef Steingrímur Joð verður ekki stöðvaður í tíma.

Þá er ekkert annað tækifæri í stöðunni.  

Kveðja að austan.

 


mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta eru dásamlegar fréttir, vonandi verður þetta til þess að þetta sé síðasti líkkistunaglinn í áratuga alþingissetu Steingríms og Jóhönnu.

Sævar Einarsson, 15.7.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sævar.

Tilburðir Steingríms minna mig dálítið á þann ágæta kóng sem lét þjóna sína "hýða" hafið því það lét ekki að vilja konungs.

Sum öfl eru sterkari en svo að við þau verða ráðið.  Að breyta félagshyggjufólki VG í frjálshyggjufólk er óframkvæmanlegt, vilji Steingrímur starfa eftir slíkri stefnu, þá er auðveldar fyrir hann að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.  En líka þar á þessi stefna undir högg að sækja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.7.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 84
  • Sl. sólarhring: 682
  • Sl. viku: 5368
  • Frá upphafi: 1326914

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 4767
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband