14.7.2009 | 11:34
Þetta er sorglegt.
En spyrjið þingmenn Samfylkingarinnar.
Þeir eru að vísu á móti formlegu þrælahaldi, en allur annar níðingskapur er þeim þóknanlegur.
Við borgum ekki ICEsave nauðungina með grjóti. Það þarf beinharðan galdeyri til.
Þeir vilja í ESB, þetta fólk á Djúpavogi skilur ekki hin dýpri rök lífsins.
Þú deyrð hamingjusamur í ESB. Það er bull og vitleysa að eyða pening í landsbyggðarlýð. Við þurfum að nota peninginn til að sækja um sælu himnaríkis.
Spyrjið bara Sigmund Erni. Hann veit svörin.
Kveðja að austan.
Óljóst hvað verður um vistmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 1652
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það voru uppi hugmyndir um að loka vistheimilinu Helgafelli á Djúpavogi s.l. vetur. Ögmundur Jónasson dró þá ákvörðun til baka eftir að hann komst í heilbrigðisráðuneytið í vetur. Var það kannski bara kosningabrella að hætti velferðarstjórnarinnar?
Magnús Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 12:23
Blessaður Magnús.
Ég skal viðurkenna að ég þekki dálítið til smáatriða þessa máls. Kerfið er þannig að allt er óhagkvæmt nema það sem er í Reykjavik. Og ef annað er leyft, þá er hagkvæmnin bundin við Egilstaði, Akureyri og Ísafjörð.
En þessi eining er hagkvæm. En í stað þess að skera niður í miðstýringunni, þá er skorið fyrsst niður í útjaðrinum. En þetta fólk hefur skilað margfalt inn í kerfið en það tekur til baka. Og það á sinn rétt.
En færsla mín er á vissan hátt súrelísk, vissulega er ekki allt vont á Íslandi Samfylkingunni að kenna. En ef hún knýr í gegn ICEsave Nauðungina, þá mun svo verða.
Á vissan hátt er þessi pistill minn framtíaðrsýn. 40-60 milljarðar vaxa ekki á trjánum. Og þá verður raunveruleikinn mun verri en sá sem ég á vissan hátt skáldaði, en er ekki allt leyfilegt í stríði og ástum???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.