Leyndin er nauðsynleg

svo borgunarsinnar gangi ekki umvörpum fyrir björg þegar þeir uppgötva að leiðtoginn fór ekki alveg með rétt mál þegar hún sagði þjóð sinni, daginn fyrir kosningar að skuldbindingarnar, þó miklar væru, yrðu aðeins 75-100 milljarðar.   

Vissulega er leiðtoginn búinn að hækka efri mörk sín í 300 milljarða og Leppar ESB hafa sagt að slíkt sé ekkert mál að borga.

En þegar Seðlabankinn sýnir fram á að að EKKERT má út af bera,  þá missir þjóðin efnahagslegt sjálfstæði sitt, þá er Borgunarsinnum það endalega ljósta að þeir hafa stutt og mælt bót landráðum.

Í stjórnarskrá Íslands eru allir þeir gjörningar sem stefna efnahagslegum undirstöðum þjóðarinnar í tvísýnu, kallaðir Landráð, og við þeim liggja þungar refsingar.  

Kannski er það betra að ganga fyrir björg en að lifa við þá staðreynd að samborgarar manns líti niður á mann sem Landráðasnata.  En þeirri spurningu get ég ekki svarað.

Hef aldrei stutt landráð svo ég þekki ekki þessar sálarkvalir.

Kveðja að austan


mbl.is Leynd ekki aflétt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, við þetta má bæta að grein 16.3 í nauðungarsamningunum tryggir Hollendingum og Bretum aðgang að eigum ríkisins greiði ríkið ekki, einnig að mál vegna samninganna eigi að reka í Bretlandi en ekki á Íslandi.

En samingurinn er "glæsilegur", eins og sagt var, svo hvað erum við að nöldra. Okkar er að trúa foringjunum, eða hvað?

Helga (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Landráðasnatarnir hengja sig alltaf í þá blekkingu að þjóðin ráði við þessar fjárkröfur breta.  Þess vegna reynir ekki á bakveðin.

En ef tölur Seðlabankans, sem segja aldrei allan sannleikann, aðeins hluta hans, sýna fram á þá nöturlega staðreynd að öruggt sé að óvinaþjóðir okkar muni ganga á þessi veð, þá eru björgin valkostur.

Og þeirra vegna finnst mér það sorglegt.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 440
  • Sl. sólarhring: 734
  • Sl. viku: 6171
  • Frá upphafi: 1399339

Annað

  • Innlit í dag: 372
  • Innlit sl. viku: 5227
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband