13.7.2009 | 13:48
Maðurinn er fífl
sagði Sigurður Líndal, mjög kurteislega í stuttri grein í Fréttablaðinu, um málflutning Jóns Baldvins Hannibalssonar, í grein hans í Morgunblaðinu fyrir skömmu.
Vissulega sagði Sigurður það ekki berum orðum, notaði nokkrar línur til að rökstyðja fullyrðinguna, þannig að öllum sem lesa er ljóst það álit sem Sigurður hefur á málflutningi Jóns.
Jón Baldvin hefur farið mikinn í að koma skuldahlekkjum á íslenska alþýðu, öfugt við föður hans sem fór mikinn við að tryggja henni mannsæmandi lífskjör, en honum varð það á að birta það opinberlega sem hann hefur hingað til látið sér nægja að birta á blogginu sínu, sér og nokkrum heittrúuðum Borgunarsinnum til ánægju. Og það er rógur um valinkunna íslenska fræðimenn í lögfræði, þau Stefán Már Stefánsson, Björg Thorarensen og Herdísi Þorgeirsdóttir. Það þarf ekki að taka fram að þetta eru allt starfandi prófessorar í dag.
Og slíkt gat Sigurður ekki liðið, og flengdi Jón greyið, svo undan sveið.
Jón hafði ekki vit á að þegja eftir að þeir félagarnir Stefán Már og Lárus Blöndal sýndu fram á að fullyrðingar Jóns um borgunarskyldu íslenskrar alþýðu á skuldum Björgólfs og Björgólfs, vegna meintrar mismunar neyðarlaganna, væru í ætt við röfl vitleysinga og hann hélt áfram sínu meinta bulli í Morgunblaðsgrein skömmu seinna. En sagði þar að þessir fræðimenn, Stefán, Björg og Herdís, væru að ætt sveitalögfræðinga, sem enginn hlustaði á í borginni miklu við bakka Senne.
Hvað Jón gerir núna er spennandi að sjá. Hefur hann vit á þegja í þeirri veiku von að fólk gleymi bulluganginum í honum eftir nokkur ár eða svo, eða festir hann sig ennþá meir í forarpytti vitleysunnar.
Ætli Sigurður flengi hann þá ekki aftur???
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.