13.7.2009 | 13:19
Hann lýgur eins og hann er langur til.
Ósmekkleg tilraun til kattaþvottar fær mikla athygli hér á Íslandi. Ekki virðist hvarfla að blaðamönnum Morgunblaðsins að láta hið sanna fylgja með. Til dæmis tala við núverandi eða fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Ef það er of pólitískt, þá mætti tala við yfirlögfræðing eftirlitsins, eða þá jafnvel símastúlkuna.
Staðreyndir málsins eru flestum kunnugar nema starfsmönnum fjölmiðla. Hugsanlega villir spennan, yfir því mikla fyrirsjáanlega fréttaefni sem verður þegar hörmungar ICEsave skella á fullum þunga á breiðu bökum þjóðarinnar, þeim sýn. Brotnar fjölskyldu, ungmenni á grunnskólaaldri með sprautuför á hendi, uppþot sem fylgja niðurbroti velferðarkerfisins, allt sem gleður hjarta fjölmiðlamanns, sem er svo latur eða getlaus að hann getur ekki aflað sér einföldustu grunnstaðreynda í brýnasta hagsmunamáli íslenskrar alþýðu frá upphafi sjálfstæði þjóðarinnar.
Svo vita það allir að sori og persónulegir harmleikir selja miklu betur en vönduð fagleg frétta mennska.
Kveðja að austan.
Bos: Aldrei aftur Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverju lýgur maðurinn? Af hverju tilgreinirðu það ekki, fremur en að mála skrattann á vegginn?
Elfur Logadóttir, 13.7.2009 kl. 14:48
Þú ert væntanlega búinn að lesa viðtalið allt, á hollensku?
Eða á hvaða grundvelli dæmir þú fjármálaráðherrann hollenska lygara, er eitthvað í þessari örstuttu frétt mbl.is sem gefur þér tilefni til þess? Hverju nákvæmlega lýgur hann?
Er hann að ljúga því að hann sé svekktur yfir því að hafa þurft - m.a. vegna ófullkomins regluumhverfis Evrópu sem hann einmitt bendir á - að treysta á íslenska FME, sem heimilaði fallvöltum íslenskum banka að bjóða IceSave reikninga í Hollandi í maí 2008?
Skeggi Skaftason, 13.7.2009 kl. 14:49
Hæ, þið, gaman að heyra í ykkur.
Ef blaðamenn Morgunblaðsins myndi vinna vinnuna sína þá spyrðu þið ekki eins og börnin hans Jóhannesar. Íslenska fjármálaeftirlitið hefur útskýrt staðreyndir málsins mjög vel, það hafði vald til að gefa út starfsleyfi að uppfylltum ákveðnum forsendum, og ef Landsbankinn hafði rétt til bankaþjónustu á Íslandi, þá hafði hann samkvæmt fjórfrelsisákvæðum EES samningsins fulla heimild til starfsemi í öðrum löndum EES. Ég vona að þið séuð ekki svo naví að þið teljið að íslenskir embættismenn hafi vald til að stöðva starfsemi banka í rekstri, sem stóðst öll álagspróf og sýndi árlega fram á mikinn hagnað, bara svona afþví bara. Og rök ársins 2009 eru ekki rök ársins 2006 eða 2007 eða 1002 fyrir Krist.
Allt daglegt eftirlit var í höndum hollenska fjármálaeftirlitsins og það gat strax gert athugasemdir við ráðstöfun innlána ef það taldi endurgreiðslu þeirra vera í hættu. Þó reglupésar ESB séu eins og þeir eru, þá eru þeir ekki svo grænir í framan að þeir taki það vald frá aðildarríkjum að þau geti ekki fylgst með og gripið inní starfsemi fjármálafyrirtækja á sínum eigin fjármálamörkuðum. Látið ykkur ekki dreyma um það, vilji maður vera trúgjarn þá á maður að trúa á jólasveininn. Það auðveldar hvítu lygina þegar maður segir börnum sínum að jólasveinninn sé til. En trúa þessari vitleysu gerir enginn nema hann hafi mikinn vilja til að trúa öllu versta upp á þjóð sína.
Og Skeggi minn, ef bankarnir voru fallvaltir vorið 2008 þá var það stjórnvalda að knýja eigendur þeirra til að minnka starfsemi sína og selja eignir. Ekki láglaunamanna hjá FME. Sú gjörð hefði bjargað Björgólfi og Björgólfi frá risagjaldþroti. En þú mátt geta af hverju, nenni ekki að segja þér það núna.
Og meðan ég man þá hét það stjórnvald Samfylkingin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 15:30
Þau eru við sama gamla heygarðshornið þessir gömlu herstöðvarandstæðingar nú samspillingar kerfiskerlingu loddarar ! er logið hafa hvað mest að þjóðinni.
Einar B Bragason , 13.7.2009 kl. 16:22
Ómar, FME er stjórnvaldIÐ sem hafði með eftirlitið að gera. Það þýðir ekki að fría FME og skella skuldinni á sama tíma á stjórnvöld - með því tekurðu með hægri hendi það sem þú gefur með vinstri. Það voru tveir íslenskir aðilar sem höfðu eftirlit með íslenskum bönkum, annars vegar FME og hins vegar Seðlabankinn.
Elfur Logadóttir, 15.7.2009 kl. 22:54
Blessuð Elfur.
Vissulega hafði fjármálaeftirlitið eftirlitið með íslenskum bönkunum, þó að það væri. Ekki gerði fiskistofa það.
En færsla mín var um kattarþvott Hollendinga, sem þóttust ekkert geta gert. Þeir hafa og höfðu eftirlit með sínum fjármálamarkaði og það var þeim sem bar skylda til að grípa inn í, efuðust þeir um starfsemi Landsbankans á Hollenskri grundu. Enda eins og ég benti ykkur kurteislega á, þá eru reglumeistarar ESB ekki svo grænir að þeir láti annað land en heimalandið bera ábyrgð á hagsmunum heimamanna. Til dæmis getur fjármálaeftirlit viðkomandi landa gripið strax inn í ef því finnst aðalstöðvar styrkja sig á kostnað útibúa. Og það var það sem breska fjármálaeftirlitið gerði, bæði gagnvart dótturfyrirtæki Kaupþings, og útibúi Landsbankans í Bretlandi. Sigrún Davíðsdóttir hefur fjallað ágætlega um aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins í aðdraganda bankahrunsins, en þeir gerðu akkúrat það sem ég er að benda á.
Og Elfur, þú getur lesið þér til um þessi mál á heimasíðu FME (eða það gat ég í haust), en þér er vissulega frjálst að vera fáfróð, og fara rangt með. En slíka afsökun hafa blaðamenn Morgunblaðsins ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.7.2009 kl. 23:20
Já það er rétt Ómar. Ég vel að vera fáfróð.
Elfur Logadóttir, 16.7.2009 kl. 10:40
Hraustlega mælt, Elfur.
En þar sem ég er stríðinn þá ætla ég að senda þér tilvitnun sem þú skalt lesa með lokuð augun. Svona til að viðhalda fáfræði þinni.
Kveðja að austan.Ómar Geirsson, 16.7.2009 kl. 12:30
(svona fyrir söguna, þá er víst best að útskýra það opinberlega að fullyrðing mín 16.7 kl. 10:40 var að sjálfsögðu fullkomin kaldhæðni).
Elfur Logadóttir, 16.7.2009 kl. 18:23
Blessuð Elfur mín.
Hafðu ekki áhyggjur, meiningin fór ekki á milli mála. Og ég get ekki ímyndað mér að nokkur annar sé að lesa þennan þráð.
En ef þú hefur ekki ennþá áttað þig á því, þá er mér ekki neitt voðalega mikil alvara heldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.7.2009 kl. 19:52
Jújú, ég vissi að þú fattaðir, er bara að gæta að orðspori mínu fyrir gúgglið ;-)
Elfur Logadóttir, 18.7.2009 kl. 19:40
Blessuð Elfur.
Leiðinlegt að ég hafði ekki tök á að svar þér fyrr. En þér tókst það loksins. Þú gerðir mig kjaftstopp.
Gúggla þennan þráð á bloggi mínu!!!!!!. Hverjum skyldi detta það í hug?????
Ja hérna.
Kveðja Ómar.
Ómar Geirsson, 29.7.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.