9.7.2009 | 20:48
Fáum Landsdóm á þetta lið.
Það vinnur hörðum höndum við að koma skuldahlekkjum á alþýðu þessa lands.
Til þess lýgur það fullum fetum að þjóð sinni.
Þegar það er spurt um útreikninga um greiðslubyrði þjóðarinnar þá er svarið að við gefumst ekki upp og við trúum ekki öðru en þetta reddist.
Þegar mikilvæg skjöl dúkka upp sem styðja málstað Íslands, þá segja þeir að það skipti ekki máli. Það hafi þegar verið búið að ákveða að gefast upp. Og þetta reddast. En bak við læstar dyr er öskrað hver kunni ekki að fela gögnin nægjanlega vel.
Það þekkir ekki muninn á yfirlýsingum ráðamanna, gefnar undir miklum þrýstingi, og lögum frá Alþingi um ábyrgðir ríkisins. Í framhaldi af því er sagt með sorgarsvip í fjölmiðlum að fyrst að íslenska ríkið ábyrgist innlán á Íslandi, þá verði það líka að ábyrgjast innlán Björgólfs og Björgólfs. Samt hefur ríkisstjórn Íslands aldrei beðið Alþingi að samþykkja slíka ábyrgðaryfirlýsingu.
En það er svo gott að ljúga og blekkja.
Og þegar ráðherra er bent á að hugsanlega hafi verið gerð mistök sem geti kostað þjóðina allt að 100 miljörðum, þá segir hann að þetta séu, ja, fræðileg mistök.
FRÆÐILEG MISTÖK. Eða fræðilegar pælingar. En að fá málið á hreint og fá leiðréttingu, Ha, hvað er það?
En höfum eitt á hreinu. Fólk sem lýgur að þjóð sinni, blekkir hana og hylmir yfir gögn, sem varða þjóðarhag, og getur ekki einu sinni sýnt lífsmark þegar það er bent á mistök, sem hugsanlega geta kostað þjóðina tugmilljarða, það á ekki að stjórna þessu landi.
Þetta er fólkið sem á að sæta rannsókn í dag. Það reddast ekkert með slíkum vinnubrögðum.
Þjóðarskútan sekkur aðeins hraðar.
Kveðja að austan.
Svarar ekki fræðilegum spurningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig á að koma þessu liði frá - þau eru landi og þjóð stór hættuleg!
Hvernig er hægt að koma þeim fyrir landsdóm - ég myndi vilja taka þátt í því.
Með kveðju að sunnan.
Benedikta E, 9.7.2009 kl. 21:01
Blessuð Benedikta.
Ég eigilega veit það ekki sjálfur. Spurning hvort dómsmálaráðherra gæti hjálpað.?
Hún er allavega hæf fagmanneskja, sem er ekki alltaf með svarta tungu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.7.2009 kl. 22:53
Byltingu?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 10.7.2009 kl. 10:16
Blessaður Arinbjörn.
Vandinn er skortur á fagmönnum. En ég og fleiri hamast eins og rjúpa við staur að ergja og stríða fagmönnunum, um leið og ég reyni að afhjúpa falsrök Borgunarsinna. Í hjarta sínu er venjulegur VinstriGrænn, Íslendingur, ekki Borgunarsinni.
Takist að fá þá í lið með þjóð sinni, þá held ég að síðasta vígi auðmanna, Samfylkingin falli og við fáum þjóðstjórn þar sem Alþingi löghelgar gjörðir okkar færustu manna, sem vinna út frá forsendum íslensku þjóðarinnar, ekki auðmanna og Leppa þeirra.
Kveðja Ómar.
Ómar Geirsson, 10.7.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.