Alvoru þjóðþing hefði stefnt Össur fyrir Landsdóm.

Og látið rannsaka allar hliðar ICEsave málsins.

Kanna hvort fleirum mikilvægum skjölum  væri haldið leyndum. 

Kanna hver gaf íslensku samninganefndinni þau fyrirmæli að hún mætti ekki nota slík lagaálit því þau gætu hjálpað málstað Íslands.

Kanna hvort Landráðin eru framin viljandi eða af gáleysi.

Ég bloggaði um frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Hugi Freyr Þorsteinsson, einn samningamanna hafði þetta að segja um hið meinta notkunarleysi hins breska lagaálits.

Nefndinni var einfaldlega farið að klára samningana enda hafði dómstólaleiðin þá fyrir löngu verið útilokuð. Hlutverk okkar var ekki að undirbúa dómsmál og því ekki talin ástæða til að láta útibúa lagalega álitsgerð.“

Í framhaldi af því spruttu hugleiðingar sem ég tel rétt að láta fylgja með þessu bloggi, því þó Össur þyki þetta léttvægt þá a.m.k. finnst mér það ekki.  En hér er glefsa úr fyrsta bloggi dagsins.

Rök sem studdu málstað Íslands voru virt að vettugi.  Fyrirmæli samninganefndarinnar voru ekki að ná fram réttlátri og réttmætri niðurstöðu.  Fyrirmælin voru að taka því sem bretar og Hollendingar voru tilbúnir að fallast á.

Vildu þeir ekki ræða lögfræðiatrið sem sýndu fram á að fjárkröfur þeirra voru ólöglegar, þá átti að spyrja þá kurteislega að því, hvað þeir vildu þá ræða.  Og hvað eigum við að borga?

Halldór Laxnes hélt því fram í Íslandsklukku sinni að niðurlæging Íslands hefði náð hæstu hæðum þegar eina sameign þjóðarinnar var höggvin á Þingvöllum og send utan til bræðslu.  Kannski er það rétt hjá honum, en að mörgu er að taka í köflóttri sögu þjóðarinnar.  

En ekkert veit ég sem toppar þessa niðurlægingu og þann þrælahugsunarhátt sem ráðamenn þjóðarinnar hafa tileinkað sér.  

Smán þessa fólks er algjör.

En þetta þarf ekki að vera svona.  Ísland þarf að komast að samkomulagi við nágrannaþjóðir sínar en það samkomulag þarf bæði að vera réttlátt og réttmætt.  Þær raddir hafa heyrst að við eigum að fá erlenda samningamenn, eins og við kunnum ekki sjálf að tala og standa á rétti okkar.  Vissulega á að leita sér aðstoðar færustu erlendra sérfræðinga en íslenska samninganefndin á að vera skipuð hæfu fólki sem trúir á málstað okkar og finnur öll þau rök sem styðja hann.  

Og valið er ekki flókið.  Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, Herdís Þorgeirsdóttir lagaprófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, eiga að mynda kjarnann í íslensku samninganefndinni.  

Þetta fólk myndi tryggja réttláta samninga og um leið bjarga æru Evrópu frá því að endurtaka rúm 60 ára gömul vinnubrögð kúgunar og óréttlætis, vinnubragða sem síðast voru notuð þegar Vesturveldin kúguðu Tékkóslóvakíu til að láta hluta af landi sínu til þriðja ríkisins.   Sú smán Evrópu leiddi að lokum til mikilla mannvíga því kúgun lætur aldrei staðar numið.  

Réttarríkið var fundið upp til að koma í veg fyrir slík vinnubrögð.  

Gleymum því aldrei.

Já, gleymum því aldrei.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fór fram á afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur greindarvísitala hjá háttvirtum ráðherra nokkurn tíma verið mæld?

j.a. (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:07

2 identicon

Hann ætti bara að snúa sér að fiskunum .Tómt gaspur !

Kristín (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Er ekki Laddi orðinn sextugur.  Spurning hvort honum vanti afleysingu?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.7.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 294
  • Sl. sólarhring: 539
  • Sl. viku: 4742
  • Frá upphafi: 1329304

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 4173
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband