Í meinloku LáruHönnu er harmleikur félagshyggjufólks fólginn.

Það telur að núverandi óhæfuverk sé réttlætanleg því annars væru einhverjir aðrir að stjórna sem fremdu ennþá meiri óhæfuverk. 

En vandinn er sá og allt raunverulegt félagshyggjufólk veit í sínu félagshyggjuhjarta, að óhæfuverk eru óhæfuverk og tilgangur þess í pólitík er að berjast gegn þeim, allstaðar, hvar sem þau birtast.

Fyrsti pistill LáruHönnu á morgunvakt Rásar 2 birtist orðræða Hólmsteina eins og best hún gerir.  "Davíð" er góður og þið hin eigið bara eftir að uppgötva náð hans.

"Núverandi ríkisstjórn hefur rétta hugarfarið og þó margt miði hægt og margar ákvarðanir séu óvinsælar og vissulega er ICEsave málið ömurlegt, þá hefðu hinir verið miklu verri".

Laxness sagði í Moskvutrúboði sínu að þó milljónir ukranískra bænda syltu heilu hungri þá væri það ekki við sósíalismann að sakast því margir af þeim hefðu aðeins fengið vondan mat að borða á dögum keisarans.

Þessi meinloka sósíalista varð loks banamein þeirra því fólk kærði sig ekki um að hlusta á fólk sem endalaust réttlætti óhæfuverk með tilvísun í það að aðrir hefðu verið verri og núverandi handhafar illra verka er fólk sem vill vel þó illt gjöri.  En fólk keypt ekki þá skýringu að viljinn til góðra verka réttlætti óhæfuverk.

Óhæfuverk eru óhæfuverk, vond stjórn er vond stjórn, sama hvað annars má segja um fólkið sem skipar hana.

Fólk með réttlætiskennd styður ekki  stjórn sem er Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Þó Nýfrjálshyggjan hafi virst ósigrandi á tímabili þá á hún undir högg að sækja, og víðsvegar um heim þá  berst félagshyggjufólk, já og líka heiðarlegir íhaldsmenn, gegn óhæfuverkum sjóðsins, sem eru framdar í nafni Nýfrjálshyggju gegn fátækum íbúum þessa heims.  Félagshyggjumaður sem gengst undir ok sjóðsins og tekur að sér böðulsverk hans, er ekki lengur félagshyggjumaður, heldur fyrrverandi félagshyggjumaður.

Fólk með réttlætiskennd styður ekki stjórn sem ekki hefur rétt litla fingur til að hjálpa ungu fjölskyldufólki í erfiðleikum sínum.  Þetta unga fólk bar ekki ábyrgð á fasteignabólunni, það bar ekki ábyrgð á því að fjárglæframenn nauðguðu krónunni og þetta fólk átti enga aðra valkosti en að kaupa dýrt húsnæði á verðtryggðum lánum.

Núna segir félagshyggjan við þetta sama fólk að það hafi getað kennt sjálfum sér um, það sé óreiðufólk.

Bara þetta tvennt, ok Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og svikin við unga fólkið, er nægjanleg ástæða að enginn með réttlætiskennd styður þessa ríkisstjórn, og án réttlætiskenndar er ekki hægt að kalla sig félagshyggjumann.

En valdafíklar gera hvað sem er fyrir völd sín.  Afsökun út af fyrir sig.  En hver er afsökun þeirra sem styðja þessa fíkla?

Gleymum því aldrei að Vont er vont, hvaðan sem það kemur.

Og íslenska þjóðin á ekki þessi ósköp skilið.

Jafnvel þó hún hafi keypt flatskjái.  Það réttlætir ekki þessa refsingu.  Og fólk keypti flatskjái því búðirnar voru hættar að selja gömlu túpusjónvörpin.  Það kallast framþróun.  Við keyptum líka jeppa því hesturinn, þó vel hafi reynst, þá er hann ekki praktískt farartæki á 21. öldinni.

En hafi það verið rangt, þá á að duga að segja "skammist ykkar", en þrælahlekkir alþjóðlegs auðmagns er refsing sem enginn á skilið.

Skilji félagshyggjan ekki þetta og er hörð á því að krefjast ánauðar íslensks almennings til handa, þá endar hún á öskuhaug sögunnar, í gryfju við hliðina á útrásarvíkingunum.

Ánauð er ekki valkostur fyrir íslenska þjóð.  Rás 2 setur niður við svona pistla.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Ómar

Þetta er Kjarni málsins.

það er fullkominn hræsni að halda áfram, gengdarlausum niðurskurði í velferðarkerfinu til að fjármagna Þjóðnýtingu á tapi útrásarvíkinganna og Peningastefnu sem þjónar alþjóða auðvaldi. Réttlæta það svo með því að aftakan sé miklu mannúðlegri ef hún framkvæmt af fólki sem kennir sig við félagshyggju. því miður þá hefur þetta verið einkenni á svokölluðum jafnarmönnum (þ.e. pólitískum flokkum sem kenna sig við jafnaðarmennsku). þeir hafa síðan járntjaldið féll talað fyrir því að arðrán nýfrjálshyggjunnar sé miklu mannúðlegri í þeirra höndum (sbr. hið svokallaða new labor).

 Glæpurinn er sá sami óháð því hver fremur hann. Að halda öðru fram er hræsni.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 5.7.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Og ef hún LáraHanna væri ekki virt vegna þessarar sömu baráttu, þá væri mér alveg sama þó hún segði að núverandi stjórn væri skást og það þyrfti að taka réttar ákvarðanir.

Ég var sammála LáruHönnu á meðan hún barðist gegn Nýfrjálshyggjunni (sem ég tel að allir ættu að berjast gegn, líka íhaldsmenn) og ég er ennþá sammála því sem hún sagði þá.  En hún er það ekki.  Og í því er fólginn hennar harmleikur.

Og eins og þú tekur undir með mér, þá snýst málið ekki um erfiðar ákvarðanir, heldur réttar ákvarðanir.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband