30.6.2009 | 09:32
Neyðarlögin skapa ekki allsherjar ábyrgð á öllum innlánum.
Þessu halda blekkingarmeistararnir fram og margt gott fólk trúir.
Því er til dæmis haldið fram, að er um mismunun er að ræða þá gætu öll ICEsave innlánin fallið á íslenska ríkið. Þess vegna er betra að borga ICEsave ábyrgðirnar á afarkjörum, í stað þess að hætta á að fá alla súpuna í hausinn.
Landsbankinn var hlutafélag og þess vegna er það þrotabú bankans sem er í ábyrgð fyrir öllum innlánum, ekki eigendur bankans og ekki heimaríki hans. Um þetta er ekki hægt að deila.
En deilan snýst um hvort Ísland eigi samkvæmt tilskipun ESB að greiða lágmarksinnlánstryggingu. Nú stendur í þessari sömu tilskipun að aðildarríki séu ekki í ábyrgð, hafi þau komið á fót löglegu innlánstryggingarkerfi sem greiðir út þessa ábyrgð. Og ef eitthvað stendur skýrum stöfum að maður eigi ekki að gera, þá er lágmarkið að dómstólar dæmi þá mann til að gera það sem ekki á eða má. Löggan á til dæmis ekki að geta sektað ökumenn fyrir að stöðva á rauðu ljósi svo dæmi eru tekin.
Og dæmist þessi ábyrgð á íslenska ríkið, þá er ljóst að það er þessi ábyrgð en ekki öll innlán Landsbankans, sem um ræðir.
Það er fjarstæða, án nokkurs lagagrundvöll að halda því fram að EES dómstóll geti dæmt íslenska ríkið til að greiða öll innlán Landsbankans.
En noti íslenska ríkið eigur Landsbankans á ólöglegan hátt til að ábyrgjast öll innlán á Íslandi, þá verður það að skila eigunum, auk vaxta en það er ekki gagnályktun að það þurfi þess vegna að greiða öll innlánin sem í bankanum eru. Slíkt er og verður alltaf hlutverk þrotabúsins og það er fiffið í eigum þess sem deilan snýst um. Lögin og reglunar um tryggingasjóð innlána koma því máli ekki við.
En lögin eru ólögleg, þau mismuna er haldið fram. En hvað gerist ef það er rétt??????
Nú það getur aldrei gerst annað en annað af tvennu.
1. Ef ESA gerir kröfur um úrbætur til dæmis á grundvelli mismunar, þá getur íslenska ríkið haldið uppi vörnum fyrir EFTA dómstólnum, eða gert þær lagfæringar sem ESA krefst.
2. Telji íslenska ríkið sig vera með tapað mál og vill ekki fara með það fyrir dóm, og telji það jafnframt að úrbætur ESA séu of kostnaðarsamar. Til dæmis ef krafan verði sú að bakábyrgð íslenska ríkisins nái til allra innlána í íslenskum bönkum, óháð því landi sem þeir starfa í. Þá fellir íslenska ríkið einfaldlega lögin úr gildi. Setur ný lög sem standast hinar meintar reglur ESA, eða þá lætur málið kjurt liggja.
Lög, sem eru ólögleg af einhverjum orsökum, er annaðhvort breytt samkvæmt ábendingum dómstóla eða þau eru felld niður.
Ef það er ólöglegt að veita Súðavík byggðarstyrk vegna aflabrests, án þess að önnur sjávarþorp fái líka, þá hættir ríkið einfaldlega við byggðastyrkinn. Ef sértækt er bannað þá er engin gagnkrafa að það verði almennt. Sértækt er þá einfaldlega bannað.
Og það eru fáráð að láta sér detta gagnályktunina í hug. Dómstólar setja ekki lög. Þeir taka bara atstöðu til hvort þau séu gild eða ógild.
Ef íslenska ríkið má ekki ábyrgjast innistæður á Íslandi, eingöngu, þá getur það vissulega útvíkkað sína ábyrgð. En það er því í sjálfsvaldi sett. Og hinn möguleikinn, að hætta við allar ábyrgðir, er líka fullgildur og enginn dómstóll getur bannað það.
En dæmist þetta mismunun þá er ESB fallið, því sértækar aðgerðir til að bjarga efnahagslífi viðkomandi landa, eru margar þessa daganna. Og falli okkar lög, þá er til dæmis aðgerðir Frakka til að bjarga frönskum bílasmiðjum ólöglegar, aðgerðir breta til að bjarga sínum bönkum sömuleiðis.
Fólk á að hugsa aðeins áður en það trúir hvað bulli sem er.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.