Snillinganna ráð,

er líkt og konunnar sem ætlaði að borga Vísa vanskil sín í bankanum; "tekur þú Visa" spurði hún gjaldkerann.

Steingrímur Joð ætlar að mæta skuldavanda ríkissjóðs með því að taka stórt risalán og greiða með því landráðsskuldir Björgólfs og Björgólfs.  Til þess að fá fleiri lán og síðan aftur fleiri lán.

En öll svona hringavitleysa stoppar að lokum.  Og sú stöðvun heitir gjaldþrot.

Voru þessir 1.800 milljarðar inní þeim tölum sem viðskiptaráðherra hafði bak við eyrað þegar hann sagði að íslenska þjóðin færi létt með að bæta á sig ICEsave láninu.

"Það var ekkert mál að endurnýja sófasettið" sagði maður einn við mig fyrir nokkrum árum síðan.  Þetta fer bara á Visa rað og maður ræður alveg við svona léttar afborganir.  Vissulega alveg rétt, nema ef ekki hefði verið vegna þeirrar beisku staðreyndar að þetta var 5. raðgreiðslan hans.  Og svo var það bílalánið og húsið.  En þegar hann vitkaðist þá slapp hann með því að selja húsið og fá sér annað minna.

En íslenska þjóðin er ekki svo lánsöm á meðan Litlu snillingarnir ráða för.  Þeir bæta við lánum og mæta kotrosknir í viðtal og segja að þetta er ekkert mál.  Og fagfólkið okkar í fjölmiðlastétt spyr þá aldrei hver heildartala allra lána og afborgana er.  

Steingrímur Joð hefur áhyggjur af næstu mánuðum og hann telur að ICesave sé eina leiðin til að fá endurfjármögnun á önnur lán.  En hann á ekki pening til að greiða niður lán.  Og árin sjö eru fljót að líða.  Hvað ætlar hann að gera eftir 7 ár þegar ICEsave lánið kemur til greiðslu. 

Endurfjármagna það líka segir hann.  Hann er eins og spilafíkillinn sem endalaust heldur að það sé hægt að kría út ný og ný lán til að fjármagna fíkn sína.  Stóri vinningurinn sé handann við hornið. 

En það er enginn stóri vinningur á leiðinni.  Íslensk stjórnvöld þurfa að viðurkenna vanmátt sinn sökum efnahagshrunsins og semja um sín lán á viðráðanlegum kjörum.  Og þau eiga aldrei að taka lán fyrir ICEsave með þjóðarveði í eigum landsmanna.  Slíkt er glæpur.

Dæmist ICEsave á íslensku þjóðina þá semur hún um árlegar greiðslur sem efnahagslífið ræður við.  Aðeins þannig mun kakan stækka í framtíðinni.  

Og þá heilbrigða skynsemi munu þjóðir Evrópu skilja að lokum.  

Þú greiðir ekki meira en þú getur.  Og það eru mörg hundruð ár síðan siðaðar þjóðir hnepptu skuldara í þrældóm vegna skulda sinna.  

Það er ekkert að óttast nema óttinn sjálfur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is 200 milljarðar á gjalddaga 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

"Og það eru mörg hundruð ár síðan siðaðar þjóðir hnepptu skuldara í þrældóm vegna skulda sinna."

Ah....ég held að þú hafir ekki tekið ísland með í þessari setningu. Hér eru skuldarar hnepptir í þrældóm og ekkert annað. 

Jón Svan Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Kannski Jón, Kannski.

En það er ekki náttúrlögmál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 534
  • Sl. viku: 721
  • Frá upphafi: 1320568

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 630
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband