En hvað ætla menn að gera við þessa peninga???

Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er skammtímalán.  Hagkerfi í vandræðum ná ekki til að greiða þau til baka innan þess tíma sem þau hafa til þess.

Þá þurfa þau að endurfjármagna lánin og þá sýnir Nýfrjálshyggja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins krumlurnar.  Hann er jú einu sinni rekinn eftir því yfirlýsta pólitíska markmiði að koma eigum fátækra þjóða í hendur á alþjóðlegum auðhringum.  Standi starfsmenn sjóðsins sig vel í arðráninu og almennum skepnuskap, þá bíða þeirra feit og vellaunuð störf hjá þessum sömu auðhringum.  Græðgin og mannvonskan hugsa alltaf um sína.

Þess vegna er það glæpsamlegt hjá félagshyggjufólki að stuðla að framgangi sjóðsins.  Vitna máli mínu til stuðnings í þann mæta mann Ögmund Jónasson og góða grein hans í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku.  

Og hvað ætla menn að gera við þessa peninga????   

Síðast þegar  ég vissi þá var yfirlýstur tilgangur þeirra að vera varasjóður Íslands, en allir sem lágmarks skynsemi hafa, vita að lán eru aldrei varasjóður.  Þau geta hjálpað í neyð, en þá vegna neyðar.  Og hvað neyð knýr á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemst upp með óhæfuverk sín gagnvart íslensku efnahagslífi og íslenskum almenningi.  

Er útflutningurinn stopp.  Brunnu öll álver til kaldra kola á sama tíma?  Vantar nýja jeppa eða fleiri flatskjái??  

Eða þarf að fjármagna ný hlutabréfakaup braskara??  Eða nýtt gjaldeyrisbrask???  

Er lánið tekið svo vinir Vilhjálms Egilssonar hjá Viðskiptaráði sjái fram á nýtt blómaskeið út í haga???

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja að austan.


mbl.is Greiðsla frá IMF í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar 

Lánið frá AGS og hinum sem ætla að lána okkur munu líklega öll fara í krónu og jöklabréfin þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Þá tekur svartnættið við eða þannig minn kæri.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.7.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessasður Arinbjörn.

Ekki segja þeir en ef við notum þessi lán þá er við fyrst í vondum málum.

En þá verður gaman hjá áhugafólki um byltingar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.7.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 1412793

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1089
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband