29.6.2009 | 11:28
Ögurstund þjóðarinnar nálgast.
Mun félagshyggjunni takast að gera landið illbyggjanlegt alþýðu þessa lands, sem mun bera drápsklyfjar rangindanna á herðum sér?
Hve langt er hægt að teyma þingmenn VinstriGrænna í svikum við sína eigin kjósendur??
Hvernig vogar Steingrímur Joð sér að vitna í yfirlýsingar fallinna ráðamanna, ráðamenn sem alþýða þessa lands hrakti frá völdum í Búsáhaldabyltingu sinni?????
En höfum eitt á hreinu. Þó undirritaðar yfirlýsingar þessa manna séu til í gámavís, þá eru orð þeirra ekki lög. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands þá er löggjafarvaldið í höndum Alþingis, ekki í höndum framkvæmdavaldsins eða einstakra embættismanna.
Steingrímur Joð! Orð Davíðs eru ekki lög.
Og þvingaðar undirskriftir, sem þetta voru, eru ekki bindandi, hvorki fyrir einstaklinga eða þjóðir.
Tilskipun ESB um innlánstryggingar er skýr. Íslenska þjóðin er ekki í ábyrgð fyrir Björgólf og Björgólf.
Látum ekki draum Nýfrjálshyggjunnar enda í martröð félagshyggjunnar.
Almenningur á sinn rétt. Þjóðir eiga sinn rétt. Allir eiga rétt á dómi áður en aftakan fer fram.
Gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.
Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.
Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson í drottningarviðtal hjá ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.
Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í marga mánuði.
Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í 1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum.
Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina í Sjálfstæðisflokknum.
Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.
Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
RagnarA (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 12:31
Athyglisverð síða: http://iceslave.is/
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 12:32
>Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
Og hina flokkana líka! Langbesta stjórnunin væri fólkið sjálft í landinu tæki sig til við að stjórna. Annað og nýtt kerfi!
Guðni Karl Harðarson, 29.6.2009 kl. 13:02
Blessaður Ragnar.
Mikill er máttur Davíðs í þínum huga en þó máttugur sé, þá er hann ekki stofnandi og aðalframkvæmdarstjóri alþjóðlegs kapítalisma EES samningurinn er heldur ekki hugarfóstur hans.
En bankamenn okkar störfuðu samkvæmt þeim samningi og fóru á hausinn eins og menn mega í alþjóðlegum kapítalisma. Til að vernda innistæðueigendur kom ESB á fót samræmdu innistæðukerfi, sem var fjármagnað af bankakerfi viðkomandi landa. Ekki var ætlast til að fjármögnun væri skattpeningur almennings, og reyndar talar tilskipun ESB um innlánstryggingar mjög á móti því að einstök stjórnvöld væru að bjóða upp á betri "tryggingar" því það skekkti samkeppnina.
Og samkvæmt því tryggingakerfi sem ESB kom á fót þá á innlánstryggingasjóður að greiða innstæðutryggingar. Ekki ég, ekki þú, ekki Davíð Oddsson. Ef til þess væri ætlast þá kæmi það fram í tilskipun ESB að við ættum að greiða.
En ef tryggingasjóðnum vantar fé, þá má hann taka lán, ef einhver vill lána. Fólkið, sem eltir forystumenn sína í blindri hlýðni, eða vill greiða þessar ábyrgðir vegna óvildar á Sjálfstæðisflokknum, því er guðvelkomið að selja eigur sínar og lána sjóðnum. Það sama gildir um þá sem skammast sín svo mikið fyrir græðgikapítalismann að þeir vilja borga æru sinnar vegna.
Ég vil það ekki. Mér er persónulega mjög illa við græðgikapítalismann og tel að við þurfum að stokka upp spilin og byggja upp heilbrigt efnahagslíf á okkar eigin forsendu. Ég vil ekki að þjóðin falli í þá gryfju að endurreisa hið gamla kerfi auðmanna og Leppa þeirra eins og núverandi ríkisstjórn dreymir um. ICEsave landráðin eru birtingarmynd þess draums.
Hvernig fjármögnum við hið nýja hagkerfi?? Það er gott ef enginn vill lána. Þá sníðum við okkur stakk eftir vexti. Það er ósiður að taka sífellt ný lán til að greiða þau gömlu. En auðlyndir okkar eru verðmætar og seljast dýrum dómi. Þaðan kemur auðlegð þjóðarinnar. Og þess vegna knýr ESB okkur til þessara nauðungarsamninga með veðsetningu eigna þjóðarinnar. ESB hefur engan áhuga á skuldum Björgólfs og Björgólfs, það eru auðlyndir landsins sem það girnist. Og það er vel þekkt að innan hvers ríkis finnast menn sem selja allt, æru sína, sæmd, ömmu sína og nágranna, bara ef þeim býðst forfrömun hjá hinum "stóru" og "ríku".
En ég tel að þjóðin eigi að halda sig við lögin og greiða það sem innlánstilskipun ESB kveður á um, ríki um réttaróvissa, þá geta þeir sótt rétt sinn sem telja á sér brotið. Dæmast þessar skuldbindingar vera íslensku þjóðarinnar, þá semur hún en sem sjálfstæð þjóð og eftir þeim alþjóðlögum sem gilda um svona tilvik.
Nauðung er nauðung og hana eigum við aldrei að sætta okkur við. Og Davíð Oddsson kemur þessu máli ekkert við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.6.2009 kl. 18:21
Takk Guðmundur.
Og blessaður Guðni.
Flokkarnir koma málinu lítið við. Fólk er seint sammála um hverjum er hvurs og hver ber ábyrgðina. Almenna reglan er að fólk sér bjálkann hjá andstæðingum sínum en flísina hjá sínu fólki.
En á sökkvandi skipi telst svona hugsunarháttur vera heimska. Heimska ræður hinni pólitísku umræðu í dag. Og þeir "heimskustu" fara með völdin í dag. Og í gær því Steingrímur Joð er lítið annað en að lesa upp úr minnisblöðum Árna Matt.
En heimskan bjargar ekki neinum frá drukknun, jafnvel glópalán dugar ekki til.
Þess vegna á þjóðin að hætta þessari vitleysu og gera það sem gera þarf.
Verkefnin blasa við og lausnirnar eru ákaflega einfaldar. Þær felast í því að leysa viðkomandi vandamál. Ekki segjast leysa þau með ráðum sem auka vandann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.6.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.