23.6.2009 | 22:20
Guð hjálpi og varðveiti ríkisstjórnina.
Er þetta það besta sem þetta ólánsama fólk gat gert.
Jakob Möller af öllum mönnum. Ágætur maður og hæfur lögfræðingur en hann er með stimpil. Hver tekur mark á Jakob þegar fallbyssur eins og Magnús Thoroddsen og Sigurður Líndal eru á móti. Og þykist hann vera hæfur til að kenna Stefáni Má Stefánssyni lögfræði???? Eða Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor eða Björgu Thorarensen, forseta lagadeildar.
Og hvað lögfræðiálit notar frasa eins og "mér var tjáð", "ég tel" eða "komi sér að mestu fyrir sjónir". Er slíkt orðið lögfræði???? Gildismat fólks?????
Þó ég sé hatrammur andstæðingur ICEsave samkomulagsins þá finnst mér það sárt að nauðvörn ríkisstjórnarinnar er ekki á hærri plani en þessu. Þetta er þrátt fyrir allt ríkisstjórn íslenska lýðveldisins.
Í raun er maður orðlaus yfir getuleysinu og dómgreind þeirra Jóhönnu og Steingríms. Það liggur við að maður skammist sín fyrir allar skammirnar. Að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur er ekki sérlega stórmannlegt. Ég hélt alltaf að þetta fólk kynni að verja sig. En núna líður mér eins og manni sem telur það æðstan dugnað að stela nammi frá litlum krökkum eða fara í kapphlaup við mann í hjólastól.
Ósköp vorkenni ég stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar í Netheimum að þurfa verja þessi ósköp.
Aumingja VinstriGrænir. Búnir að bíða í öll þessi ár og þeim tókst að gera sig að fífli á innan við 150 dögum. Og svíkja í leiðinni kjósendur sína og stuðningsmenn. Að ég tali ekki um draum okkar um réttlátara og betra þjóðfélag.
Í dag eru þeir hækjur auðmanna, sem beita öllum sínum kröftum til að ná fyrri styrk og sölsa undir sig restinni af þjóðarauðnum. Og svo þurfa þeir að nota fimm aura plagg lögmanns þessara sömu auðmanna sem þeir gagnrýndu svo hart.
Af hverju var ekki Atli Gíslason fenginn til að semja lögfræðiálit??? Hann kann lögfræði og er þekktur sem slíkur. Jafnvel Sveinn Andri Sveinsson er það aumingjagóður að hann hefði gert betur en þetta. Hann hefur séð svartari málstað sem hann hefur þurft að finna málbætur á. Og reynt að gera eftir bestu samvisku.
Af hverju Jakob Möller??? Hver er dómgreindin???
""Mér var tjáð" herra dómari að þetta mætti. Jú, alveg sagt. Það má keyra yfir á rauðu ljósi, það var maður sem sagði mér það".
En núna segi ég það alveg satt. Þessi aumingjaskapur dugði til að þagga niður mér. Í bili að minnsta kosti.
Og ég get ekki verið einlægari í lokaorðum mínum en að segja:
Guð blessi Íslensku þjóðina.
Margt á hún skilið en þetta er einum of.
Kveðja að austan.
Hagstæð ákvæði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 17
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 2195
- Frá upphafi: 1404966
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1887
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
ES:EU má nú ekki við mikilli neikvæðri umfjöllun hjá stóra alþjóðasamfélaginu. Ég óttast ekki málstað Íslensks almennings og segi stefni Brussurnar okkur. Hollenski Seðlabankinn var nú að gefa einhverja yfirlýsingu um meint misferli Íslenskra eftirlits ábyrgðaraðila.
Júlíus Björnsson, 23.6.2009 kl. 23:16
Það fólk sem er "ólánsamt" er það fólk sem kom okkur í þessa stöðu og er núna nánast fyrirlitið af þjóð sinni. Það fólk sem studdi þá hugmyndafræði sem að baki hruninu liggur er líka "ólánsamt", það lagði sitt lóð á vogarskálarnar undangengin ár með atkvæði sínu. en það getur kennt heimsku sinni um, gott og vel. En að yfirfæra eigin heimsku yfir á þá sem eru að moka skítinn, líkist helst ruglkenndu hjali þess sem rankar við úr roti.
ben húr (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:37
Góður Ómar.
Ívar Pálsson, 23.6.2009 kl. 23:41
Segir þetta ekki allt sem þarf um "hlutleysi" og "fagmennsku" Jakobs Möller?
“Þó er afleitt að skamma þá sem reyna að afstýra vanda sem aðrir hafa valdið og láta þá sem freista að afstýra sitja á sakamannabekk.”
Og hverja á Jakob þarna við? Samfylkinguna og verkkaupandann Össur sem vilja ekki kannast að hafa verið í hrunstjórninni og hvað þá að ICSESAVE bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson að sinna ráðherraskyldum sínum sem varði sukkið og svínaríið allt fram að hruninu?
Er hægt að taka jafn pólitísk vinnubrögð sem þessi alvarlega?
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:07
Blessaðir félagar.
Júlíus, þeir áttu að hafa eftirlit meðan hinir meintu glæpir voru framdir. Allt sem kemur frá þeim núna er liður í áróðursstríði, þeir eru ekki það heimskir að halda að 33 vitleysingar finnist á Alþingi Íslendinga, og málstaður þeirra er slæmur.
Ben Húr. Fjósamaður sem mokar flórinn á þann hátt að hann kaffærir allt fjósið í skít, er rekinn á staðnum. Það er ekki nóg að hafa vilja til verka, menn verða að kunna til þeirra. Og þú getur sjálfur verið heimskur. Aðeins heimskur maður áttar sig ekki á muninum á fortíð og nútíð, hvað þá að hann viti ekki að það er ekki hægt að breyta fortíðinni, en þú ræður yfir nútíðinni og það er aðeins hún sem við höfum í hendi til að bregðast við atburðum fortíðar, til dæmis til að lágmarka skaða rangra gjörða. Sá sem segir á strandstað að það þýðir ekki að skjóta út línu því við vorum svo heimsk að stranda, hann er feigur.
Og ég er ekki feigur.
Takk Ívar. Það er eins gott að taka pásuna með stæl.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 00:10
Blessaður Guðmundur.
Þetta er orðið sorglegur skrípaleikur. Það eina sem bjargar þessari ógæfustjórn er algjör vanhæfni, ásamt mikilli hlutdrægni, fjölmiðla. En mér skilst að jafnvel Sigmar greyið sé að vakna, fór víst illa með Gylfa í kvöld.
En þetta útspil Jóhönnu tókst eitt. Hún afsannaði hið fornkveðna, "Lengi getur vont versnað". Þetta er botninn, klúðrið er algjört.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 00:19
Ég bíð eftir því að það verði stofnaður beturvita flokkur, þá þyrftum við ekki að kvíða eins eða neins. Þá þyrftum við heldur ekki að huga að fortíðinni, því við vissum betur, ekki satt?
ben húr (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:29
He, he, núna líst mér betur á þig Húr. Þetta er karlmannlega mælt.
Og svo ég haldi mig við skútu líkinguna, þá fara alltaf fram sjópróf eftir strand. Og á þeim læra menn og dæma ef við á.
En til þess að einhver vitni séu í réttarsalnum, þá þarf fyrst að bjarga áhöfn og farþegum af strandstað.
Og trúðu mér. Það þjást fleiri af heilbrigðri skynsemi en þú heldur, mjög stór hluti þjóðarinnar meira að segja, en margir vita ekki af því.
En vitið kviknar í neyð og þá hefst uppbyggingin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.