Enda átti ríkið ekki krónu í bankanum.

Stjórnendur þessa banka tóku sér hundruðir milljóna í laun og kaupauka.  Það var réttlætt með því að þeir ráku einkabanka og stjórnvöld gátu ekki komið siðlegu skikki á hegðun þeirra.

Þegar þeir fara á hausinn, sem öllum er heimilt samkvæmt lögum, þá ber ríkið allt í einu ábyrgð á gjörðum þeirra.

Ef rétt er þá er um kapítalisma andskotans að ræða.  

En síðast þegar ég vissi þá var andskotinn ekki til.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki króna á ríkið vegna EDGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ríkið sjálft sem ákvað að taka á sig þessar skuldbindingar. Eins og ég skil þetta, er það þannig að ríkið þurfi að greiða allar innistæður (upp að x-marki) í öllum innlendum bönkum. Icesave var íslenskur banki, ekki Edge. Hins vegar, þá ber ríkin sjálfsögðu að greiða upp allar þær innistæður í þeim bönkum sem að það sjálft á, hvort sem það er bankar á íslandi eða erlendis.

Það var ríkið sjálft sem ákvað að fara þessa leið og taka á sig alla þessa erlendu banka. Það er því ekkert nema sjálfsagt að innistæðurnar séu greiddar af ríkinu þegar að ríkið á bankana, annað væri bara rán. Svo er annað mál hvort við græðum á þessu öllu saman eða ekki, allavega hefði eignartapið orðið alveg gífurlegt.

Ragnar Snorrason (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaur Ragnar.

Eitthvað hefur þú misskilið þetta allt samann.  Ríkið á ekki þessa banka.  Ríkið setti skilanefndir yfir gömlu bankanna og stýrir þar með lokun þeirra. 

Þú ert að rugla saman við nýju bankanna sem ríkið stofnaði og þar gildir sú regla að eignir koma á móti skuldum.

Umræðan að ríkið eigi að borga er komin frá Þjóðverjum sem gerðu þá kröfu og hundsuðu þar með öll lög og reglur um ábyrgð eiganda á hlutafélögum og í þokkabót gerðu heimaland banka ábyrgt fyrir skuldum þeirra.  Krafa sem þeir hafa ekki gert öðrum.

Kaupþing Edge átti fyrir innistæðum en það þurfti ekki að vera.  Hvað þá????  

Það er grundvallar prinsipp að lög og réttur sé virtur.  Líka gagnvart smáþjóðum.  Þetta skilja allir nema þeir sem telja þjóna sínum pólitískum markmiðum að níðast á sinni eigin þjóð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 3843
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3369
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband