18.6.2009 | 09:59
Þess vegna er þessi samningur landráð, Indriði minn.
Það stendur hvergi, ekki stafkrókur í EES samningnum að þjóðríki sé í ábyrgð fyrir einkabanka sína. Þjóðríki ber skylda til að leyfa bönkum Evrópska efnahagssvæðisins að starfa á jafnréttisgrunni innan sinna landamarka og því er ekki heimilt að hindra starfsemi sinna banka í öðrum löndum efnahagssvæðisins. Ákvæðið um frjálst flæði fjármagns og þjónustu tryggir það.
Að vísa í ákvæði EES samningsins um að Ísland sé í ábyrgð fyrir skuldum Björgólfs og Björgólfs, er ekki einu sinni fjarstæða, og þó því sé logið um víðann völl af Borgunarsinnum, þá nær það ekki einu sinni að vera lygi. Vegna þess að þetta er ekki. Þetta er tilbúningur eða trú, í hugum þeirra sem vilja svo heitt að Ísland gangi í Evrópusambandið og telja að það sé gert með ólögum og þrælasamningum.
Og það stendur hvergi í tilskipun ESB um innstæðutryggingar að þjóðríki eigi að borga það sem upp á vantar að tryggingasjóðir innlána geti staðið við skuldbindingar sínar. Hins vegar er skýrt kveðið á um að fjármálastofnanir sem eru aðilar að tryggingasjóðnum og falla undir lög um hann, eigi að fjármagna hann, án þess þó að slík skylda skaði starfsemi þeirra og fjárhag.
Annað stendur hvergi í tilskipun ESB. Og þess vegna fer ESB ekki með málið fyrir dóm. Það hefur ekkert mál í höndunum. Sú fullyrðing að Ísland eigi að borga er hvergi raunveruleg nema í hugum íslensks Borgunarfólks. Fólksins sem þráir svo heitt að trúa. En fattar bara ekki að fá útrás fyrir trúþörf sína í kirkju eða mosku.
En með kúgun og nauðung er Íslandi stillt upp við vegg og það látið skrifa undir skuldbindingar. Skuldbindingar sem eru innsiglaðir með eigum landsins. Og kúgarinn fer með dómsvald ef til ágreinings kemur.
ICEsave skuldbindingin, sem var aldrei skuldbinding íslenska þjóðríkisins, er orðin skuldbinding þess eftir þetta samkomulag.
Og það eru landráð Indriði minn.
Kveðja að austan.
Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 266
- Sl. sólarhring: 838
- Sl. viku: 5997
- Frá upphafi: 1399165
Annað
- Innlit í dag: 225
- Innlit sl. viku: 5080
- Gestir í dag: 217
- IP-tölur í dag: 214
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisver. Getur þú vinsamlegast vísað nákvæmlega hvar í ESB og EES samningnum ofangreint kemur fram?
Bestu kveðjur
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 18.6.2009 kl. 11:18
Ja nú kemur vel á vondan Grétar. Þó hæfileikaríkur sé þá get ég ekki vísað á hvar það kemur fram sem þú biður um, því það er ekki hægt að vísa á það sem ekki er til staðar.
En ég get vísað á tilskipun Esb um innlánstryggingar í íslenskri þýðingu. Þú mátt svo lesa. Og ég ætla að blogga ef ég nenni um þau lög og reglur sem Stefán Már er að vísa í. Um EES samninginn má benda á þann vinnugang sem er til staðar ef ríki samningsins uppfylla ekki tilskipanir ESB og það er grunnatriðið í þessu máli.
Ef íslensku lögin standast ekki tilskipunina sem ég vísa þér á, þá hefst ákveðið lögbundið ferlið sem Ísland hefur skuldbundið sig að hlíta. Það að þetta ferli hófst ekki, þýðir aðeins eitt og það er sú einfalda staðreynd að íslensku lögin uppfylltu ESB tilskipunina.
En linkurinn er hér og þú mátt sjálfur fletta upp á EES samningnum ef þú vilt reka ofaní mig þá staðhæfingu að um ábyrgð þjóðríkis á starfsemi einkabanka sé ekki í EES samningnum.
http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/2D030C953DBB2FFF002567B7003D3228/$file/397L0009.pdf
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 11:42
Blessaður aftur Grétar.
Ég ætla að reyna aftur til að virkja linkinn en ef það tekst ekki þá er það bara copy og paste.
http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/2D030C953DBB2FFF002567B7003D3228/$file/397L0009.pdf
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 11:54
Og Grétar kíktu á lið nr 24 en þar stendur það sem þú ert að spá í.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 11:55
Blessaður aftur Grétar.
Játa smá mistök. Íslenski linkurinn var á samsvarandi tilskipun um vernd fjárfesta. En hér er linkurinn á tilskipun 94/19/EC.
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML
Og textinn um ekki ábyrgð er þessi.
- the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities,
Skýrar getur þetta ekki orðið.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 14:12
Takk fyrir þetta. Ég skoða þetta. Ennþá er ég algjörlega á því að okkur ber að borga.
Kveðja að vestan (eða er ekki Reykjavík í vestur fremur en suður frá þér séð?:-)
Grétar
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 18.6.2009 kl. 17:42
Blessaður Grétar.
Menn geta haft ýmsar skoðanir hvernig menn bregðast við kúgun og stundum getur verið skynsamlegra að komast að sameinginlegri niðurstöðu. En niðurstaðan þarf að vera sameiginleg og samkvæmt lögum, jafnt lögum EES og alþjóðalögum.
Hvernig á að leysa úr ágreiningi samkvæmt EES. Ákvæðið er skýrt og ekki hægt að misskilja:
Í EES samningnum er hvergi minnst á efnahagslegar þvinganir og hótanir, fari ríki ekki eftir ákvæðum hans að áliti annarra ríkja eða stofnana ESB eða Efta.
Og ég gaf þér upp textann á ensku en ég skal gefa þér hann á íslensku úr stjórnartíðindum EB.
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfir-
völd þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og trygg-
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 18:52
Heill aftur
Athyglisvert. En er það ekki fremur ólíklegt að okkar fólk hafi yfirsést eða ákveðið að láta ekki reyna á þetta? Og við hefðum farið í mál og tapað því, hverjiar gætu afleiðingar slíks orðið? Er það ekki rétt að ekki einu sinni norðmenn, sem þó standa utan ESB, vildu veita okkur lán nema um Icesave yrði samið?
Ég skal þó fúslega viðurkenna að mér finnst alveg óásættanlegt að bretar skuli ekki taka neina ábyrgð á gjörningi sínum gagnvart KB banka og Landsbankanum og miðað við það finnst mér vextirnir líka algjörlega út í hött. Engu að síður tel ég að við eigum að borga þessu fólki sem hefur margt hlotið gríðarlegt tjón og ég tel að við stöndum keik á eftir. Við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
Hræddur er ég samt um að þessi deila muni kæla samskipti íslendinga og breta til langrar framtíðar.
Kveðja að vestan
Grétar
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 19.6.2009 kl. 10:26
Blessaður Grétar.
Ég viðurkenni það fúslega, þó ég sé ekki sammála því, að ég tel eru fullnægjandi rök ef fólk vill semja.
Það lýsir áliti, ekki fullyrðingu um réttmæti þess sem er haldið fram. Ég er hins vegar orðinn svo leiður á þeim lygum að EES samningurinn krefjist einhvers sem þú ert að lýsa. Og ákvæðið um málsmeðferð ágreinings er skýr í EES samningnum eins og ég benti þér á með beinni tilvitnun.
Hvort okkar fólk kunni að lesa lög veit ég ekki. Ýmsar fullyrðingar ráðamanna um ábyrgð samkvæmt EES samningi eru það rangar að ég efast stórlega um hæfni þess að lesa einfaldasta texta. Og segja þennan nauðungarsamning góðan er fráleitt. Og ef þú Googlar á Björgu lagaforseta þá flutti hún fyrirlestur um gildi nauðungarsamninga sem er ekkert um leið og sú hótun sem fékk þeim framgengt er úr sögunni.
Lögin eru skýr þó Norðmenn hafi ekki stutt okkur í deilunni og að setja ágreining í þann farveg sem um ræðir er óásættanlegur og brot á þeim ákvæðum EES samningsins sem ég vitna í. Ekkert Evrópskt stjórnvald gæti staðið á þeim brotum ef málið væri tekið til dóms hjá EFTA dómstólnum, Evrópudómstólnum eða Alþjóðadómstónum í Hag. Ef íslensku lögin eru gölluð þá á að fjalla um þá galla á viðurkenndu dómsstigi, ekki með hótunum.
Að þurfa að ræða slík augljós sannindi á 21. öldinni er skelfilegt. En Haile Eþíópukeisari ræddi einmitt um gildi laga og réttar á alþjóðavettvangi á fundi Þjóðarbandalagsins eftir innrás Ítala í landið. Á hann var ekki hlustað. Hann var einn um þá afstöðu að lög giltu í heiminum.
En sagan kenndi að hann hafi rétt fyrir sér.
Og við höfum réttinn okkar meginn en ekki stjórnvöld okkar sem fórna hagsmunum þjóðar okkar fyrir ESB draum sinn.
En þau eiga ekki að komast upp með að ljúga að fólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 10:59
Eins og ég segi þá er þetta mjög athyglisvert.
"Og við höfum réttinn okkar meginn en ekki stjórnvöld okkar sem fórna hagsmunum þjóðar okkar fyrir ESB draum sinn." Nú er það svo að ESB er ekki draumur annars stjórnarflokkanna svo þessi fullyrðing þín stenst ekki.
Höfum við réttinn okkar megin? Samkvæmt morgunblaðinu var það í samningum vegna hollensku Icesave reikninganna að ESB lög um innistæðutryggingar og ábyrgð gilti yfir þá.
Kveðja að vestan
Grétar
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 22.6.2009 kl. 10:03
Blessaður Grétar.
Auðvita standast alhæfingar aldrei. Mitt líf og yndi þessa daganna er að stríða VinstriGrænum á stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Og þessi fullyrðing er áróðursfullyrðing. Raunveruleikinn er miklu flóknari en svo að hann komist fyrir í einni svona fullyrðingu. En hún er lýsandi fyrir það ástand sem ríkir í dag og kemur ákveðinni skoðun á framfæri sem hægt væri að rökstyðja í löngu máli.
Og já við höfum réttinn okkar megin. Bæði samkvæmt alþjóðalögum því samningurinn við Hollendinga var annað af tveggja, nauðung eða vanhæfni óhæfra stjórnvalda. Og slíkur samningur getur aldrei bundið þjóð. Og við höfum réttinn með okkur samkvæmt lögum og reglum ESB. Í fyrsta lagi þá fórum við eftir tilskipun ESB um innlánstryggingar, í öðru lagi ef við höfðum ekki gert það þá bar viðkomandi stofnunum ESS skylda til að gera athugasemdir og krefjast úrbóta og í þriðja lagi þá er það skýrt kveðið á í samþykktum EES og ESB að láta dómstóla skera úr um ágreining. Það er hvergi minnst á handaflið. Aðildarþjóðir EES eru jú lýðræðisþjóðir.
Jafnvel þó núverandi stjórn þvingar í gegn þessi lög gegn stjórnarskrá landsins þá geta næstu stjórnvöld hvenær sem er rift þeim því þetta samkomulag ber öll merki nauðungar samkvæmt alþjóðalögum.
Og Reykjavík er fyrir sunnan, jafnvel Vesturbærinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.6.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.