Auðvitað ekki. ICEsave reikningarnir voru löglegir samkvæmt EES samningnum.

Og íslensk stjórnvöld gátu ekki bannað Landsbankanum að starfa í öðrum löndum.  Ef bankinn uppfyllti öll skilyrði fyrir bankareksturs á Íslandi, þá mátti hann starfa þar sem hann vildi í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins.

Og það er rangt að nánari reglur hafi verið á forræði íslenska fjármálaeftirlitsins.  Það Hollenska gat sett þau skilyrði sem það taldi duga til að rekstur bankans væri heilbrigður á Hollenskum innlánsmarkaði.  Skilyrði um trausta eignir sem hægt var að breyta í reiðufé ef til áhlaups kæmi.  Og ef bankinn hagaði sér óvarlega þá gátu Hollendingarnir aðvarað íslensk yfirvöld og krafist úrbóta.  Og ef ekki yrði brugðist við á viðunandi hátt þá var hægt að kæra íslensk stjórnvöld til ESA og Efta dómstólsins.

En þá hefði orðið áhlaup á bankann.  Rétt, en það var sami vandi sem íslensk stjórnvöld horfðust í augu á.  Vandinn var sá sami.  

En það afsakar ekkert íslensk stjórnvöld að hafa ekki brugðist við vanda bankanna haustið 2007 þegar ljóst var að millibankamarkaðir voru að lokast.  Og vorið 2008 þá er um vítavert gáleysi að ræða að stöðva ekki útþenslu bankanna og taka yfir forræði þeirra og neyða þá til eignasölu og annars þess sem drægi úr líkum á endalegu hruni.

Vísa í greinargerð Jóns Daníelssonar og Gylfa Zöega en þeir rökstuddu vel hvað íslensk stjórnvöld gátu gert til að minnka þann skaða sem varð.

Og ef það hefði verið gert þá hefðum við ekki hlunnfarið Hollenska sparifjáreigendur hið minnsta.

En gallinn á regluverki EES og innlánstilskipunar ESB er ekki eingöngu mál Íslands.  Þetta er mál alls Evrópska efnahagssvæðisins og öll aðildarríki þess áttu að koma að lausn ICEsave ábyrgðarinnar.

Ísland fór eftir þeim lögum og reglum sem um starfsemi fjármálafyrirtækja giltu og Ísland braut ekki tilskipun ESB un innlánstryggingar með lögum sínum um Tryggingasjóð innlána.  

Heldur fór Ísland í einu og öllu eftir þeirri tilskipun.

Því er núverandi nauðungarsamningur í ICEsave deilunni ekki aðeins brot á EES samningnum um málsmeðferð ágreiningsefna heldur einnig brot á alþjóðalögum.  

Ein þjóð er aldrei hengd fyrir vanda allra.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ekkert sem afsakar aðgerðaleysið - ekkert. Nú á að láta litlu þjóðina í norðri blæða svo alherjaráhlaup verði ekki á bankana á meginlandinu. We are expandable eins og sagt er.

Arinbjörn Kúld, 18.6.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Afleiðingarnar fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu þekkja allir... Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Segir Jóhanna sannarlega með réttu fyrir hönd Samfo og styrktaraðila.

Við 65% sem nauðug viljug horfðum upp á og vildum fram á síðasta dag ekki trúa þessu: Landráðsstarfsemi [glannaskap, óráðsíu].  Getum tekið undir sérhvert orð Jóhönnu.  Sennilega stórhluti Samfo líka sem vissi ekki betur að telur fals lánin vera góðæri. Góðæri sem mælist ekki á skattaskýrslum  90% Íslendinga.  TV sýndar góðæri?

Júlíus Björnsson, 18.6.2009 kl. 03:17

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn

Já Arinbjörn þetta var óafsakanlegt.  Hvernig héldu menn virkilega að bankar sem voru fjármagnaðir með skammtímalánum, gætu lifað þegar uppspretta lánanna þornaði upp?????  Og leyfa þeim að bjarga sér í augnablikinu með netinnlánum sem eru jafnfljót út  eins og inn, það er skiljanlegt.  En það breytir því ekki að þetta var allt löglegt og illviðráðanlegt nema ef breið pólitísk samstaða hefði myndast um að stöðva þessa þróun og ná böndum á bankana.  

Og 2007 var augljóst að þau bönd þurfti að hnýta.  Og þó það hefði endað með bankaáhlaupi og síðan hruni þá slapp þjóðin allavega við þá smán að vera hnýtt við rán á sparifé fólks og eignum góðgerðarfélaga.  Auðvitað báðum við ekki fólk að nýta íslensku fjárglæfrabankanna í stað sinna eigin en samt, við gátum stöðvað ránið fyrir því.

En þjóðin er ekki í ábyrgð.  Það er brot á EES samningnum, á tilskipun ESB um innlánstryggingar og brot á viðurkenndum alþjóðlegum reglum um réttarstöðu hlutafélaga og ábyrgð eiganda þess.  Kapítalískur markaður gengur ekki upp ef þjóðríki eiganda einkafyrirtækja og hlutafélaga væri í ábyrgð fyrir gjörðum þeirra og gjaldþroti.  Bara af þeirri einni ástæðu, á heimsbyggðin að leysa ICEsave ábyrgðirnar á þann hátt að um alþjóðlegt verkefni er að ræða.  

EES samningurinn og ICEsave var tilraun um alþjóðavæðingu markaðarins sem gekk ekki upp vegna óljósrar ytri ábyrgðar.  Að hengja Ísland vegna þess að það er þjóðríki eigendanna, það er tilræði við kapítalismann því hann gengur ekki upp ef lögin um takmarkað ábyrgð hluthafa gilda ekki.  Hvað þá ef þjóðríki viðkomandi hlutafélaga sé látið þrífa upp eftir þá.  

Eitt fordæmi opnar fyrir annað og rökin "þetta var ykkar banki" geta heyrst aftur og aftur.  Og hlutafélög voru stofnuð til að takmarka ábyrgð og hindra þessar ásakanir.  Ábyrgð eiganda þess takmarkast við hlutafjáreign þeirra og sömu reglur gilda um hlutafélög sem fletja fisk og hlutafélög sem (fé)fletja hrekklausan almenning.  

Og ef það eru í gildi alþjóðlög um innlánstryggingar (á Evrópska efnahagssvæðinu), þá á að fara eftir þeim.  

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Vissulega er það rétt að margt slæmt var gert í okkar nafni og þar ber Samfylkingin ekki sísta ábyrgð því ráðherrar hennar, utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra lofsömuðu þessa útrás við hvert tækifæri.  

En sektarkenndin má ekki leiða þetta fólk út í óhæfuverk.  Það má sjálft selja eigur sínar og ganga nakið í tunnu um torg og hrópa iðrunarorð en það hefur engan rétt til að níðast á drengjunum mínum.  Hvorki pólitískan eða siðferðislegan rétt. 

Og halda því fram að við endurvinnum trúnað og traust með því að leggjast í gólfið og kyssa fætur erlendra kúgunarafla, er fáheyrð fjarstæða.  Þá fyrst verðum við ærulaus.   Ærulaus eins og fátæklingarnir í Pakistan sem selja börn sín í vinnuþrældóm fyrir sjónvarpstæki.  Fólk með æru hlúir að börnum sínum, þrátt fyrir fátækt og ytri erfiðleika.  Það selur það ekki í ánauð eins og boðskapur Jóhönnu er.  Þess vegna er smán hennar mikil.

Við endurheimtum æru okkar með því að haga okkur á ærlegan hátt.  Fyrsta skrefið er að taka upp breytta hegðun og annað skrefið er að ná sátt við alþjóðlega samfélagið.  En í þeirri sátt verður að fara eftir alþjóðlegum lögum og við megum ekki láta alþjóðlega samfélagið leika einhverja skinheilaga dýrlinga.  Þetta kerfi sem við unnum eftir, var þeirra kerfi sem við tókum upp eftir þeirra forskrift með EES samningnum.  Og gleymum því aldrei, þó landráðafólk okkar hafi gleymt því, að gjörðir okkar græðgipúka, voru gjörðir græðgipúka hins vestræna heims, hvorki betri eða verri.  

Við erum ekki sek.  Sektin liggur hjá því kerfi sem vegsamaði þessa græðgi og taldi hana eiga einhverja samleið með heiðarlegum  kapítalisma.  En því fer fjarri.  En við trúðum eins og svo margir aðrir að græðgi og misskipting auðs og kúgun fátæks fólks í fjarlægum löngum, væri sú leið sem næsta stig kapítalismans og frjálsra viðskipta krefðist. 

En vélabrögð andskotans eru margþekkt og fólk getur lesið um þau víða, hjá Vidalín, Dante eða bara hlustað á ömmur sínar.  Og fallið var óumflýjanlegt.

En við erum ekki sek.  Við vorum samsek og á því er mikill munur.

Því er það alþjóðasamfélagsins að þrífa upp eftir ICEsave.  Gallarnir í regluverkinu sem leyfðu því skrímsli að blómstra, voru ættaðir þaðan.  

Okkar eini glæpur var sá að við spiluðum með því stjórnmálaelíta okkar ásamt elítu viðskiptalífsins taldi þjóðinni í trú um að svona ættu hlutirnir að vera.

En það var rangt og því á elítan að biðjast afsökunar og víkja.  Ekki nota fáfræði sína og heimsku til að leggja þrælahlekki á þjóðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 09:37

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er fulltrúi þeirra sem urðu ekki var við Vippa góðærið nema í gegnum fjölmiðla. laun þorra Íslendinga hafa lækkað stig af stigi í evrum að mínu mati síðustu 20 ár.

Greiðslumats lánin reyndust svikin.

Batnandi manni er best að lifa.  Endureisa alþjóðafjármálabraskið kostar okkkur fiskinn og orkuna, því ES verður ekki bakhjarl Íslenska Fjármálkerfisins nema hér sé evra og við því innlimuð.

ES er sameininlegur markaður. Pólland fær kjúklinga, Spánverja Tómata, Þjóðverja Bjór,...

Neysluverðtryggingarskrúfan kom ekki frá regluverkinu. Almennir "okur" langtíma innlánsvextir á mörkuðum ES ekki heldur. Í upphafi skyldi endin skoða.

Almenningur má að aldrei fá almenn góða ávöxtun í raunveruleikanum, því það er ekki hægt. Hinsvegar geta fáir fengið góða ávöxtun. Þessi umræða þolir ekki dagsins ljós.

Af röngum forsendum verða varla dregnar réttar ályktanir á því byggist oftast miskilningurinn. 

Júlíus Björnsson, 18.6.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Júlíus.

Af röngum forsendum verða varla dregnar réttar ályktanir á því byggist oftast miskilningurinn.

Kveðja  að austan.

PS.  Við ættum kannski að láta Jóhönnu vita.  Þá sæi hún kannski sína villu.

Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 65
  • Sl. sólarhring: 751
  • Sl. viku: 5273
  • Frá upphafi: 1328086

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 4732
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband