17.6.2009 | 19:56
Er hægt að lýsa landráðarsamning betur.
Forræði alþjóðlegs samnings er í höndum dómstóla andstæðinga okkar. Ekki í höndum hlutlaus ríkis eins og Sviss eða ágreiningur leystur á þann hátt sem alþjóðlög kveða á um. Hvað þá að sú leið sem er lögfest með EES samningnum sé viðhöfð.
Nei bretarnir eiga að ráða framtíð og heill íslensku þjóðarinnar um ókomin ár.
Og svo fékk Jóhanna að tala á Austurvelli á fæðingardegi sjálfstæðishetju þjóðarinnar.
Jafnvel Ouisling þorði ekki að tala í Osló 17 maí nema með vernd Þýskra skriðdreka.
Hvaða heimska hugans verndar Jóhönnu frá því að sæta hrópum þegar ljóst er að hún vill selja land okkar og börn, sjálfa framtíðina setur hún undir sjálfsvald breta, aðal óvinaþjóðar Íslands. Þjóðin sem réðist á helsærða nágrannasmáþjóð og gaf henni náðarhöggið.
Hvernig er hægt að leggjast lægra????
Kveðja að austan.
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 284
- Sl. sólarhring: 818
- Sl. viku: 6015
- Frá upphafi: 1399183
Annað
- Innlit í dag: 242
- Innlit sl. viku: 5097
- Gestir í dag: 231
- IP-tölur í dag: 228
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágæti Ómar !
Rétt.
Ekki hægt að leggjast lægra.
Enn, hverjir stjórna landinu ?
Hver sagði um áramótin, að um LANDRÁÐ yrði að ræða, ef Icesave fengi samþykki ?
Sjaldan hafa jafn fáir - þ.e. Samfylkingin & v-grænir - skaðað jafn marga - jafn mikið !
Gleymum ekki að ESB., valdið lagðist á sveif með Bretum og Hollandi til að knýja fram pólitíska lausn á Icesave deilunni
Hvert er heróp Samfylkingarinnar í dag ?
Ísland í ESB !
Til helv... með sjávarauðlindir þjóðarinnaar.
Samþykkjum að eignast 3 þingmenn í Brussel - af 764 þingmönnum !!Spurningin stendur: "Hvað er hægt að leggjast lágt ?
( Svona í framhjáhlaupi - Quisling var skotinn af sínum landsmönnum !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:31
Það á dæma þetta lið sem að þessu samningi standa og vilja koma honum í gegn fyrir Landráð og dæma í ævivarandi útlegð frá Íslandi.
Fannar frá Rifi, 17.6.2009 kl. 20:43
Blessaður Kalli.
Það fór ekki svo að við yrðum ekki sammála um sumt og þegar það varð þá var sjálf framtíð þjóðarinnar í húfi.
Þess vegna tóku til dæmis Gaulistar saman við kommúnista í Frakklandi og urðu stór hættulegir Vichy stjórn Pétain marskálks (er Jóhanna í svipuðu sporum í dag) og hernámsstjórn Þjóðverja.
En Samfylkingin er búin að selja sálu sína en ég skil ekki VinstriGræna. Þeirra eðli er ekki svona, hvað sem ég eða þú segjum um þá að öðru leyti.
Þetta eru gjörningar sem blinda þeim Sýn. Spurning hvort Spaugstofan gæti hjálpað, fengi hún sumartíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2009 kl. 20:44
Blessaður Fannar.
Mín tillaga er reyndar að lofa þeim sauðarslátrun og veislu, snúi þau aftur heim til Íslands, sem Íslendingar. Og berjist síðan með þjóð sinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2009 kl. 20:45
Jóhanna og Steingrím J er landráðafólk og föðurlandssvikarar!
Svo mikið er víst.
Hvernig væri að mæta og láta í sér heyra í mótmælum fyrir framan alþingishúsið ef einhver verða.
Því það er skammarlegt hversu fáir hafa mætt til að taka slaginn miðað við allann þann fjölda sem virðist vera andsnúinn IceSave bæði hér á blogginu og annarsstaðar.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:09
Ágæti Ómar !
Rétt hjá þér. Gaulistar tóku saman við kommúnista í Frakklandi meðan þjóðverjar höfðu völdin.
Strax við frelsun Parísar ( ágúst"44) féll stjórn Pétains.
Sá er eini munurinn á Jóhönnu og Pétain, að sú " heilaga" er ekki haldin " demens" !!
Bros & kveðjur úr besta bæjarfélagi landsins !
( Ekki Kópavogur! )
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:19
Blessaður Kalli.
Já kallinn var elliær en það var engin afsökun fyrir þá sem komu honum til forystu fyrir þjóð sína á neyðartímum.
Engin afsökun heldur fyrir íslenska þjóð að vilja til forystu manneskju sem auðsjáanlega ekki tæklar vandann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2009 kl. 21:40
Blessaður Eggert.
Þetta er eina skýring þess að ég blogga aftur og aftur og er leiðinlegur við borgunarfólk. Ég kemst ekki á fundi en þetta er mín leið til að lýsa yfir andstöðu minni við þá skuldaánauð og þann ömurleika sem íslenskri alþýðu, því fólki sem á að borga brúsann fyrir landráð jakkafataliðsins, er búinn á næstu áratugum.
Svona gerir maður ekki þjóð sinni. Það er engin afsökun fyrir gjörðum þeirra.
Og við mótmælum öll.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2009 kl. 21:44
Já Ómar minn, það stefnir í að landráðin minu ná fram að ganga. Nú erum menn farnir að brjóta hús sín og grafa bíla sína. Samfélagssáttmálin er rofna, ég óttast framhaldið næstu vikur. Fullveldið er farið með þessum icesave samningum, efnahagslegt sjálfstæði okkar hvarf fyrstu vikuna í október 2008, innlimun í ESB um næstu jól?
Arinbjörn Kúld, 18.6.2009 kl. 00:34
Blessaður Arinbjörn.
Eins og þú veist þá byrjaði ég að blogga vegna þess að ég óttaðist um samfélagssáttmálann. Greinarflokkur minn um Guð blessi Ísland var mitt innlegg til að fá umræðuna inn á þá braut sem ég taldi nauðsynlega til að sátt héldist í landinu.
Land sem er gjaldþrota í efnahagslegu tilliti og stórskaddað siðferðislega, má ekki við að missa aleiguna sem er fólkið í landinu og böndin sem tengja það saman. Þess vegna gekkst ég líka við áskorun Benedikts Sigurðarsonar um að blogga um Frystingu verðtryggingarinnar við öll hugsanleg tækifæri.
En við erum ekki sérstaklega mörg sem höfum áhuga á friðnum og sáttinni og fyrirgefningunni svo ég hef lítið annað undanfarið gert annað en að skammast og ergja. Dregið fram stríðsöxina af fornum sið. En mér finnst það sorglegt að þetta skuli vera að gerast, sáttmálin er að rofna og vargöld er framundan hjá okkar litlu þjóð.
Þetta átti ekki að fara svona og þetta þurfti ekki að fara svona.
En er einhver leið til baka?? Ég veit það ekki. Þetta snýst allt um forystu því innst inni þá vilja flestir Íslendingar ekki að okkar stutta sjálfstæði endi svona. Það má vel vera að ESB sé framtíðin á víðsjárverðum tímum þegar heimurinn virðist ætla að skiptast upp í blokkir. En í dag er ESB gagnvart okkur kúgunarbandalag þar sem uppvakningar þriðja ríkisins ríða röftum. En þeir hafa nútímavæðst, beita efnahagslegum stríðstólum í stað skriðdreka. En þeir nota vopn sín til að kúga og hræða og þvinga smáþjóðir til uppgjafar, til að láta að vilja sínum.
Skeyta hvorki um sæmd né heiður, og virða samninga og alþjóðalög einskis.
Og þeir hafa sína Kvislingahjörð sér til aðstoðar eins og í den.
Ekkert hefur breyst meðan þessir raftar ráða för. Og við eigum engan Sæmund fróða til að kveða þá í kútinn og vekja upp aftur hið góða fólk sem byggir Evrópu. En á meðan vil ég ekki sjá Evrópu og þjóð okkar er glötuð ef hún beygir sig undir kúgun og gerræði og sækir síðan um eins og vælandi betlari um þá náð að mega kyssa fætur hinna ríku þjóða til að geta í leiðinni slafrað í sig einhverja brauðmola sem falla til af borðum þeirra.
Aðeins bylting hugans og bylting sjálfsins geta hindrað þann voða sem við blasir. Og verðum við ekki að hökta á meðan Arinbjörn og leggja unga fólkinu lið sem vill fá að lifa með reisn, þó sú reisn sé í augnabliks veraldlegri fátækt, en mótmælir því að lifa sem auðmjúk þý í landi forfeðra sinna.
Því römm er sú taug sem bindur okkur saman og bindur okkur við land okkar.
Vonin lifir meðan einhver trúir því að hún sé til.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 18.6.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.