Notaði Steingrímur hrekkleysi þessa fólks til að fremja valdarán?

Þetta er fólkið sem stóð í fararbroddi í búáhaldabyltingunni ásamt nokkrum félagsmönnum VinstriGrænna.  Það var eins og konan sagði í Kastljósbútnum að hún hefði staðið þarna um hverja helgi og barið potta því hún trúði því að Steingrímur Joð væri maðurinn sem myndi koma með nýja nálgun og nýja sýn á vanda þjóðarinnar.  Og hann myndi standa á rétti þjóðarinnar í ICEsave deilunni. 

Steingrímur Joð skrifaði grein í Morgunblaðið 24 janúar undir heitinu sorgarsaga ICEsave-málsins þar sem  hann  hélt fram rétti þjóðarinnar.  Hann skammar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fyrir að falla frá því að fá úr því skorið hver raunveruleg ábyrgð Íslands er og hann bendir á að allir nauðasamningar eru riftanlegir og á þá við bráðabirgðasamkomulagið sem gert var í haust.  Og hann klikkir því út að

mesta örlagastundin í ICEsave-málinu í raun eftir.  Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð.  Taki Tryggingasjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið:  Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn.  Stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í þessu sem öðru.

Skýrar er ekki hægt að orða sannleikann í málinu og þúsundir manna trúðu Steingrími og svöruðu kalli hans um að þrýsta á ríkisstjórnina svo hún segði af sér og boðaði til nýrra kosninga.   Í millitíðinni varð Steingrímur ráðherra og þá varð hann saddur og ánægður og hélt áfram eins og ekkert hafði í skorist og hann héti Árni Matthíassen.  

En stóra spurningin er hvort Búsáhaldabyltingin hefði náð þeim hæðum sem hún náði nema vegna þess að fólk sá von í stjórnarskiptunum og það tók mark á orðum Steingríms.

Í Kastljósinu í kvöld gekk Þóra Arnórsdóttir á hann og spurði hvað hefði breyst og ekki stóð á svari Steingríms.  Hann hefði fengið í hendurnar leynigögn sem sýndu miklu alvarlegri stöðu en hann hefði gert sér grein fyrir og því hefði honum verið nauðugur kostur að gera þann samning sem hann kynnti í þinginu í dag.  En eina sem hann gat minnst á var minnisblað sem lá ljóst fyrir strax í haust.

Segjum sem svo að staðan var miklu alvarlegri en Steingrímur gerði sér grein fyrir eða vildi viðurkenna, þá er ljóst að hann æsti til andófs gegn ríkjandi stjórn  á röngum forsendum.  Hann gerði það sjálfur sem hann ætlaði þáverandi ríkisstjórn og taldi mikla ósvinnu og stórslys.  Það er engin afsökun að segja að hann hafi ekki þekkt öll gögn málsins.  Hann hafði orð þáverandi fjármálaráðherra að það væri engin önnur leið í stöðunni önnur en sú að semja.  Og hann gat aflað sér upplýsinga um þá alvarlegu stöðu sem ICEsave málið var í.

En Steingrímur hafnaði þeim sjónarmiðum og hvatti til andófs og færði fyrir máli sínu sterk rök sem undirrituðum finnst enn standast þó málið sé auðvitað grafalvarlegt og engir kostir góðir í stöðunni.  

En núna er Steingrímur að gera nákvæmlega það sama og þeir menn sem hann hrakti frá völdum.  

Ef þetta kallast ekki valdarán, hvað er þá valdarán???   

Í allt haust hömuðust þingmenn VinstriGrænna gegn samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þeirri ómennsku sem hann legði á þjóðina.  Þeir hömuðust gegn niðurskurði í almannaþjónustu en ætla síðan sjálfir að skera niður um tugi milljarða.  Þeir hömuðust gegn ICEsave uppgjöfinni en leggja núna síðasta naglann í líkkistu þeirra hörmunga.

Ekkert af því sem þeir sögðu fyrir valdasetu sína í stjórnarráðinu hefur staðist.  Ekkert.

Þeir sögðu eitt til að afla sér fylgis og stuðnings hugsjónafólksins í Andstöðunni en framkvæma svo þá stefnu sem þeir gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn svo harðlega fyrir að framfylgja.  

Í mínum huga er það kristaltært að VinstriGrænir frömdu valdarán.  Þeir stálu hinum nýfengnum völdum þjóðarinnar sem hún öðlaðist eftir búáhaldabyltinguna.

Og þeir sviku vonina.  Sem er sýnu stærri glæpur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hrekkur ekki fyrir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki bannað að skipta um skoðun. Steingrímur er raunsær, hann vill ekki að við verðum að Kúbu Norðursins með viðskiptahöftum og lokuðum lánalínum erlendis frá, við erum of háð erlendum innflutningi og samningum við aðrar þjóðir. Getum ekki orðið skammarkróks ríki með einangrunarhyggju í fýlu út í alla sem allir gefa skít í.  Það verða fleiri að gefa upp á bátinn hið mikla þjóðarstolt, þverheit og einstrengingshátt að vilja ekki semja um neitt um þetta. Steingrímur gat það. Nú er komið að öðrum.

Ari (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ari.

Svona fyrir utan það að ég er ósammála öllu því um þær afleiðingar sem þú segir og tel þetta að uppistöðu vera hræðslubull, þá var ég aldrei þessum vant ekki að hníta í Steingrím fyrir þá afstöðu sem hann tók í ICEsave deilunni í dag heldur var ég að benda á þá einföldu staðreynd að hann fékk sín völd út á aðrar skoðanir og stefnur en hann framfylgir í dag.

Og þar sem Þingvallarstjórnin var hrakin frá völdum með götumótmælum, sem Steingrímur kynnti undir, og hann fékk sín völd vegna fyrri skoðana sinna, þá er þessi viðsnúningur hans dæmi um pólitík þar sem flokkur eða hópur mann notar sér reiði eða byltingarástand til að koma löglegri kjörinni stjórn frá til að fá sjálfir valdastólana.  Til þess er sagt allt það sem lýðurinn vil heyra þó innst inni telji þessi hópur/flokkur fyrri stórn vera að gera réttu hlutina.  

Þú kallar það að skipta um skoðun en í ljósi aðdraganda valdatöku VinstriGrænna og yfirlýsinga þá er í mínum huga að þeir frömdu í það minnsta meint valdarán.

Skiptir kannski ekki miklu máli hvað pólitískir bragðleikir eru kallaðir en svona stjórn hefur mjög veika valdaforsendu og vantar allan þann siðferðislegan grunn sem þarf til að kalla eftir þjóðarsamstöðu á neyðartímum.  Því fyrsta forsendu slíkrar samstöðu er að ná sátt við þá sem bolað var frá völdum og biðja þá um að styðja allt það sem þeir sögðu og voru úthrópaðir fyrir á sínum tíma.

Ákaflega ólíklegt að slíkt takist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.6.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 501
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6232
  • Frá upphafi: 1399400

Annað

  • Innlit í dag: 423
  • Innlit sl. viku: 5278
  • Gestir í dag: 389
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband