Stórfrétt!!! Félagshyggjan lifir ennþá hjá VinstriGrænum.

Tveir þingmenn VinstriGrænna ætla að styðja þjóð sína á neyðartímum.  Þeir hafa ekki fórnað hugsjónum sínum og lífsskoðunum fyrir ráðherradraum Steingríms Joð.  Þeir ætla ekki að selja börnin okkar í skuldaþrældóm.

En þeir þarfnast stuðnings okkar hinna.  Venjulegra Íslendinga sem bárum enga ábyrgð á gjörðum Björgúlfs og Björgúlfs og gengum aldrei í ábyrgð fyrir þá.  Góð samskipti við Evrópuþjóðir skipta miklu máli en það má ekki kosta öllu til.  Og fólkið sem krefur okkur um borgun en á sama tíma meinar okkur að leita réttlætis fyrir dómstólum, það er óvinsælasta fólkið í Evrópu.  Gordon Brown og skriffinnarnir í Brussel.  Þeirra reiði er ekki endir eins eða neins.  En 650 milljarða skuldaklafi auk 35 milljarðar í árlega vexti eru endir íslensks mannlífs og þjóðfélags eins og við þekkjum það í dag.  Við ráðum ekki við okkar eigin skuldir, getum ekki bætt við okkur annarra skuldir, bara vegna þess að okkur er sagt svo.

Við getum þetta ekki og við megum ekki gera börnunum okkar þetta.  Þetta skilur félagshyggjufólkið sem eftir er í VinstriGrænum.  Það fólk þarfnast stuðnings okkar og hjálpar.

Mætum öll á Austurvöll á morgun.

Kveðja að austan.


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver á að gangast í ábyrgð fyrir þjóðarskuldum? Getum við farið á Auturvöll og mótmælt að þjóðin taki ábyrgð á því sem henni ber miðað við núverandi stöðu? Og hvað svo?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Þetta er rangt.  Ég veit að margir mætir menn fullyrða að við eigum að borga þessar ábyrgðir en samkvæmt lögum og reglum ESB eigum við það ekki.  Það er kristaltært.  En það er álitamál uppá frekara samstarf við Evrópubandalagið hvað við gerum.  Með öðrum orðum það má deila um að hið eina rétta í stöðunni hafi verið að borga út frá pólitískum forsendum.

En lagalega eigum við ekki að gera það.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 19:11

3 identicon

Það kom fram í fréttum í dag að í samkomulagi "fag"- Icesave-nefndar Steingríms og breskra og hollenskra yfirvalda lofar íslenska nefndin því að Íslendingar fari ekki mál.

Sá sem þarf að láta lofa sér að ekki verði höfðað mál gegn honum hefur veikan málstað að verja.

Munum svo að "lögmaðurinn" Jóhanna hefur ítrekað fullyrt hver verði ekki niðurstaða dómsmál, en virtir lagaprófessorar með próf í lögum hafa ítrekað að fara þurfi í mál til að fá niðurstöðu sem þeir fullyrða ekki um hver verður.

Helga (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:18

4 identicon

Er ekki rétt að finna hver fyrrum eigendur og stjórnendur og höfundar Iceslave eiga heima. 

Nú er kominn tími og tilefni til að taka hús á þeim.

Mótmælum þar!

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef andstyggð á þessu fólki sem hefur misnotað völd sín svo auðvirðulega. Ég verð fyrst að mæta á þessi mótmæli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.6.2009 kl. 19:25

6 identicon

Jakobína hefur andstyggð á fólki sem fer eftir samþykktum Alþingis .

Skyldi hún mæta heima hjá Sigurjóni Árnasyni eða Halldóri Kristjánssyni eða Björgólfi Guðmundssyni með egg?

Nei, það held ég ekki. 

En hún myndi grýta Jóhönnu Sigurðardóttur sem ekkert hefur til unnið

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:39

7 identicon

Það er glæsileg staðan sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma þjóð sinni í. Það er annað hvort að borga og vera í samfélagi þjóðanna, eða borga ekki og vera útskúfuð. Ef maður trúir því sem Jón Daníelsson Sjálfstæðismaður segir.

Valsól (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:45

8 identicon

Jakobína, hefur þú sömu andstyggð á fólkinu sem kom okkur í þessa stöðu, Sjálfstæðis og Framsóknarflokki. Ég held að þið sem kjósið þessa flokka ættuð að skammast ykkar.

Valsól (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 19:46

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð öllsömul.

Helga, það er augljóst mál að Evrópusambandið hefði dregið okkur fyrir dóm til að fá út úr þessum ágreiningi skorið.  Í málum sem varða líf og framtíð þjóðar þá eru ágreiningsmál rædd og ef ekki er hægt að leysa þau með samningum, nú þá halda þau áfram að vera  ágreiningsmál.  En þegar ágreiningurinn varðar túlkun á alþjóðasamningi þar sem sérstakur dómstóll (Evrópudómstólinn)  er til að skera úr um ágreininginn, þá er að sjálfsögðu leitað til hans.  En þegar slíkt er ekki leyft og hótunum og síðan beinum þvingunum er beitt, þá er augljóst að slík vinnubrögð endurspegla slæman málstað.  Augljóst öllum sem láta ekki blinda flokkstryggð villa sér sýn.

Mikið sammála þér Jakobína.  Ég verð með ykkur í anda.

Jón Óskar.  Ég skil reiði þína mjög vel út í Sigurjón digra og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum.  Og mér þætti það mjög líklegt að þú myndir mæta með egg niður á Austurvöll til að mótmæla ef félagar Sigurjóns stæðu að þessum samningi.  En málið er að fólki eins og Jakobínu og Helgu og öllum hinum í Andstöðunni tókst að hrekja íhaldið frá völdum.  Og fólkið sem við bundum svo miklar vonir við, það er að skuldsetja þjóð okkar á sama hátt og við trúðum að siðlausa frjálshyggjuliðið myndi gera.  Og það er sá glæpur sem við erum að mótmæla.  Gerandinn sem slíkur skiptir ekki máli í nauðgunarmáli, hvað þá þegar er verið að nauðga heilli þjóð.  

Og Jón Óskar.  Seinna innleggið hjá þér er rangt.  Við Jakobína kynntumst á blogginu, einmitt þegar við tókum rimmu (í góðu) í haust á Silfrinu, einmitt um ICEsave.  Síðan þá er bloggið hennar það eina í netheimum sem ég les alltaf reglulega og ég tala að þekkingu þegar ég tjái þér í fullri vinsemd að  lýsing þín er fjarri lagi.  Eigilega út í fjósi.  Og í stað þess að nota stóryrðin, þá ættir þú að rökræða við hana um sjónarmið þín, skemmtilegri andstæðing færðu ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 20:04

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Valsól.

Gaman að sjá þig hér á blogginu mínu.  Skrýtið að þú skulir hnýta í Jakobínu í stað þess að skamma mig, í þessu máli toppa ég flesta í stóryrðum og skömmum á Samfylkinguna.  Og hverjir eruð þessir "þið" sem þú talar um.  Ég til dæmis kaus  2007 nafna minn Ragnarsson, mann sem ég hef mjög mikið álit á.  Og ef þú hefur lesið bloggin hennar Jakobínu þá sæir þú að hún studdi að öllum líkindum Samfylkinguna í sömu kosningunum.  Og það sem ég hef lesið til eftir hana Helgu þá er ljóst að hún er vinstra megin við miðjuna.  Og miðað við sárindin hans Jóns Óskars þá finnst mér líklegt að hann hafi treyst Jóhönnu til allra góðra verka, og ekki einn um þá skoðun.

En það er fyrra innslag þitt sem ég vildi kommentera.  Í það fyrsta er Jón Daníelsson Sjálfstæðismaður, bara smá forvitni.  Og ég vil taka það fram að ég virði þær röksemdir að það er annaðhvort að borga eða vera útskúfuð.  Ég er reyndar ekki sammála þeim röksemdum eftir hryðjuverkaárás breta á Ísland haustið 2008, en ég get alveg skilið að aðrir hafi aðra skoðun.  Og hef þessi samningur hefði verið samningur en ekki nauðungarsamningur, og verið gerður að undangengnum dómi Evrópudómstólsins, þá hefði mátt ræða hann á þeim nótum sem þú segir.  

En þetta er ekki samningur, þetta er nauðung án nokkurs fyrirvara um hámarksupphæð eða hæstu mögulegu greiðslubyrði per ár.  Því tel ég hann óaðgengilegan, þó ég hefði mikinn áhuga (sem ég hef reynda ekki) að kosta miklu til að fá að ræða við ESB um hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Og hvað kemur Sjálfstæðisflokkurinn þessu máli við.  Þú er rökföst Evrópusinni en ég hef aldrei getað skilið þessa tenginu hjá þér.

En hvað um það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 20:18

11 identicon

Hva?....hva?...kva? kva? kva?

ALVEG HREINT FURDULEGT!!  Snilldarfólkid á Íslandi er í vondu máli.  Íslendingar..thessi stórkostlega thjód!

Var kannski thjódarstoltid innistaedulaust? 

Gulli (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:59

12 identicon

Tek undir med Valsól.  Thad vantar eitthvad í hausinn á thví fólki sem kýs spillingarflokkinn og framsókn.

Gulli (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:02

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gulli.

Er ekki allt gott að frétta að utan?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 00:09

14 identicon

Heill og sæll; Ómar - sem þið önnur, hér á síðu hans !

Valsólar kvöl !

Þó; lítt þekki ég, til baráttu konunnar Jakobínu Ingunnar, að þá veit ég fyrir víst, að hún fylgir okkur Guðjóni Arnari, og sjóhunda- og bændanna hliðhollri þungavigtarsveit Frjálslynda flokkisins - svo rétt komi fram.

Þrátt; fyrir unnin glæpaverk Bog D lista, skalt þú ekkert vera að fegra S og V mynstrin, Valsól !

Með; bestu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 343
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6074
  • Frá upphafi: 1399242

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 5147
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband