Skammastu þín Svavar.

Ef þú hefðir samið um vaxtalausar afborganir fyrstu 7 árin þá gætir þú sagt eitthvað í þessa veru.  Og ef þú hefðir náð því í gegn að bretarnir yfirtækju lánasafn Landsbankans á því mati sem um er rætt, þá værir þú að gera eitthvað sem væri góð niðurstaða.

En að fresta öllu í sjö ár er ekkert annað en svik við þjóð þína og börnin okkar.  Þetta eru ekki þær hugsjónir sósíalista sem þú barðist fyrir í öll þessi ár.

Þú ert að svíkja ævistarf þitt og hugsjónir.  

Það verður enginn maður að meiri að taka að sér að vera böðull fyrir kúgara sína.  Byssukúla hjúpuð silkiklæði er jafnbanvæn og sú sem er blýhúðuð.  

Það eitt skiptir máli.

Kveðja að austan.


mbl.is Í raun ótrúlega góð niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fresta fresta fresta. THE ICELANDIC WAY. Gefum börnunum okkur þessa milljarða í gjöf eftir 7 ár. Hipp, hipp!

Guðmundur St Ragnarsson, 7.6.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ef mig minnir rétt þá einkenndi þetta dálítið ráðherratíð Svavars. Þegar hann hafði ekki tekjur til að standa við það sem hann lofaði, þá tók hann lán og ávísaði á framtíðina.

Gallinn við framtíðina er sá að hún vill  oft koma, stundum fyrr en varir.  Og það er engin lausn ef þú ræður ekki við skuldir þínar að setja þær á Visa rað.  

Svavar eyðilagði mannorð sitt sem sósíalisti með þessu samkomulagi.  Spurning hvort hann stofni félagsskap með Hólmsteinum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 00:36

3 identicon

Honum var ekki alls varnað kallinum.  

Elliheimilin sem byggð hafa verið víða um land síðustu 30 árin eru arfleifð frá honum þó margir eftirmanna hans hafi komið að fyrstu skóflustungu.

Og ekki króna tekin að láni.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það má  hið minnsta deila um það hvort króna hafi verið tekin að láni en um hitt deili ég ekki við þig.

Honum var ekki alls varnað kallinum enda mætur maður.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 238
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 5729
  • Frá upphafi: 1327553

Annað

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 5109
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband