Hvar er ríkislögreglustjóri?

Ef þessi frétt er rétt þá ber ríkislögreglustjóra að gefa út handtökuskipun á ríkisstjórn Íslands.  Það er bannað samkvæmt stjórnarskrá að samþykkja einhverja ábyrgð þar sem heildarupphæð liggur ekki fyrir.

Ef Ísland er ekki einræðisríki eða leppríki erlends valds, þá á að fara eftir stjórnarskrá Íslands.  Banni hún þennan gjörning og ríkisstjórn Íslands heldur sínu striki, þá er um landráð að ræða.

Vissulega datt engum landsfeðra okkar í hug þegar þeir settu landráðaákvæðin inn í stjórnarskrá Íslands, að þessi staða kæmi upp.  Að landráðin yrðu framin af löglega kjörinni stjórn landsins.

En samt sem áður þá leyfðu þeir enga undanþágu fyrir stjórnarráð Íslands.  Ef Alþingi samþykkir þennan samning, þá gildir það sama um það.  Það brýtur stjórnarskrá Íslands.

Eina ráð Samfylkingarinnar til að framkvæma þessa uppgjöf gagnvart ESB, er að fara með málið fyrir þjóðaratkvæði samfara því að láta greiða atkvæði um breytingu á stjórnarskrá þar sem opnað er fyrir óútfylltan tékka á komandi kynslóðir.

Allur annar málatilbúnaður er brot á stjórnarskránni og ríkislögreglustjóra og ríkisaksóknara ber skyldu til að vernda hana.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Niðurstaða eða ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 594
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 6325
  • Frá upphafi: 1399493

Annað

  • Innlit í dag: 509
  • Innlit sl. viku: 5364
  • Gestir í dag: 465
  • IP-tölur í dag: 459

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband