Á þessu hefur Samfylkingin efni á.

Hundrað milljarðar finnst þeim ásættanlegt gjald til að geta rætt við ESB um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu. 

Látum það vera.

En það er óþarfi að ljúga því að þjóðinni að þetta séu skuldbindingar íslenska ríkisins.  Ísland uppfyllti allar sínar skuldbindingar þegar það stofnaði tryggingasjóð innstæðna samkvæmt öllum þeim lögum og reglum sem um það gilda hjá Evrópusambandinu.  Alveg eins og aðrar þjóðir hafa gert.

Evrópusambandið, sem getur ekki einu sinni látið útboð á húshjöllum í friði, hefði gert athugasemd strax í upphafi ef íslensku lögin hefðu ekki staðist reglur sambandsins.  Það var fyrst þegar skriffinnarnir í Brussel áttuðu sig á því að regluverkið væri ófullkomið og réði ekki við kerfishrun, að þeir komu með þá eftiráskýringu að íslenska ríkið væri í ábyrgð fyrir sjálfseignarsjóðinn Tryggingasjóð innlána.  Þeir gleymdu því bara að þeir sögðu hvergi frá því í reglum sambandsins.  Og þeir gerðu engar athugasemdir þegar lögin voru samþykkt.

Þess vegna er okkar gjörningur fullkomlega löglegur.  Og þess vegna dregur Evrópusambandið ekki íslensk stjórnvöld fyrir dóm.  Heldur beitir hótunum og nauðung eins og verstu ribbaldar síðustu aldar, þeir Hitler og Stalín.  

Sami hugsunarhátturinn.  Sama ómennskan.  Níðast á þeim sem hafa ekki afl til að verja sig.

En allstaðar sem þessir kumpánar níddust á öðrum þjóðum, þá voru innlendir stuðningsmenn þeirra kallaðir þjóðníðingar og hataðir og forsmáðir af samlöndum sínum

Nema á Íslandi.  Hér kjósum við samverkamenn erlendra kúgunarafla til forystu.  Og trúum blekkingum þeirra.  

Og fórnum velferðinni í staðinn.  Látum sjúka og aldraða borga Evrópudraum Samfylkingarinnar.  

Þessir hundrað milljarðar verða ekki dregnir upp úr hatti töframannsins.

Og það hvarflar ekki að jakkafataliði Samfylkingarinnar að borga sjálft brúsann.  

Reikningurinn mun allur lenda á þeim sem veikast standa fyrir.

Kveðja að austan.


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þetta Icesavemál er ótrúlegt. Það virðist vera alveg sama hvernig hamrað er á þessu það eru mjög fáir sem skilja grundvallaratriði málsins. Öll grundvallaratriði þessa máls styðja það að þetta eru ekki skuldir þjóðarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.6.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Morgunblaðið talaði um skuldbindingar Íslands í Sunnudagsblaðinu.  Samt hefur blaðið aldrei rökstutt af hverju og ekki vitnað í nein lög máli sínu til stuðnings.  Þegar menn eins og Stefán Már blása á vitleysuna þá bakkar blaðið og segir að það sé pólitískt rétt að greiða þessar kröfur uppá samskipti okkar við ESB.

Gott og vel en þá á ekki að tala um skuldbindingar, slíkt er blekking, sett fram til þess eins að telja fólki í trú um eitthvað sem ekki er.  En í sama blaði var verið að gera grín að áróðri stjórnvalda  í Norður Kóreu þegar fjarstæða er sett fram sem staðreynd ( að landið sé stórveldi).  

En eru þetta ekki sömu vinnubrögðin?  Réttu máli er hallað til að styðja blekkingar stjórnvalda.   

Af hverju tók blaðið ekki upp kröfur Stefáns um að fá aðgang að lögfræðiálitum utanríkisráðuneytisins?  Þetta er jú eitt stærst hagsmunamál íslensks almennings frá lýðveldisstofnun.  Og gerði síðan hlutlausa úttekt á staðreyndum málsins.

Svarið er mjög einfalt.  Blaðið er gjaldþrota og þorir því ekki að halda uppi sjálfstæðri stefnu ef hún er á skjön við vilja stjórnvalda.  Þess vegna er lágmarkskrafa að blaðið sé  ekki að skattyrðast út í fjölmiðlafólk í þeim löndum þar sem lífið er í húfi.

Hjá okkur missa blaðamenn bara sjálfsvirðinguna við það að segja ekki satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.6.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 571
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 6302
  • Frá upphafi: 1399470

Annað

  • Innlit í dag: 487
  • Innlit sl. viku: 5342
  • Gestir í dag: 447
  • IP-tölur í dag: 440

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband