Afneitun.

Það er búið að vara við þessu frá því í haust, óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veikja krónuna en ekki styrkja.   Ríkisstjórnin ætlar sér að greiða 80 milljarða í vexti á þessu ári.  Megnið fer til útlanda.

Hvernig á útflutningur í miðri heimskreppu að standa undir nauðsynlegum útgjöldum þjóðarinnar og þar að auki að standa undir hinni sligandi vaxtabyrði.

Við höfum ekki efni á að styrkja krónuna með því að taka lán hjá IFM.  Við höfum ekki efni á að greiða lánið til baka ef við ætlum að nota það.  Ef við ætlum ekki að nota það þá höfum við ekki efni á vöxtunum.  

Og við höfum ekki efni á að vera tilraunadýr sjóðsins um hvernig hægt er að brjóta niður siðað þjóðfélag á þremur  árum. 

Við höfum ekki efni á okurvöxtunum og við höfum ekki efni á gjaldeyrishöftunum.

Lilja Mósesdóttir og Jón Daníelsson bentu strax á hvað þyrfti að gera á haustmánuðunum.  Þrautreyndar aðferðir frá öðrum löndum til að takast á við efnahagskreppur.

En ráðamenn okkar í sínum villta Evrópusambandsdraumi ákváðu að fara eftir ráðum IFM.  Þeirra ráð eru líka þrautreynd.

Þau hafa allstaðar leitt til hörmunga.

Allstaðar.

Kveðja að austan.


mbl.is Krónan veldur vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 606
  • Sl. viku: 3813
  • Frá upphafi: 1329989

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 3301
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband