26.5.2009 | 15:49
Afneitun.
Það er búið að vara við þessu frá því í haust, óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veikja krónuna en ekki styrkja. Ríkisstjórnin ætlar sér að greiða 80 milljarða í vexti á þessu ári. Megnið fer til útlanda.
Hvernig á útflutningur í miðri heimskreppu að standa undir nauðsynlegum útgjöldum þjóðarinnar og þar að auki að standa undir hinni sligandi vaxtabyrði.
Við höfum ekki efni á að styrkja krónuna með því að taka lán hjá IFM. Við höfum ekki efni á að greiða lánið til baka ef við ætlum að nota það. Ef við ætlum ekki að nota það þá höfum við ekki efni á vöxtunum.
Og við höfum ekki efni á að vera tilraunadýr sjóðsins um hvernig hægt er að brjóta niður siðað þjóðfélag á þremur árum.
Við höfum ekki efni á okurvöxtunum og við höfum ekki efni á gjaldeyrishöftunum.
Lilja Mósesdóttir og Jón Daníelsson bentu strax á hvað þyrfti að gera á haustmánuðunum. Þrautreyndar aðferðir frá öðrum löndum til að takast á við efnahagskreppur.
En ráðamenn okkar í sínum villta Evrópusambandsdraumi ákváðu að fara eftir ráðum IFM. Þeirra ráð eru líka þrautreynd.
Þau hafa allstaðar leitt til hörmunga.
Allstaðar.
Kveðja að austan.
Krónan veldur vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 18
- Sl. sólarhring: 626
- Sl. viku: 5602
- Frá upphafi: 1399541
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 4775
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.