Freistnivandi Morgunblaðsins.

Er sá að frjálshyggjudrengirnir á viðskiptakálfinum nota stundum fréttaskýringar blaðsins til að koma pólitísku trúboði á framfæri.  Trúboð og pólitískar öfgar eru einkamál blaðamanna en þegar þeir nota almannamiðil sem Morgunblaðið er til að koma rangfærslum og öfgaáróðri á framfæri þá setur blaðið mjög niður við það. 

Þessi freistni drengjanna er vandi Morgunblaðsins.  Hver er fagmennska almennra fréttaskýringa ef svona frjálshyggjubull kemst framhjá ritstjórn blaðsins ómengað til lesanda.

Í fréttaskýringu sinni í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni "Ríkistrygging á innstæðum er freistnivandi".  tókst Bjarna Ólafssyni að brjóta flestar reglur vandaðar blaðamennsku.  Hann fjallar um mál sem er afskræming á þekktum staðreyndum og gerir það án þess færa nein rök fyrir sínu máli.  Jú hann vitnar í breskan frjálshyggjutrúð en sá hópur er almennt fyrirlitinn í dag fyrir þær afleiðingar sem hagfræðitrúboð þeirra hefur haft á hagkerfi heimsins.  

Að vitna í Kevin Dowd í véfengingu á grunnstaðreyndum er eins og að Bjarni hefði gert fréttaskýringu um að helförin hefði aldrei átt sér stað og vitnað í sagnfræðing David Irving  sem sínu einu heimild.

 

Til að hafa eitt á hreinu þá er þessi innstæðutrygging líklegast eina skýring þess að bankakerfið er ekki hrunið um allan hin vestræna heim.

Í viðtali sínu í 60 mínútum fjallaði Ben Bernake seðlabankastjóri Bandaríkjanna einmitt um þessa frjálshyggjufirru.  Það ríkir algjört vantraust á hendur fjármálakerfinu og aðeins inngrip stjórnvalda halda því á floti.  Um þetta er ekki deilt en deilan snýst um það hvort þessi inngrip dugi.  Og dugi þau ekki þá vilja sumir meina að betra sé að láta það fara á hausinn og nota peningana frekar í að byggja upp nýtt á rústunum. 

En það deilir engin á innlánstrygginguna nema frjálshyggjufífl.  Af hverju?  Jú vegna þess að reynslan úr Kreppunni miklu var sú að þegar ótti greip um sig hjá almenningi þá féllu allir bankar, líka þeir vel reknu.  Og líka þeir sem áttu vel fyrir sínum skuldbindingum

Þegar hræðslan var sem mest þá vissi enginn hvaða banki lenti næst í áhlaupi.  Helsta afrek Roosevelt forseta var að endurheimta traust almennings á fjármálakerfinu.  Hann gerði það með því að setja á innlánstryggingu alríkisstjórnarinnar og hann setti stífar reglur um fjármálamarkaðinn.  Sömu reglur og Nýfrjálshyggjan braut síðan hægt og rólega niður þar til að ekkert var við ráðið.

Önnur staðreynd er sú að það var ekki hefðbundin bankastarfsemi sem byggðist á innlánum sem féll í hruninu í haust.  Það voru stóru fjárfestingarbankarnir sem sást ekki fyrir í græðgi sinni.  

Þess vegna er sú lúmska tenging frjálshyggjunnar að núverandi ófarir á fjármálamörkuðum megi að grunni til rekja til innstæðutryggingar stjórnvalda ekki aðeins absúrd þvæla sem stangast á við þekkta staðreyndir, heldur líka er verið að fjalla um rangan hluta fjármálamarkaðarins.  Það voru fjárfestingabankarnir með sín afleiðuviðskipti sem kollvörpuðu fjarmálaheiminum, ekki hefðbundnir áhættusæknir bankar svo vitnað sé í orðræðu greinarhöfundar.

 

En kíkjum betur á fréttaskýringuna.  Kennslubókardæmi um hvernig alvöru blaðamenn vinna ekki greinar sínar.

Bjarni tekur fram í upphafi fréttaskýringar sinnar tilgang innlánstrygginga.  Þær eiga að minnka líkur á að áhlaup sé gert á bankanna og skapa því stöðugleika i fjármála og bankakerfinu.  Bjarni vitnar í Kevin Dowd, enskan Hólmstein.  Hann segir að innstæðutrygging dragi úr þessum stöðugleika því hún ýti undir áhættusækni banka.  Þeir geri svo vegna þess að með því að taka meiri áhættu, þá geti þeir boðið hærri vexti og slíkt geri þeir óhræddir því ef illa fer þá greiði ríkið fyrir mistök þeirra.   Og síðan tekur hann dæmi um tvo banka þar sem annar er varkár og hinn áhættusækinn og þegar illa gengur þá þurfi sá áhættusækni ekki að horfast við afleiðingar gjörða sinna því innstæðueigendur eru rólegir vegna ríkisábyrgðarinnar.  Þetta kippi sem sagt markaðslögmálum úr sambandi og neyði þann varkárri til að taka upp áhættusækna hegðun.

Með öðrum orðum grefur löggjöf un innstæðutryggingar undan samkeppnisstöðu varkárra bankastofnana.  Kerfisbundin áhættusækni eykst og fjárhagsleg heilsa bankakerfisins minnkar.

Þó tekur Bjarni fram þá staðreynd að í upphafi núverandi kreppu hafi þessar tryggingar verið bundnar við ákveðna lágmarksupphæð.  Banki, sem hugsanlega ætlaði í upphafi að starfa eftir áhættukenningu Dowd, hann þurfti að einskorða sig við innlán innan þessara marka ef kenning Dowd ætti að ganga upp.  

Hversu líklegt er það??????  

Ef hann gerir það ekki þá á hann samt sem áður hættu á áhlaupum þrátt fyrir innlánstrygginguna.  Nema auðvitað að þeir félagarnir, Bjarni og Dowd hafi gert ráð fyrir að þessir bankar hafi haft aðgang að kristalkúlu og spákona sem hefði sagt þeim frá því að sumar ríkisstjórnir myndu auka innlánsábyrgðina og láta hana ná yfir öll innlán.  Ef ekki þá meikar kenningin strax í upphafi engan sens.

En þetta er ekki mesta ruglið.  Það er sjálf kenningin.  Hvað banki gerist áhættusækinn því hann trúir því að ríkið komi til bjargar?????   Ef það gerist þá yfirtekur ríkið hlutabréf viðkomandi banka og eigendur þeirra tapa öllu sínu.  Hver fer í viðskiptamódel sem felur í sér glórulausa áhættu því hann treystir því að ríkið bjargi innlánum.  Eigendur bankann hugsa fyrst og fremst um sitt fé og ávöxtun þess.  Þeir treysta því að stjórnendur bankanna hugsi fyrst og fremst um að halda bankanum rekstrarhæfum og arðsömum.  En ef ávöxtun áhættufíkinna banka er mikil á góðæristímum, þá leitar hluti fjárfesta með peninga sína til þeirra og það er skýringin á þeirri skekkju sem fíklarnir geta valdið í fjármálakerfinu.  Það eru fjárfestarnir sem taka pening út úr "varkárum" fjármálastofnunum og flytja yfir til þeirra áhættusæknu.  

Innlán eða innlántrygging koma þessum kröftum ekkert við.   

Og eins og kenningin sjálf er rugl án raunverulegrar skírskotunar (svipað eins og hjá vísindamanninum sem ætlar sér að sanna sköpunarsögu Biblíunnar), þá er niðurstaðan líka röng. 

Segjum að hegðun innlánseiganda sé sú að leita til fíklanna í trausti þess að ríkið ábyrgist.  Sú ályktun sem þeir Bjarni og Dowd draga er sú að ríkið eigi ekki að ábyrgjast innlán.  Og segjum að það geri það ekki.  Samt eru til áhættufíklar og samt koma kreppur.  Þegar Kreppan mikla skall á var mikil þensla á hlutabréfamarkaði búin að eiga sér stað.  Og það voru engar innlánsábyrgðir.

Og þó hrundi kerfið eins og það lagði sig.  Á örstuttum tíma var meira en helmingur banka Bandaríkjanna gjaldþrota, líka þeir sem voru varkárir.  Það er vegna þess að innlánseigendur hafa ekki fullkomnar upplýsingar.  Það segjast allir vera traustir.  Líka þeir sem standa illa.  Þegar þeir fara á hausinn, þá hættir fólk að treysta á fullyrðingar þeirra sem segjast vera í lagi og hjarðhegðun tekur yfir.

Þetta er svo augljóst að þetta vita allir sem vita vilja, líka prófessor Dowd.  En hann treystir á trúgirni frjálshyggjufífla og hann er að fóðra þá á vopnum í þeirri gagnrýni sem yfir þá hafa dunið.  Ekkert út á slíkt að setja en bullið á ekki að lenda inn í fréttaskýringu Morgunblaðsins.

Og þegar það er haft í huga að kenningar Dowds eru stórhættulegar ef frjálshyggjufífl fengju völd til að framkvæma þær.  Og þegar um grunnárás á ríkjandi kerfi er að ræða þá verða fræðimenn að rökstyðja kenningar sínar með fræðirannsóknum og öðrum þeim sönnunum sem akademían krefst.  Ekkert slíkt var gert í grein Dowds,  hans eini rökstuðningur var "ég held".

Og það eru ekki boðleg vinnubrögð að rökin "ég held" séu þau einu sem koma fram í Fréttaskýringu og ekki sé gerð minnsta tilraun til að leita til alvöru fræðimanna um gagnrýni á kenningar hans.  

Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 579
  • Sl. sólarhring: 638
  • Sl. viku: 6310
  • Frá upphafi: 1399478

Annað

  • Innlit í dag: 494
  • Innlit sl. viku: 5349
  • Gestir í dag: 452
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband