Húmor.

Hún er lífsseig sú fullyrðing Samfylkingarinnar að Ísland geti ekki tekist á við efnahagsmál sín án þess að til komi ytri þrýstingur.  Í þessu tilviki sú fullyrðing að sá agi sem aðildarumsókn að myntsamstarfi ESB myndi skapa, væri eina leiðin til að við gætum náð tökum á efnahagslífi okkar.  Þjóðin þarf sem sagt að lesa það á útlensku að óhófleg þensla og skuldasöfnun gengur ekki til lengdar án þess að skuldadögum komi.

Þeir sem fullyrða þetta skauta yfir þá staðreynd að eftir litlu kreppuna uppúr 2000, náðist þokkalegt jafnvægi í efnahagsmálum, verðbólga var lítil og til dæmis ríkissjóður greiddi upp skuldir.  Þetta var hægt þegar vilji var til staðar.

En Kárahnjúkahörmungarnar rústuðu öllu jafnvægi.  Og vissulega má færa rök fyrir því að ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu og aðili að myntsamstarfi Evrópu, þá hefði sú heimska ekki átt sér stað.  

En það er EF-fullyrðing.  

En tilefni þessa pistils er Reykjavíkurbréf Moggans.  Og sú staðhæfing að Jóhanna hefði fært góð rök fyrir aðild í stefnuræðu sinni.  Og síðan voru þau rök talin upp.  

Og ég hló þegar ég las frasana.  Er þetta það besta sem hægt er að nefna???  Er fólk svo samdauna sínum eigin áróðri að það trúir hvaða vitleysu sem er?????   Og það var þessi klausa sem toppar vitleysuna.

Í öðru lagi benti forsætiráðherrann á að aðildarumsókn myndi strax stuðla að jákvæðum áhrifum á gengi krónunnar og vexti og þau áhrif yrðu væntanlega meiri eftir því sem aðildarferlinu miðaði áfram. Þannig væri aðildarumsókn hluti af því að fást við bráðavandann, sem við er að glíma í íslenzku efnahagslífi, um leið og hún legði grunn að meiri stöðugleika í framtíðinni.

Gengi krónunnar ræðst af jafnvæginu milli innstreymis og útstreymis.  Það er ljóst að eina lánsfé sem þjóðinni stendur til boða, er neyðarlán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stendur ekki til að nota að sögn ráðamanna.  Því næst ekki jafnvægi nema útflutningur dekki innflutning auk vaxtagreiðslan og afborgana af erlendum lánum.  Ef vextir og afborganir eru forgangsútstreymi, þá næst jafnvægi aðeins með því að lækka verðgildi krónunnar til að draga úr innflutningi.  

Ekkert getur breytt þessu einfalda orsakasamhengi.  Öll orð og allt orðagjálfur (Samfylkingarinnar) og allar þær yfirlýsingar og umsóknir sem okkur dettur í hug, fá ekki breytt þessari einföldu jöfnu.  

Verði gengið látið fljóta þá leitar það í þetta jafnvægi.  "Traust" eða "trúverðugleiki" hafa ekkert gildi í þeim jöfnum sem ákveða jafnvægisgengi.  Vissulega skiptir það máli að njóta slíkra huglægra gilda en þau gildi eru aðeins ein af mörgum sem ákveða innstreymi lánsfjár eða erlendra fjárfestinga.  Þar er samt alltaf grunnforsendan það mat lánveitanda hvort hann fái lánsfé sitt greitt til baka og mat fjárfesta hvort fjárfesting skili nægjanlegum arði miðað við áhættu.

Og finnst einhver sem er svo mikill fáráður í raun að hann trúi því að land sem er nýorðið gjaldþrota og krefst afskrifta á stórum hluta skulda sinna, að einföld yfirlýsing um aðild að Evrópusambandinu breyti mati manna á stöðu Íslands eins og hún blasir við heiminum í dag? 

Ég bara spyr.  Það væri gaman að fá nafn hans og kennitölu því þetta hlýtur að vera mjög merkilegur maður í sinni einfeldni.  Hann hlýtur oft að vitna í Barón Munchausen sem traustan heimildarmann.  Enda hefði sá ágæti Barón getað skrifað þá klausu sem ég vitnaði í hér að ofan.

Fjórða lagið var einnig yndislega fyndið.  Jafnvel músíkalskt.

Í fjórða lagi færði Jóhanna Sigurðardóttir rök fyrir því að aðildarumsókn myndi endurvekja traust alþjóðasamfélagsins og erlendra fjárfesta á Íslandi, með öðrum orðum endurreisa lánstraust þjóðarinnar. Það hefur komið skýrt fram að undanförnu að það er af afar skornum skammti.

Furðulegt að Saddam Hussein skyldi ekki hafa dottið þetta í hug til að endurreisa traust Íraks eftir innrásina í Kuwait.  Eða Sómalíu menn til að fá að stunda sín sjórán í friði.  Ef það dugar að endurvekja traust alþjóðasamfélagsins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, hví gera þá ekki allir skúrkar heimsins það????

Ókei, þessar þjóðir eru ekki í Evrópu en Serbar undir stjórn Milosevic heitins.  Af hverju gerðu þeir það ekki ef lausnin er svona einföld?

En orðagjálfur er eitt og raunveruleiki annað.  Það öðlast enginn traust á því að sækja um eitthvað, þó það eitthvað sé gott og göfugt.  Traust öðlast menn með gjörðum sínum og líklegast er sú fyrsta sem þarf að hafa í huga er að taka upp nýja breytni.  Síðan þarf að forða þjóðinni frá gjaldþroti.  Ef skilyrði aðildar er þau alþjóðleg ólög að Evrópusambandið í krafti efnahagshryðjuverka knýi Ísland til að greiða skuldir einkabanka, þvert á lög og reglur sambandsins, þá verður þjóðin gjaldþrota, óhjákvæmilega.  Og þjóð í bræðravígum nýtur einskis trausts.  Stefna núverandi ríkisstjórnar að framfylgja glæpsamlegri stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart landslýð, mun leiða til þjóðfélagslegrar ólgu sem gætu leitt til bræðravíga.  

Fólk lætur ekki setja sig á skuldaklafa til lífstíðar án þess að verjast.  Og þegar fjöldinn er talinn í tugum þúsunda, þá mun eitthvað undan láta.  Og þegar þetta eitthvað lætur undan, njótum við einskis trausts.

Það lánar enginn gjaldþrota þjóð þar sem stjórnvöld nota sinn slagkraft til að þrælka kynslóðina sem á að erfa landið.  En hins vega hugsar mörg alþjóðleg násugan sér gott til málsverðar að éta upp leifarnar af eigum landsmanna en það er ekki það traust sem þjóðin vill eða þarfnast.

Um hin tvö atriðin má líka ræða og deila.  Um gildi stöðugleika í gengismálum efast fáir en hvort Evran er svarið má deila.  Evran veldur í dag kreppu í mörgum löndum Evrópu.  Hún er of hátt skráð fyrir framleiðslu þeirra og því er samdrátturinn meiri en ella.  Eins glíma mörg lönd Evrópu við gjaldmiðilskreppu og hún er í raun mun alvarlegri en okkar.  Við getum notað krónuna til heimabrúks en í löndum eins og Spáni er skortur á Evru.  Og það hamlar viðskiptum.  Slíkt yrði líka raunin hér á meðan útstreymi fjármuna í formi vaxta og afborgana er svona mikið.  Menn skauta alltaf fram hjá þeirri staðreynd að við prentum ekki Evruna.  

Og það er þetta með matinn og matarverðið.  Spánn var dýr þegar ég fór þangað vorið 2008.  Vissulega voru heimavörur ódýrari en á Íslandi en alþjóðalegar vörur voru það ekki.  Þó var krónan ennþá óeðlilega há.  Og Spánn miklu stærra markaðssvæði og ekki yfir hálft Atlantshafið að fara t.d fyrir þýskar vörur.  Og launin lægri á Spáni. 

Samhengi Evrópuaðildar og matvælaverðs er allavega miklu flóknar en svo að ein aðildarumsókn leiði sjálfkrafa til lægra vöruverðs.  Að vitna í reynslu Finna og Svía þá má þess geta að ýmis höft á viðskiptum voru afnumin við aðild en svipuð höft hafa einnig verið afnumin hér.  Lokaspurningin snýst alltaf um vernd versus samkeppni og síðan hvort menn bera saman sambærilegan kaupmátt og sambærileg gæði.  Og rétt gengi.  

Aðeins einfaldar sálir geta fullyrt um augljós orsakasamhengi hér á milli og það sem skilur að getur allt eins falist í einhverju sem einfalt er að kippa í liðinn.

En á að sækja um???   Mitt mat er að það verði að gera ef friður á að skapast í landinu.  En ferlið á að vera á þann hátt að vinnubrögðin séu eins og hjá fólki, ekki bjánaprikum.  Svona lýðskrum og hálfsannleikur eins og þessar fullyrðingar hér að framan eru, gera aðeins eitt og það er að skemma fyrir skynsemi þess að sækja um.  Málflutningur til dæmis Bjargar Thorarensen eins og kom fram í viðtali við hana í byrjun árs, að Íslendingar taki fyrst til í sínu stjórnkerfi og endurbæti sína stjórnarhætti og sæki síðan um eftir 4-5 ár, er skynsamur og vel rökstuddur.  

Maður hlær ekki þegar maður les hennar rök.  Maður þarf ekki að vera sammála og færir þá rök fyrir þeirri afstöðu, en sjónarmið hennar er hvorki hálfsannleikur, síbylja eða lýðskrum.  

Og það eru svoleiðis vinnubrögð sem þjóðin þarfnast svo sárlega.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir ágæta grein og innlitið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.5.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 26.5.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þið eruð bæði frábær. Takk fyrir ykkur.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 1412816

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 393
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband