Hvernig verður ICEsave dæmið gert upp???

Sú staðhæfing Jóhönnu Sigurðardóttir að greiðslur Íslensks almennings vegna ICEsave muni verða innan við 75 milljarða, byggist á þremur forsendum.

  •  Að engir vextir komi til greiðslu á því láni sem bretar og Hollendingar veiti íslenskum stjórnvöldum til að hægt sé að greiða hina meintu "innlánstryggingu" strax.  Samkvæmt samkomulaginu við Hollendinga í haust þá voru vextir á láni þeirra til Innlánstryggingasjóðs og miðað við fréttir þá stranda samningaviðræðurnar við breta á óhóflegum vaxtakröfum þeirra. 
    En sjálfsagt hefur Jóhönnu ekki verið kunnugt um innihald þessara viðræðna sökum anna.
  • Að hin alþjóðlega kreppa leiki ekki eignir Landsbankans grátt.  Þar sem engin útlistun á eðli þessara eigna hefur komið fram opinberlega, þá er erfitt fyrir utanaðkomandi að meta þessar fullyrðingar en ef eignir á móti ICEsave skuldbindingunum eru örugg ríkis og bankabréf þá gætu þessar fullyrðingar staðist.  En þá er það spurningin af hverju upplýsingarnar eru trúnaðarmál.  Hefur einhver aðili þjóðfélagsins hag af því að ala á ótta og tortryggni eða hafa menn eitthvað að fela?
  • Að aðrir kröfuhafar Landbankans fari ekki í mál fyrir breskum dómsstólum og fái forgangskröfu innlánssjóðs trygginga hnekkt.  Þó lögin séu öll okkar megin (sem þau eru ekki) þá gæti harðsnúinn hópur kröfuhafa haldið uppi áralöngu málarekstri með harðsnúnum lögfræðingum og á meðan væru eignir Landsbankans frystar.  Af hverju?  Til dæmis til þess að neyða skilanefnd Landsbankans og íslenska ríkið til að semja um hærri greiðslur til sín.

Og miðað við þessa frétt er slíkt ekki með öllu óhugsandi að aðrir kröfuhafa geri slíkt.  En þetta er EF pæling en sá sem flýtur sofandi að  feigðarósi, hann vill jú oft verða feigur.

Og þar sem um framtíð sjálfs velferðarkerfisins er að ræða, þá er það kúl svo ekki sé meira sagt að fullyrða að skuldbindingar Íslands vegna ICEsave séu aðeins 75 milljarðar eða minna.

Jafnvel Völva vikunnar treystir sér ekki til að spá um hina endanlega niðurstöðu.

Kveðja að austan.


mbl.is Höfnuðu endurgreiðsluáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert eðalbloggari mikill og þakkir fyrir fróðlegar greinar máttu fá.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Gylfi.

En smá forvitni.  Hvað táknar fáni þinn.  Mátt skjóta á mig svari ef þú kíkir aftur.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 22.5.2009 kl. 23:42

3 identicon

Vá þetta er nú meira rugið í þér.... fréttin er ekki einu sinni um Icesave heldur Kaupþing Edge.... pínu munur þar á milli!!!

diana (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Diana.

Já ég er djúpur á þessu.  Viðurkenni það.  

En var fréttin ekki annars um Friedlander.  En ef þú lest hana betur þá kemur þar fram lýsing á ákveðinni hegðun kröfuhafa.  Og sú hegðun er að berjast gegn því sem skilanefndir leggja til.  Vegna þess að hagsmunir þeirra er að fá meira til sín.  

Og hvað ef svipað gerist þegar skilanefnd Landsbankans leggur til sína mismunun á milli kröfuhafa.  Sem á sér ekki stoð í breskum neyðarlögum??????   Svo ég vitna í þá mætu menn Stefán og Lárus í grein sinni "Í hvað liði eru stjórnvöld" þá segja þeir þetta um þá hættu sem var innblástur af þessu bloggi mínu.

Í þessu samhengi má ekki láta rugla sig í ríminu með tali um að kostnaðurinn við Icesave ábyrgðirnar verði á bilinu 70 til 150 milljarðar kr. Sú upphæð byggist á því að verulegar eignir séu til í Landsbankanum gamla og að neyðarlögin svokölluðu haldi, en með þeim voru innstæður gerðar að forgangskröfum á kostnað annarra krafna.
Í fyrsta lagi getur auðveldlega brugðið til beggja vona með að áætlanir um verðmæti eigna í gamla Landsbankanum standist. Í öðru lagi liggur það fyrir að látið verður reyna á það hvort neyðarlögin standist að þessu leyti. Reynist neyðarlögin ekki standast þá verðum við að borga alla 650 milljarðana með vöxtum og vaxtavöxtum.

Menn hafa fengið innblástur af minni spámönnum en þeim.

En ég skal viðurkenna að það var djúpt á tengingunni enda var ég að athuga hvort einhver nennti að lesa bloggið mitt ef ég tengdi.  Biðst velvirðingar á að hafa ruglað í þér.  

En burtséð frá hæpinni tengingu.  Hvert var ruglið í rökleiðslu minni????  Alltaf gott að læra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.5.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 5882
  • Frá upphafi: 1399821

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 5030
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband