Er maðurinn búinn að missa allt raunveruleikaskyn?

Þegar hann segir að aðgerðarplan vegna skuldavanda heimilanna er sé mikilvægt og "Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra virðist hafa mjög einarða afstöðu í að taka af meiri festu og ákveðni á þeim málum".

Jóhanna er búinn að vera við völd í tvöhundruð og eitthvað daga og nú ætlar hún að sýna "meiri festu og ákveðni".   Eða það heldur Gylfi.

En hvað segir raunveruleikinn?

Hagsmunasamtök heimilanna hafa gefið tillögum ríkisstjórnarinnar falleinkunn.  Skrautfjöður hennar, hækkun vaxtabóta uppá 2 milljarða, er líkt og brauðmolar handa sveltandi örbjargalýð.  Seðja sárasta hungrið en leysa enga hungursneyð.

Einstæð fjögurra barna móðir kom í ríkissjónvarpið og sagði frá því að hún væri að missa allt sitt.  Þau úrræði sem væru í boði væru ekki handa fólki eins og henni.  Hennar glæpur var að hún var sjálfstæður atvinnurekandi.  Hafði verið dagmóðir.

Þúsundir manna eru í sömu stöðu og hún.  Glæpur þess var að útvega vinnu í stað þess að þiggja hana.  Greiðsluúrræði Jóhönnu eru ekki fyrir slíkt fólk.  Sjálfsagt telur hún að þetta fólk eigi ekki heimili eða börn.

Allavega sló hún ekki upp skjaldborg fyrir þessa einstaklinga.

En verðugir fá greiðsluaðlögun ef þeir ráða ekki við margfalda hækkun lána sinna.  Um þessa greiðsluaðlögun segir Ámundi Loftsson, félagshyggjumaður, að hún sé ígildi þess að að fólk sé eins og fangar á reynslulausn í 5 ár.  Standist það kröfur skilorðsfulltrúa, sem eru mjög strangar sagði einn fulltrúinn, þá fær fólk kannski niðurfellingu hluta sinna skulda.  Ef það beygir sig nógu mikið í duftið.

Ámundi félagshyggjumaður sagði að öllu hugsandi fólki væri það ljóst að núverandi greiðsluúrræði virkuðu ekki, t.d tæki það dómsstólana nokkra áratugi að afreiða öll þau mál sem til þeirra kæmu.  Hann og málefnahópur hann hjá VinstriGrænum tók undir tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um vaxta og verðbótaleiðréttingu.  

Hinn almenni félagsmaður VinstriGrænna er nefnilega félagshyggjumaður með stórt jafnaðarhjara.

Gylfi forseti þekkir ekki slíka "skapgerðisbresti".   Hann er ánægður með hina meintu "refsifanga".  

Og dyggur þjónn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og auðmanna.  Það mun ekki standa á honum að endurreisa hið hið gamla kerfi auðmagns og misréttis.  

Hans draumur er stytta í musteri Mammons.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka þér þessa kjarnyrtu umfjöllun Ómar. Sem betur fer er réttsýnt fólk í öllum flokkum en valdhafarnir virðast líta svo á að fólkið í landinu sé aðallega til trafala með sína heimtufrekju.

Margar valdastofnanir í landinu hafa verið yfirteknar af senditíkum auðmanna, því miður. Réttlæti þarf því að ná fram á öðrum vettvangi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína.

Þessir pistlar mínir voru liður í reiðstjórnun en ég varð dálítið gramur útí Steingrím Joð þegar ég renndi yfir fréttir gærdagsins í nótt.  Líklegast hefur Gylfi bætt einhverjum dropum við.

En ég er sammála þér með góða fólkið í öllum flokkum og ég tel reyndar að mikið af því fólki sem er leikendur í Leikhúsi Fáránleikans sé með hjartað á réttum stað.  En það eru þessar viðjar vanans að treysta í blindi minnimáttarkenndarinnar á óráð erlendra Óberma, því þeir tala ensku og eru í fínum jakkafötum og vinna hjá einhverri stofnun sem fáir kunna að nefna á óbrenglaðri ensku og svo er það hefðin og vaninn að lúta erlendum fyrirmælum.

Og áður en þetta fólk veit af þá er það orðið gerendur í óhæfuverkum.  

Og aðeins breiðfylking allra með hjartað á réttum stað getur þessu breytt.  Áður þarf að raka keisarann svo við séum ekki alltaf að deila um skegg hans.

Gjörðir auðmanna og græðgi og siðblinda Nýfrjálshyggjunnar liggja ljóst fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband