15.4.2009 | 13:28
Þá eru það þumalskrúfurnar.
Lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fæst ekki afgreitt nema Ísland lýsi yfir fullkominni uppgjöf í ICEsave-deilunni. Þess vegna hafa bretar dregið lappirnar með að sýna smáþjóðinni skilning í efnahagasþrenginum hennar.
Borgið allt og borgið á fullum vöxtum er krafa breta. Steingrímur Joð var svo bjartsýnn að hann hélt að það væri hægt að ræða við bresk yfirvöld eins og fólk. Eins og það sé fólk sem setur hryðjuverkalög á smáþjóð sem var rænd af auðmönnum hennar og á ekki lengur fyrir brýnustu lífsnauðsynjum.
Og Steingrímur Joð var svo bjartsýnn að það væri hægt að ræða við landstjórna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um manneskjulega framkvæmd Nýfrjálshyggju sjóðsins. Eins og Óbermi séu mennsk. Glottið á Flanagan, landsstóra sagði allt sem segja þarf þegar Steingrímur gaspraði út í loftið um það sem hann vildi.
Enda hlustar landstórinn ekki á keypta menn. Þeir eru aldrei ógn eftir að þeir þáðu sína silfurpeninga.
Íslendingar fá ekki lánið nema þeir fari í einu og öllu eftir ómennsku sjóðsins. Þar á meðal að semja við bretana á þeim kjörum sem þeir krefjast.
Sjóðurinn hefur þegar sýnt klærnar í Ukraníu og Lettlandi og þar krefst hann blóðfórna eins og guðir Azteka forðum. Þó gróðapungar og auðmenn ásamt öllum sínum Leppum og Skreppum (eins og þeim sem skrifa kornið sem frétt Morgunblaðsins byggist á) hatist við ríkisútgjöld þá eru ríkisútgjöld eitthvað sem venjulegt fólk treystir á, sér til framfærslu ef það er sjúkt eða aldrað, sér til menntunar ef það er ungt og sér til lækninga ef það missir heilsuna. En í augun ómennanna þá er þetta bruðl á skattfé auðmanna. Borgi þeir sem borga geta segja Leppar frjálshyggjunnar en hinir geta reynt aftur í næsta lífi.
Og þessi ómenni eru bestu vinir Samfylkingarinnar. Þeir tryggja ICEsave svikin og þar með ryðja þeirri hindrun úr vegi að draumur hennar um störf í Brussel rætist. Skítt með velferðina enda mun Jóhanna segja á fundi Öryrkjabandalagsins í kvöld að hún vilji verja velferðina en því miður þurfi hún að nota peningana í annað. Og svo mun hún segja öllum sem heyra vilja frá tveimur milljörðunum sínum sem hún ætlar að leysa efnahagskreppuna með.
Og henni veður trúað.
En kannski munu afarkostir breta vekja fólk upp af dásvefninum og fólk mun sjá að dísin fagra er flagð undir fögru skinni.
Kannski munu þessir afarkostir breta verða til þess að Íslenska þjóðin muni rísa upp og neita frekari samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Enda er hans eina hlutverk hér á landi að ræna þjóðinni það litla sem hún á eftir hrunið.
Sjálfu sjálfstæðinu því þjóð eignalausra beiningarmanna er ekki sjálfstæð þó formlega nenni engin þjóð að yfirtaka hana.
En verði græðgi breta til þess að augu Íslendinga opnist og þeir sjái falsið og blekkingarnar og skynji þá vá sem yfir vofir af hálfu núverandi stjórnarflokka, þá tek ég ofan hatt minn og segi við Breta, "Guð blessi drottninguna" og við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segir ég þetta:
Farið hefur fé betra og látið aldrei sjá ykkur aftur á meðan fólk býr í þessu landi.
Kveðja að austan.
Ekkert bólar á IMF láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.